Lífið

Selur þriðja glæsihýsið á nokkrum mánuðum

Hasarmyndahetjan Dwayne Johnson er búinn að setja glæsihýsi sitt í Flórída á sölu en á síðustu tveimur mánuðum hefur hann selt tvö önnur glæsihýsi, eitt rétt hjá því sem hann er með á sölu núna og annað í Kaliforníu.

Húsið sem hann er nýbúinn að setja á sölu er falt fyrir tæpar þrjár milljónir dollara, tæplega 370 milljónir króna. Dwayne, sem gengur oft undir listamannsnafninu The Rock, er reyndar líka til í að leigja það út á nítján þúsund dollara á mánuði, rúmar tvær milljónir króna.

Húsið er á tveimur hæðum og búið sex svefnherbergjum og sjö baðherbergjum. Þá eru einnig fimm gosbrunnar við eignina. Ekki slæmt!

Kaflaskiptar línur.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.