Aukum ráðstöfunartekjur heimilanna Teitur Björn Einarsson skrifar 18. apríl 2013 07:00 Kosningarnar í lok apríl snúast um hvernig hægt verður að bæta lífskjör fólks í landinu. Brýnustu verkefnin þar eru að taka á skuldavanda og auka ráðstöfunartekjur heimilanna. Þó að ágætis samstaða virðist vera um hvert markmiðið er mun í kosningabaráttunni fram undan verða tekist á um hver sé rétta leiðin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram raunhæfar tillögur sem munu bera árangur og sem hægt er að hrinda í framkvæmd strax. Eitt mikilvægasta skrefið í átt að bættum hag almennings er að lækka skatta. Sjálfstæðisflokkurinn er eina stjórnmálaaflið sem gerir lækkun skatta að forgangsatriði á nýju kjörtímabili. Lækkun á tekjuskatti einstaklinga skilar fólki strax hærri ráðstöfunartekjum, sem léttir undir með rekstri heimilanna, og með því að lækka tryggingagjaldið er létt undir með fyrirtækjum að skapa fleiri störf. Samhliða verður að ráðast í umbætur á skattlöggjöfinni með það fyrir augum að gera kerfið gegnsærra og skilvirkara. Mikilvægt skref í þeim aðgerðum er að afnema þrepaskiptingu tekjuskatts og lækka virðisaukaskatt sem jafnframt verði í aðeins í einu þrepi. En er skynsamlegt að lækka skatta þegar staða ríkissjóðs er jafn bágborin og raun ber vitni? Svarið er já – það er beinlínis nauðsynlegt. Fjöldi fólks stendur ekki undir þeirri skattbyrði sem ríkið leggur á herðar þess og komið hefur fram að tæplega helmingur heimila í landinu nær ekki endum saman um mánaðamót. Almenningur var ekki spurður þegar ríkisstjórnin hækkaði skatta og gjöld upp úr öllu valdi hvernig hann gæti skorið niður í sínum heimilisrekstri og forgangsraðað. Ríkið verður rétt eins og heimilin að forgangsraða í sínum rekstri og aðlaga sig að efnahagslegum raunveruleika landsins. Veruleikinn er sá að núverandi skattastefna hamlar verðmætasköpun í samfélaginu og letur fólk til góðra verka. Ríkisvaldið býr ekki til verðmæti heldur fólkið í landinu með atorku sinni og hugviti. Skattheimta hins opinbera verður því að vera hvetjandi svo að skilyrði til verðmætasköpunar séu sem best. Aðeins þannig geta heimilin og fyrirtækin í landinu drifið áfram hagvöxt á öllum sviðum atvinnulífsins svo hið opinbera geti fjármagnað og staðið undir öflugu velferðarkerfi. Um þetta snúast kosningarnar í vor og þess vegna á Sjálfstæðisflokkurinn erindi við kjósendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi. Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Kosningarnar í lok apríl snúast um hvernig hægt verður að bæta lífskjör fólks í landinu. Brýnustu verkefnin þar eru að taka á skuldavanda og auka ráðstöfunartekjur heimilanna. Þó að ágætis samstaða virðist vera um hvert markmiðið er mun í kosningabaráttunni fram undan verða tekist á um hver sé rétta leiðin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram raunhæfar tillögur sem munu bera árangur og sem hægt er að hrinda í framkvæmd strax. Eitt mikilvægasta skrefið í átt að bættum hag almennings er að lækka skatta. Sjálfstæðisflokkurinn er eina stjórnmálaaflið sem gerir lækkun skatta að forgangsatriði á nýju kjörtímabili. Lækkun á tekjuskatti einstaklinga skilar fólki strax hærri ráðstöfunartekjum, sem léttir undir með rekstri heimilanna, og með því að lækka tryggingagjaldið er létt undir með fyrirtækjum að skapa fleiri störf. Samhliða verður að ráðast í umbætur á skattlöggjöfinni með það fyrir augum að gera kerfið gegnsærra og skilvirkara. Mikilvægt skref í þeim aðgerðum er að afnema þrepaskiptingu tekjuskatts og lækka virðisaukaskatt sem jafnframt verði í aðeins í einu þrepi. En er skynsamlegt að lækka skatta þegar staða ríkissjóðs er jafn bágborin og raun ber vitni? Svarið er já – það er beinlínis nauðsynlegt. Fjöldi fólks stendur ekki undir þeirri skattbyrði sem ríkið leggur á herðar þess og komið hefur fram að tæplega helmingur heimila í landinu nær ekki endum saman um mánaðamót. Almenningur var ekki spurður þegar ríkisstjórnin hækkaði skatta og gjöld upp úr öllu valdi hvernig hann gæti skorið niður í sínum heimilisrekstri og forgangsraðað. Ríkið verður rétt eins og heimilin að forgangsraða í sínum rekstri og aðlaga sig að efnahagslegum raunveruleika landsins. Veruleikinn er sá að núverandi skattastefna hamlar verðmætasköpun í samfélaginu og letur fólk til góðra verka. Ríkisvaldið býr ekki til verðmæti heldur fólkið í landinu með atorku sinni og hugviti. Skattheimta hins opinbera verður því að vera hvetjandi svo að skilyrði til verðmætasköpunar séu sem best. Aðeins þannig geta heimilin og fyrirtækin í landinu drifið áfram hagvöxt á öllum sviðum atvinnulífsins svo hið opinbera geti fjármagnað og staðið undir öflugu velferðarkerfi. Um þetta snúast kosningarnar í vor og þess vegna á Sjálfstæðisflokkurinn erindi við kjósendur.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun