Lífið

Chris Rock á plötu Eminem?

Eminem og Chris Rock hljóðrituðu hugsanlega saman lag fyrir næstu plötu rapparans.
Eminem og Chris Rock hljóðrituðu hugsanlega saman lag fyrir næstu plötu rapparans.

Gamanleikarinn Chris Rock hefur gefið til kynna að svo gæti verið að honum bregði fyrir á nýrri stúdíóplötu Eminem, sem rapparinn er kominn vel á leið með að klára. Grínarinn birti í vikunni ljósmynd af sér og Eminem saman í hljóðveri. „Ég má ekkert segja um þetta,“ sagði hann í viðtali við Fuse. „Ég var með á plötunni hans Kanye West, kannski verð ég á Eminem-plötunni,“ bætti hann við, en Rock var í gestahlutverki í laginu Blame Game á hinni margrómuðu plötu Kanye West, My Beautiful Dark Twisted Fantasy frá 2011.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.