Hlaðborð af íslensku efni fyrir hressa krakka Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. júlí 2013 18:00 Guðbjörg með tvö af þremur börnum sínum, þau Önnu og Tryggva. Slaufa kanína vildi líka endilega fá að vera með á myndinni. Fréttablaðið/GVA Krakkalakkar er nýtt tímarit fyrir litla snillinga. Þar eru hugmyndir að skemmtilegum leikjum sem meðal annars henta vel á ferðalögum. Ritstjóri er Guðbjörg Gissurardóttir. „Það kom margt gott fólk að þessu verkefni, bæði með efni og hugmyndir,“ segir Guðbjörg Gissurardóttir, ritstjóri hins nýja barnablaðs Krakkalakkar. „Þegar við fórum að skipuleggja blaðið fundum við að okkur langaði að miðla því sem við gerðum í okkar æsku því síðan hefur margt breyst. Það er komið svo mikið af afþreyingu fyrir börn sem krefst lítils af þeim. Við erum ekkert á móti tölvum eða góðu sjónvarpsefni en þetta er annar miðill og með honum langar okkur að örva sköpunargáfu barna og framkvæmdagleði og gefa þeim hugmyndir að viðfangsefnum, meðal annars með því að sýna þeim góðar fyrirmyndir.“ Guðbjörg hefur gefið út tímarit í þrjú ár sem heitir Í boði náttúrunnar. Þar kveðst hún hafa náð að koma öllum sínum áhugamálum á einn stað, nema börnum. „Síðan ég hóf útgáfu hef ég haft bak við eyrað að gefa út tímarit bara fyrir krakka og nú er ég loksins að láta verða af því,“ segir hún „Þetta er prufa. Það hefur vantað barnablað á Íslandi í áraraðir.“ Krakkalakkar er ætlað börnum á aldrinum 6 til 12 ára og er án auglýsinga. Eva Þorgeirsdóttir er aðstoðarritstjóri og Erla Björg Gunnarsdóttir er líka í ritstjórn. „Við tókum ár í að safna í blaðið og afraksturinn er hlaðborð af íslensku efni fyrir hressa krakka, til dæmis um fjársjóð í fjörunni, veiðiferðina miklu og svo kennum við þeim að gera krossgátur sjálf. Orðatiltæki eru á flestum síðum Krakkalakka og Hafsteinn krabbi leynist víða. Aftast eru svo spurningar um efni blaðsins, allt þetta býður upp á að farið sé í gegnum það aftur og aftur.“ Hvernig skyldu viðtökur svo hafa verið? „Allir virðast glaðir sem sjá tímaritið, jafnt fullorðnir sem börn. Það er líka lykillinn að því að svona blað geti gengið að foreldrar sjái eitthvað þar sem þeir vilja að barnið skoði.“ Guðbjörg kveðst alltaf hafa haft áhuga á börnum. „Ég var forfallin barnapía þegar ég var að alast upp í Fellahverfinu í Breiðholti. Var með lista yfir krakka sem ég fékk að passa og þegar flest var voru 18 á þeim lista. Ég smalaði börnum í blokkinni saman, rak þau út á róló og var þar í dagmömmuleik. Allt fyrir ánægjuna.“ Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fleiri fréttir Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Sjá meira
Krakkalakkar er nýtt tímarit fyrir litla snillinga. Þar eru hugmyndir að skemmtilegum leikjum sem meðal annars henta vel á ferðalögum. Ritstjóri er Guðbjörg Gissurardóttir. „Það kom margt gott fólk að þessu verkefni, bæði með efni og hugmyndir,“ segir Guðbjörg Gissurardóttir, ritstjóri hins nýja barnablaðs Krakkalakkar. „Þegar við fórum að skipuleggja blaðið fundum við að okkur langaði að miðla því sem við gerðum í okkar æsku því síðan hefur margt breyst. Það er komið svo mikið af afþreyingu fyrir börn sem krefst lítils af þeim. Við erum ekkert á móti tölvum eða góðu sjónvarpsefni en þetta er annar miðill og með honum langar okkur að örva sköpunargáfu barna og framkvæmdagleði og gefa þeim hugmyndir að viðfangsefnum, meðal annars með því að sýna þeim góðar fyrirmyndir.“ Guðbjörg hefur gefið út tímarit í þrjú ár sem heitir Í boði náttúrunnar. Þar kveðst hún hafa náð að koma öllum sínum áhugamálum á einn stað, nema börnum. „Síðan ég hóf útgáfu hef ég haft bak við eyrað að gefa út tímarit bara fyrir krakka og nú er ég loksins að láta verða af því,“ segir hún „Þetta er prufa. Það hefur vantað barnablað á Íslandi í áraraðir.“ Krakkalakkar er ætlað börnum á aldrinum 6 til 12 ára og er án auglýsinga. Eva Þorgeirsdóttir er aðstoðarritstjóri og Erla Björg Gunnarsdóttir er líka í ritstjórn. „Við tókum ár í að safna í blaðið og afraksturinn er hlaðborð af íslensku efni fyrir hressa krakka, til dæmis um fjársjóð í fjörunni, veiðiferðina miklu og svo kennum við þeim að gera krossgátur sjálf. Orðatiltæki eru á flestum síðum Krakkalakka og Hafsteinn krabbi leynist víða. Aftast eru svo spurningar um efni blaðsins, allt þetta býður upp á að farið sé í gegnum það aftur og aftur.“ Hvernig skyldu viðtökur svo hafa verið? „Allir virðast glaðir sem sjá tímaritið, jafnt fullorðnir sem börn. Það er líka lykillinn að því að svona blað geti gengið að foreldrar sjái eitthvað þar sem þeir vilja að barnið skoði.“ Guðbjörg kveðst alltaf hafa haft áhuga á börnum. „Ég var forfallin barnapía þegar ég var að alast upp í Fellahverfinu í Breiðholti. Var með lista yfir krakka sem ég fékk að passa og þegar flest var voru 18 á þeim lista. Ég smalaði börnum í blokkinni saman, rak þau út á róló og var þar í dagmömmuleik. Allt fyrir ánægjuna.“
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fleiri fréttir Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Sjá meira