Lífið

Bretar bíða eftir barninu

Þau Katrín og Vilhjálmur eignast frumburð sinn á allra næstu dögum.
Þau Katrín og Vilhjálmur eignast frumburð sinn á allra næstu dögum. getty/nordicphotos
Öll heimsbyggðin bíður í ofvæni eftir fyrsta barni þeirra Vilhjálms Bretaprins og Katrínar hertogaynju, en Katrín á að eiga á allra næstu dögum. Lengi vel var talið að barnið myndi koma í heiminn 13. júlí.

Móðir Katrínar, Carole Middleton, lét þó hafa eftir sér á dögunum að barnabarn sitt myndi fæðast í ljónamerkinu. Það þýðir þá að barnsins sé ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi 23. júlí eða eftir rétt tæpa viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.