„Sænskt munntóbak er ekki krabbameinsvaldandi" Jóhannes Stefánsson skrifar 16. maí 2013 15:09 Sænskt munntóbak er mun skaðminna en reyktóbak, en þó ekki skaðlaust Mynd/ Getty/ Landspítali „Sænskt munntóbak er ekki krabbameinsvaldandi samkvæmt fjölmörgum löngum og stórum rannsóknum í Svíþjóð, þó að sumir tannlæknar og einstaka krabbameinslæknar hafi haldið því fram," segir Hannes Hjartarson, háls- nef- og eyrnalæknir sem hefur starfað árum saman við lækningar á krabbameini í höfði og hálsi. Hannes segir sænska munntóbakið þó ekki skaðlaust, enda skemmi það slímhúð og valdi ofholdgun og bólgum. Hannes segist þó ekki vita hvort íslenska neftóbakið, sem stundum er sett í vör, sé krabbameinsvaldandi. „Nú eru menn farnir að nota íslenskt neftóbak í munninn, það eru engar rannsóknir til um það og þetta er það nýlega byrjað [notkun þess í vör innsk. blm.] að við getum ekkert sagt fyrir um það hvort það sé krabbameinsvaldandi." Hannes segir þó að allt bendi til þess að neftóbak sem notað er í nefið sé ekki krabbameinsvaldandi.Áfangasigur fyrir reykingamenn að nota munntóbak Aðspurður um það hvort það sé rétt að neysla munntóbaks sé skaðminni en tóbaksreykingar segir Hannes: „Það er náttúrulega skaðminna en reykingar, það er bara staðreynd." Hannes segir að notkun munntóbaks geti komið sér vel fyrir þá sem hafa beitt öllum tiltækum ráðum til að hætta að reykja en ekki haft erindi sem erfiði. „Ég get nú persónulega mælt með því að menn [reykingamenn innsk. blm.] geti notað sænskt munntóbak, sem búið er að rannsaka í áratugi, og menn vita að sé ekki krabbameinsvaldandi. Þá er það hiklaust áfangasigur í því samhengi." Þá bætir Hannes við: „Þá er ég sammála því að þannig gæti það bjargað mannslífum."Segir órökrétt að banna innflutning á sænsku munntóbaki Hannes segir að það skjóti skökku við að komið sé í veg fyrir innflutning á vöru sem er mun skaðminni heldur en reyktóbak. „Ég myndi frekar banna innflutning á sígarettum og vindlum heldur en sænsku munntóbaki," segir Hannes. Íslenska neftóbakið er ólíkt því sænska, sem lengi hefur verið notað í vör, að því leyti að kornastærð hins íslenska er mun stærri og það er grófara en hið sænska. Þá er sænska munntóbakið oft rakt en hið íslenska þurrt. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
„Sænskt munntóbak er ekki krabbameinsvaldandi samkvæmt fjölmörgum löngum og stórum rannsóknum í Svíþjóð, þó að sumir tannlæknar og einstaka krabbameinslæknar hafi haldið því fram," segir Hannes Hjartarson, háls- nef- og eyrnalæknir sem hefur starfað árum saman við lækningar á krabbameini í höfði og hálsi. Hannes segir sænska munntóbakið þó ekki skaðlaust, enda skemmi það slímhúð og valdi ofholdgun og bólgum. Hannes segist þó ekki vita hvort íslenska neftóbakið, sem stundum er sett í vör, sé krabbameinsvaldandi. „Nú eru menn farnir að nota íslenskt neftóbak í munninn, það eru engar rannsóknir til um það og þetta er það nýlega byrjað [notkun þess í vör innsk. blm.] að við getum ekkert sagt fyrir um það hvort það sé krabbameinsvaldandi." Hannes segir þó að allt bendi til þess að neftóbak sem notað er í nefið sé ekki krabbameinsvaldandi.Áfangasigur fyrir reykingamenn að nota munntóbak Aðspurður um það hvort það sé rétt að neysla munntóbaks sé skaðminni en tóbaksreykingar segir Hannes: „Það er náttúrulega skaðminna en reykingar, það er bara staðreynd." Hannes segir að notkun munntóbaks geti komið sér vel fyrir þá sem hafa beitt öllum tiltækum ráðum til að hætta að reykja en ekki haft erindi sem erfiði. „Ég get nú persónulega mælt með því að menn [reykingamenn innsk. blm.] geti notað sænskt munntóbak, sem búið er að rannsaka í áratugi, og menn vita að sé ekki krabbameinsvaldandi. Þá er það hiklaust áfangasigur í því samhengi." Þá bætir Hannes við: „Þá er ég sammála því að þannig gæti það bjargað mannslífum."Segir órökrétt að banna innflutning á sænsku munntóbaki Hannes segir að það skjóti skökku við að komið sé í veg fyrir innflutning á vöru sem er mun skaðminni heldur en reyktóbak. „Ég myndi frekar banna innflutning á sígarettum og vindlum heldur en sænsku munntóbaki," segir Hannes. Íslenska neftóbakið er ólíkt því sænska, sem lengi hefur verið notað í vör, að því leyti að kornastærð hins íslenska er mun stærri og það er grófara en hið sænska. Þá er sænska munntóbakið oft rakt en hið íslenska þurrt.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira