Lífið

Óli Geir styður kærustu sína alla leið

Hanna Ólafsdóttir skrifar
Ásdís Lísaer hálfíslensk en tekur þátt í fegurðarsamkeppni í heimalandi móður hennar.
Ásdís Lísaer hálfíslensk en tekur þátt í fegurðarsamkeppni í heimalandi móður hennar. Fréttablaðið/Valli
„Keppnin stendur yfir í um tvær vikur og hún er í fullum gangi núna. Henni gengur bara alveg ótrúlega vel, enda er þetta stórglæsileg stelpa,“ segir Ólafur Geir Jónsson, betur þekktur sem DJ Óli, um kærustu sína, Ásdísi Lísu Karlsdóttur. Hún er nú stödd í Filippseyjum þar sem hún tekur þátt í fegurðarsamkeppni sem er undankeppni fyrir Ungfrú heimur.

Ásdís Lísa hefur búið á Íslandi alla tíð en móðir hennar er frá Filippseyjum og faðir hennar er íslenskur. Hún hefur áður tekið þátt í fegurðarsamkeppni sem haldin var í Noregi þar sem hún hafnaði í öðru sæti og fékk þá boð um að taka þátt í keppninni í Filippseyjum.

Að sögn Óla Geirs er dagskrá keppninnar ströng og umfang hennar allt mun stærra en í fegurðarsamkeppnum hér á landi. „Þær vakna klukkan fimm á hverjum morgni og eru með stanslausa dagskrá til klukkan tvö að nóttu. Þær eru ekkert á djamminu eða neitt svoleiðis og mega ekki einu sinni hafa síma á sér. Það myndu ekki allir ferðast einir hinum megin á hnöttinn og taka þátt í svona keppni. Þetta er stór biti í reynslubankann en hún stendur sig eins og hetja.“

Óli Geir er í góðu sambandi við kærustu sína úti sem hann styður vel við bakið á. „Þetta getur opnað mörg tækifæri fyrir hana úti og við vitum að módelskrifstofurnar eru að fylgjast vel með henni.“

Stoltur Óli Geirer stoltur af kærustu sinni.
Hvetur fólk til að "læka"

Samhliða keppninni fer fram netkosning sem að sögn Óla Geirs getur haft áhrif á gengi ­Ásdísar Lísu í keppninni. Sem stendur er hún í 3 til fjórða sæti með um 3200 „læk,“ og hvetur Óli Geir landa sýna til að smella einu læki á stelpuna og sýna stuðning í verki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.