Ekki lengur ein og útskúfuð Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. september 2013 17:23 Selma Björk hefur fengið ótal andstyggilegar athugasemdir um útlit sitt í gegnum tíðina Mynd/Selma Björk Fjölmargir hafa sent Selmu Björk Hermannsdóttur falleg skilaboð í kjölfar greinar sem hún skrifaði um reynslu sína af einelti vegna fæðingargalla. Selma Björk fæddist með skarð í vör og hefur verið strítt á því alla ævi. Í dag er Selma orðin 16 ára og komin í framhaldsskóla en er enn strítt vegna útlits síns. „Það er ótrúlegt að ég sat hérna á föstudaginn eftir skóla og mér fannst ég ein og útskúfuð. Ég var svo einmana og svo þreytt. Svo skrifaði ég þetta og kvöldið eftir sé ég að yfir níu þúsund manns hafa líkað við greinina. Það er ótrúlegt að finna fyrir þessum stuðningi eftir allt sem hefur verið sagt og gert. Mér líður eins og í fyrsta skipti sé ég ekki ein,“ segir Selma Björk.Selma Björk lét þessa mynd fylgja greininni þar sem hún er ómáluð en hún hefur ekki farið út úr húsi í mörg ár án þess að hylja örið með farða.Mynd/Selma BjörkSelma skrapp út í dag og á einum klukkutíma fékk Selma 46 skilaboð og 36 vinabeiðnir á Facebook. Módelskrifstofur hafa haft samband og vilja fá hana á skrá og hún hefur verið beðin um að segja sögu sína á tónleikunum Rjúfum þögnina á Akureyri sem eru sérstaklega haldnir til styrktar baráttunni gegn einelti. „Ég hef fengið fjölmörg skilaboð þar sem mér er sagt að ég sé hugrökk og gullfalleg eins og ég er. Aðrar stelpur með fæðingargalla hafa haft samband, þar á meðal ein sem lét taka fæðingarblett af maganum. Hún lét að lokum fjarlægja blettinn því hún þorði ekki í sund út af honum. Hún sagði að hún vildi að hún væri enn með hann og að hún væri jafn sterk og ég,“ segir Selma Björk. Vænst þykir Selmu um skilaboð sem hún fékk frá einum geranda í eineltinu. „Ég fékk skilaboð frá stráknum sem ég segi frá í greininni. Þessum sem henti litla bróður mínum í götuna þegar hann ætlaði að verja mig. Hann sagðist sjá mikið eftir þessu og að hann ætlaðist ekki til að ég fyrirgæfi honum en auðvitað fyrirgef ég honum.“ Selma segist ekki hafa viljað nafngreina neinn í greininni enda hafi hún enga þörf á því. Henni finnst nóg að gerendur eineltis finni sökina sjálfir og breyti hegðun sinni í kjölfarið. Margir sem hafa strítt Selmu og gert henni lífið leitt undanfarin ár hafa líkað við grein hennar og jafnvel deilt henni á Facebook-síðum sínum. Það sýnir henni að þeir hafi náð skilaboðunum sem gleður hana og veitir henni styrk.Selma Björk segist hafa fengið fjölmörg skilaboð frá fólki síðasta sólarhring.Mynd/selma björk Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Fjölmargir hafa sent Selmu Björk Hermannsdóttur falleg skilaboð í kjölfar greinar sem hún skrifaði um reynslu sína af einelti vegna fæðingargalla. Selma Björk fæddist með skarð í vör og hefur verið strítt á því alla ævi. Í dag er Selma orðin 16 ára og komin í framhaldsskóla en er enn strítt vegna útlits síns. „Það er ótrúlegt að ég sat hérna á föstudaginn eftir skóla og mér fannst ég ein og útskúfuð. Ég var svo einmana og svo þreytt. Svo skrifaði ég þetta og kvöldið eftir sé ég að yfir níu þúsund manns hafa líkað við greinina. Það er ótrúlegt að finna fyrir þessum stuðningi eftir allt sem hefur verið sagt og gert. Mér líður eins og í fyrsta skipti sé ég ekki ein,“ segir Selma Björk.Selma Björk lét þessa mynd fylgja greininni þar sem hún er ómáluð en hún hefur ekki farið út úr húsi í mörg ár án þess að hylja örið með farða.Mynd/Selma BjörkSelma skrapp út í dag og á einum klukkutíma fékk Selma 46 skilaboð og 36 vinabeiðnir á Facebook. Módelskrifstofur hafa haft samband og vilja fá hana á skrá og hún hefur verið beðin um að segja sögu sína á tónleikunum Rjúfum þögnina á Akureyri sem eru sérstaklega haldnir til styrktar baráttunni gegn einelti. „Ég hef fengið fjölmörg skilaboð þar sem mér er sagt að ég sé hugrökk og gullfalleg eins og ég er. Aðrar stelpur með fæðingargalla hafa haft samband, þar á meðal ein sem lét taka fæðingarblett af maganum. Hún lét að lokum fjarlægja blettinn því hún þorði ekki í sund út af honum. Hún sagði að hún vildi að hún væri enn með hann og að hún væri jafn sterk og ég,“ segir Selma Björk. Vænst þykir Selmu um skilaboð sem hún fékk frá einum geranda í eineltinu. „Ég fékk skilaboð frá stráknum sem ég segi frá í greininni. Þessum sem henti litla bróður mínum í götuna þegar hann ætlaði að verja mig. Hann sagðist sjá mikið eftir þessu og að hann ætlaðist ekki til að ég fyrirgæfi honum en auðvitað fyrirgef ég honum.“ Selma segist ekki hafa viljað nafngreina neinn í greininni enda hafi hún enga þörf á því. Henni finnst nóg að gerendur eineltis finni sökina sjálfir og breyti hegðun sinni í kjölfarið. Margir sem hafa strítt Selmu og gert henni lífið leitt undanfarin ár hafa líkað við grein hennar og jafnvel deilt henni á Facebook-síðum sínum. Það sýnir henni að þeir hafi náð skilaboðunum sem gleður hana og veitir henni styrk.Selma Björk segist hafa fengið fjölmörg skilaboð frá fólki síðasta sólarhring.Mynd/selma björk
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira