Íslenskur læknir í Boston aldrei upplifað annað eins Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 18. apríl 2013 07:00 Ólöf Viktorsdóttir „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt. Aðrir læknar á spítalanum lýstu svipuðum aðstæðum þann 11. september, en þá var allur spítalinn í viðbragsstöðu og eins þegar næturklúbbur brann í nærliggjandi ríki fyrir nokkrum árum,“ segir Ólöf Viktorsdóttir, svæfinga- og gjörgæslulæknir á Massachusetts General-spítalanum í Boston. Ólöf var á vakt á spítalanum þegar sprengjuárásin í maraþoninu varð á mánudag. Ólöf segir daginn vera almennan frídag í Boston og að flestir spítalar hafi aðeins verið mannaðir eins og það væri helgi. „Það er hins vegar ekki gefið frí á þessum degi á Mass General þannig að það var sem betur fer nóg starfsfólk til að taka á móti sjúklingum.“ Hún var í vinnunni þegar fréttirnar af sprengingunum bárust. „Allt var mjög óljóst til að byrja með, hversu margir voru særðir og hversu alvarlega. Öllum aðgerðum sem voru skipulagðar þennan eftirmiðdag var frestað og allar lausar skurðstofur snarlega settar í stand til að taka á móti særðum sjúklingum frá maraþoninu. Allt gerðist mjög hratt og innan við hálftíma eftir atburðinn voru komnir sjö sjúklingar til okkar inn á skurðstofurnar.“ Eins og fram hefur komið eru þrír látnir eftir sprengjuárásina, og nú er talið að 176 hafi særst. Hluti þessa fólks kom á Mass General. „Alls kom 31 sjúklingur á spítalann, með misslæm meiðsli. Allt frá skrámum að alvarlegum brunasárum og sérstaklega virtust vera mikil meiðsli á neðri útlimum. Margir misstu fótlegg,“ segir hún. Ólöf segir stemninguna í borginni nú vera undarlega en yfirvegaða á sama tíma. „Allir eru mjög slegnir og það er ekki um annað talað. Samt sem áður heldur fólk ró sinni og lífið heldur að mestu áfram eins og vanalega.“ Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
„Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt. Aðrir læknar á spítalanum lýstu svipuðum aðstæðum þann 11. september, en þá var allur spítalinn í viðbragsstöðu og eins þegar næturklúbbur brann í nærliggjandi ríki fyrir nokkrum árum,“ segir Ólöf Viktorsdóttir, svæfinga- og gjörgæslulæknir á Massachusetts General-spítalanum í Boston. Ólöf var á vakt á spítalanum þegar sprengjuárásin í maraþoninu varð á mánudag. Ólöf segir daginn vera almennan frídag í Boston og að flestir spítalar hafi aðeins verið mannaðir eins og það væri helgi. „Það er hins vegar ekki gefið frí á þessum degi á Mass General þannig að það var sem betur fer nóg starfsfólk til að taka á móti sjúklingum.“ Hún var í vinnunni þegar fréttirnar af sprengingunum bárust. „Allt var mjög óljóst til að byrja með, hversu margir voru særðir og hversu alvarlega. Öllum aðgerðum sem voru skipulagðar þennan eftirmiðdag var frestað og allar lausar skurðstofur snarlega settar í stand til að taka á móti særðum sjúklingum frá maraþoninu. Allt gerðist mjög hratt og innan við hálftíma eftir atburðinn voru komnir sjö sjúklingar til okkar inn á skurðstofurnar.“ Eins og fram hefur komið eru þrír látnir eftir sprengjuárásina, og nú er talið að 176 hafi særst. Hluti þessa fólks kom á Mass General. „Alls kom 31 sjúklingur á spítalann, með misslæm meiðsli. Allt frá skrámum að alvarlegum brunasárum og sérstaklega virtust vera mikil meiðsli á neðri útlimum. Margir misstu fótlegg,“ segir hún. Ólöf segir stemninguna í borginni nú vera undarlega en yfirvegaða á sama tíma. „Allir eru mjög slegnir og það er ekki um annað talað. Samt sem áður heldur fólk ró sinni og lífið heldur að mestu áfram eins og vanalega.“
Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira