Major Lazer kemur fram á Sónar Freyr Bjarnason skrifar 8. október 2013 10:00 Hljómsveitin Major Lazer, með tónlistarmanninn Diplo í broddi fylkingar, hefur staðfest komu sína á tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík 2014. Major Lazer hefur leikið á mörgum stærstu og virtustu tónlistarhátíðum heims síðustu ár og lék í júní síðastliðnum á Sónar í Barcelona, á margrómuðum tónleikum Sónar by Night-hluta hátíðarinnar. Í fréttatilkynningu frá skipuleggjendum Sónar segir að eftir tónleikana í Barcelona hafi vaknað sameiganlegur áhugi sveitarmeðlima og aðstandendum Sónar fyrir því að fá sveitina til spila á Sónar Reykjavík. Major Lazer gaf í apríl út breiðskífuna, Free The Universe, þar sem hljómsveitin nýtur m.a. liðsinnis Bruno Mars, Santigold, Flux pavillion og Ezra Koenig úr hljómsveitinni Wampire Weekend. Þetta er fyrsta plata sveitinnar síðan Walshy Fire and The Jillionaire gengu til liðs svið hana við brotthvarf Switch. Sem endranær eru áhrif Jamaíka, reggí og dancheall-tónlistar, ráðandi yfir kröftugum elektró töktum og popp-melódíum. Í kjölfar útgáfu plötunnar, sem inniheldur m.a. stórsmellinn "Get Free", hóf sveitin tónleikaferð um heiminn sem samanstóð af rúmlega 60 tónleikum í 50 borgum. Major Lazer var stofnuð árið 2009 og gaf þetta sama ár breiðskífuna Guns Don’t’ Kill People… Lazers Do sem vakti athygli fyrir dansvænan bræðing af tónlistarstefnum og straumum. Major Lazer hefur orðið þess heiður aðnjótandi að vera remixuð af Thom York, söngvara Radiohead. Í framhaldi af samvinnu forsprakka sveitarinnar, Diplo, með Snoop Doggy Dogg þar sem andi Jamaíka ríkti einnig yfir vötnunum, umbreyttist rapparinn í listamanninn Snoop Lion. Diplo hefur einnig unnið með fjölda annarra listamanna. Má þar nefna Björk, M.I.A., Beyoncé, Boys Noise og La Roux, auk þess að reka plötuútgáfuna Mad Decent Records sem m.a. hefur á sínum snærum Crookers, Baauer og Rusko. Tónleikar með sveitinni þykja einstakir, kraftmiklir og mikið sjónarspil. Aðrir listamenn sem hafa verið staðfestir á Sónar Reykjavík eru: Daphni, sem fengið hefur mikið lof fyrir breiðskífu sína Jiaolong en er kannski þekktastur fyrir að gefa einnig tónlist út undir nafninu Caribou og þýsk-danski tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Kölsch, eða Rune Reilly Kolsch og Rune RK. Þrátt fyrir að vera goðsögn í teknó tónlistinni og reglulegur gestur á klúbbum á borð við Berghein í Berlín og The End í London hefur Kölsch einnig látið til sín taka í poppinu. Hann hefur unnið með listamönnum á borð við Shakira og Pitbull, Hjaltalín, Moses Hightower, Sykur, Sometime og Halleluwah hljómsveit Sölva Blöndal. Sónar Reykjavík fer fram í annað skiptið dagana 13. til 15. febrúar 2014 í Hörpu. Hátíðin fer fram á sex sviðum, Silfurbergi, Norðurljósum, Kaldalóni, Flóasvæðinu, Björtu Loftum og í bílakjallaranum sem verður breytt í næturklúbb líkt og á síðustu hátíð. Alls mun dagskráin samanstanda af rúmlega 80 hljómsveitum, listamönnum og plötusnúðum. Miðasala á Sónar Reykjavík 2014 hófst í maí á innlendum og erlendum vettvangi. Aðeins eru 3.000 aðgöngumiðar í boði. Búist er við um 1.500 erlendum gestum á hátíðina í ár. Miðasala hérlendis fer fram á midi.is, harpa.is og í miðasölu Hörpu. Miðaverð er 17.900 krónur eða 109 evrur. Ekki eru seldir stakir miðar á einstaka tónleika hátíðarinnar. Fleiri listamenn verði kynntir til leiks á næstu vikum. Miðasala á Sónar Reykjavík 2014 fer fram á Midi.is, Harpa.is og miðasölu Hörpu. Nánar um Sónar má finna hér og á Facebook-síðu hátíðarinnar. Sónar Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hljómsveitin Major Lazer, með tónlistarmanninn Diplo í broddi fylkingar, hefur staðfest komu sína á tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík 2014. Major Lazer hefur leikið á mörgum stærstu og virtustu tónlistarhátíðum heims síðustu ár og lék í júní síðastliðnum á Sónar í Barcelona, á margrómuðum tónleikum Sónar by Night-hluta hátíðarinnar. Í fréttatilkynningu frá skipuleggjendum Sónar segir að eftir tónleikana í Barcelona hafi vaknað sameiganlegur áhugi sveitarmeðlima og aðstandendum Sónar fyrir því að fá sveitina til spila á Sónar Reykjavík. Major Lazer gaf í apríl út breiðskífuna, Free The Universe, þar sem hljómsveitin nýtur m.a. liðsinnis Bruno Mars, Santigold, Flux pavillion og Ezra Koenig úr hljómsveitinni Wampire Weekend. Þetta er fyrsta plata sveitinnar síðan Walshy Fire and The Jillionaire gengu til liðs svið hana við brotthvarf Switch. Sem endranær eru áhrif Jamaíka, reggí og dancheall-tónlistar, ráðandi yfir kröftugum elektró töktum og popp-melódíum. Í kjölfar útgáfu plötunnar, sem inniheldur m.a. stórsmellinn "Get Free", hóf sveitin tónleikaferð um heiminn sem samanstóð af rúmlega 60 tónleikum í 50 borgum. Major Lazer var stofnuð árið 2009 og gaf þetta sama ár breiðskífuna Guns Don’t’ Kill People… Lazers Do sem vakti athygli fyrir dansvænan bræðing af tónlistarstefnum og straumum. Major Lazer hefur orðið þess heiður aðnjótandi að vera remixuð af Thom York, söngvara Radiohead. Í framhaldi af samvinnu forsprakka sveitarinnar, Diplo, með Snoop Doggy Dogg þar sem andi Jamaíka ríkti einnig yfir vötnunum, umbreyttist rapparinn í listamanninn Snoop Lion. Diplo hefur einnig unnið með fjölda annarra listamanna. Má þar nefna Björk, M.I.A., Beyoncé, Boys Noise og La Roux, auk þess að reka plötuútgáfuna Mad Decent Records sem m.a. hefur á sínum snærum Crookers, Baauer og Rusko. Tónleikar með sveitinni þykja einstakir, kraftmiklir og mikið sjónarspil. Aðrir listamenn sem hafa verið staðfestir á Sónar Reykjavík eru: Daphni, sem fengið hefur mikið lof fyrir breiðskífu sína Jiaolong en er kannski þekktastur fyrir að gefa einnig tónlist út undir nafninu Caribou og þýsk-danski tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Kölsch, eða Rune Reilly Kolsch og Rune RK. Þrátt fyrir að vera goðsögn í teknó tónlistinni og reglulegur gestur á klúbbum á borð við Berghein í Berlín og The End í London hefur Kölsch einnig látið til sín taka í poppinu. Hann hefur unnið með listamönnum á borð við Shakira og Pitbull, Hjaltalín, Moses Hightower, Sykur, Sometime og Halleluwah hljómsveit Sölva Blöndal. Sónar Reykjavík fer fram í annað skiptið dagana 13. til 15. febrúar 2014 í Hörpu. Hátíðin fer fram á sex sviðum, Silfurbergi, Norðurljósum, Kaldalóni, Flóasvæðinu, Björtu Loftum og í bílakjallaranum sem verður breytt í næturklúbb líkt og á síðustu hátíð. Alls mun dagskráin samanstanda af rúmlega 80 hljómsveitum, listamönnum og plötusnúðum. Miðasala á Sónar Reykjavík 2014 hófst í maí á innlendum og erlendum vettvangi. Aðeins eru 3.000 aðgöngumiðar í boði. Búist er við um 1.500 erlendum gestum á hátíðina í ár. Miðasala hérlendis fer fram á midi.is, harpa.is og í miðasölu Hörpu. Miðaverð er 17.900 krónur eða 109 evrur. Ekki eru seldir stakir miðar á einstaka tónleika hátíðarinnar. Fleiri listamenn verði kynntir til leiks á næstu vikum. Miðasala á Sónar Reykjavík 2014 fer fram á Midi.is, Harpa.is og miðasölu Hörpu. Nánar um Sónar má finna hér og á Facebook-síðu hátíðarinnar.
Sónar Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira