Hernaðurinn gegn undrum Mývatnssveitar Ómar Þ. Ragnarsson skrifar 16. maí 2013 11:00 Árið 1992 undirrituðu Íslendingar Ríó-sáttmálann um að sjálfbær þróun yrði höfð í hávegum, rányrkja lögð af og náttúran látin njóta vafans. Undirritun okkar hefur reynst marklaus og ekki pappírsins virði, og er saga gufuaflsvirkjananna eitt versta dæmið um það. Í stað sjálfbærrar þróunar er aðeins gert ráð fyrir því í forsendum virkjananna að orkuforði þeirra endist í skitin 50 ár, helst skemur, eins og ætlunin er með Eldvarpavirkjun, en samt er gumað af því um heim allan að um „endurnýjanlega og hreina orku“ sé að ræða. Saga virkjananna er saga slæmra mistaka, rányrkju og loforða, sem stóðust ekki. Fyrir áratug var gefið grænt ljós á tvær gufuaflsvirkjanir, Hellisheiðarvirkjun og Bjarnarflagsvirkjun, á grundvelli mats á umhverfisáhrifum og lofað pottþéttum lausnum varðandi loftmengun og affallsvatn. Hellisheiðarvirkjun reis og nú er ljóst að ekki hefur verið orð að marka af loforðunum um lausnir á þessum vandamálum þar, heldur er uppgjöfin alger. Stækkun hefur verið frestað að minnsta kosti fram yfir 2020 og beðið um frest til jafn langs tíma til þess að rannsaka, hvort hægt sé að leysa þessi vandamál! Ofan á þetta hafa bæst ónefnd vandamál við niðurdælingu: manngerðir jarðskjálftar. Viðurkennt opinberlegaNú mætti ætla að í ljósi þessara ófara myndu menn fara að með gát við Mývatn, sem býr yfir einstæðu og heimsfrægu samspili lífríkis og jarðmyndana, ekki hvað síst vegna þess að Bjarnarflagsvirkjun verður fimm sinnum nær byggð en Hellisheiðarvirkjun. Aðeins 2,8 kílómetrar eru frá virkjuninni í grunnskólann í næstu byggð og tæpir fjórir kílómetrar frá virkjuninni til vatnsins eftir hallandi landi. Ég varaði við þessu í blaðagrein fyrir hálfu öðru ári og á bloggsíðu minni undanfarin ár og hef birt loftmyndir af affallsvatni, sem rennur í átt að vatninu úr þrjátíu sinnum minni virkjun en ætlunin er að reisa og loftmyndir af sístækkandi vatni í 10 kílómetra fjarlægð frá Kröfluvirkjun. Á íbúafundi í fyrra var samt sagt að vandamálið hefði þegar verið leyst! Svipað svar fékkst þegar ég birti myndir af affallsvatni virkjana hér syðra og lét fylgja með að grafa yrði skurð fyrir 1,5 milljarða króna frá Svartsengi til sjávar til að leysa það vandamál. Sagt var að þetta væri forkastanlegur þvættingur og upplognar ásakanir. Ári síðar var viðurkennt opinberlega að svona væri í pottinn búið. Með ólíkindumNýlega sá ég vandaða og ítarlega vísindalega umfjöllun um hið viðkvæma og flókna neðanjarðarstreymi vatns fyrir austan Mývatn, sem er forsenda lífríkisins í vatninu. Í mati á umhverfisáhrifum Bjarnarflagsvirkjunar blasir við stórkostlegur vafi á því hvaða áhrif gufuaflsvirkjun þarna muni hafa á þessa forsendu frægðar Mývatns, sem dregur að sér sívaxandi fjölda ferðamanna. Samt á að drífa í að virkja – sjálft Mývatn fær ekki að njóta vafans. Ástæðan er einföld: Það er hægt að byrja fyrr á að afhenda orkuna þaðan til Bakka en frá Þeistareykjum. Þeir sem hafa efasemdir eða andæfa eru kallaðir öfgamenn en hinir sem vilja virkja allt talsmenn skynsemi og hófsemdar. Í umhverfismatinu koma fram þrír möguleikar áhrifa virkjunarinnar á Hveraröndina – eina hverasvæðið af sínu tagi sem er alveg við hringveginn: 1. Engin áhrif verða á hverasvæðið. 2. Hverirnir munu minnka eða hverfa. 3. Hveravirknin mun aukast. Það er með ólíkindum að jafnvel þótt svona gríðarleg óvissa komi fram skuli virkjunin eiga að njóta vafans en Mývatn ekki, enda búið að afnema lögin um friðlýsingu Laxár og Mývatns. Engir lærdómar dregnirNú er lofað að rannsaka jafnóðum hvaða áhrif virkjunin hafi og að bregðast þá við. Svona loforð hafa verið gefin áður, ekki bara á Hellisheiði, heldur var reynt að rannsaka hvaða áhrif Kísiliðjan hefði á Mývatn, en yfirleitt taka svona rannsóknir áratugi og þá er það oftast of seint. Sams konar loforðalisti er nú settur fram við Bjarnarflagsvirkjun og við virkjanir syðra. Hvers vegna ætti hann að verða marktækari en loforðin hér syðra? Hvers vegna má ekki að minnsta kosti bíða og sjá hvernig gengur að vinna úr vandamálunum hér syðra áður en menn æða af stað fyrir norðan? Blekkingum beittFyrir 43 árum átti að virkja við Laxá og Mývatn og Nóbelskáldið reit greinina „Hernaðurinn gegn landinu“. Hún er enn í fullu gildi. Fyrir dyrum standa virkjanaframkvæmdir við Kröflu sem munu eyðileggja ásýnd hins einstæða svæðis „Leirhnjúkur-Gjástykki“. Í mati á umhverfisáhrifum er beitt blekkingum. Auk þess liggja helstu náttúruperlur nyrðra og um allt land undir skemmdum vegna hinnar íslensku blöndu af nísku, græðgi og sérhagsmunum. Engir lærdómar eru dregnir af meira en 100 ára reynslu í „landi frelsisins“, Bandaríkjunum, sem ég sýndi í sjónvarpi fyrir fjórtán árum. Mývatn er komið á válista vegna hnignunar lífríkisins. Vatnið var ekki látið njóta vafans þegar kísilnám stóð þar yfir. Þingvallavatn er að falla úr a-flokki í b-flokk vegna mengunar. Við bæði þessi einstæðu vötn gerist þetta vegna kæruleysis, græðgi og rányrkju á kostnað komandi kynslóða. Ætlum við að halda svona áfram endalaust, þjóðin, sem á að vera vörslumenn einhverra einstæðustu náttúruverðmæta heimsins fyrir komandi kynslóðir og mannkyn allt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Árið 1992 undirrituðu Íslendingar Ríó-sáttmálann um að sjálfbær þróun yrði höfð í hávegum, rányrkja lögð af og náttúran látin njóta vafans. Undirritun okkar hefur reynst marklaus og ekki pappírsins virði, og er saga gufuaflsvirkjananna eitt versta dæmið um það. Í stað sjálfbærrar þróunar er aðeins gert ráð fyrir því í forsendum virkjananna að orkuforði þeirra endist í skitin 50 ár, helst skemur, eins og ætlunin er með Eldvarpavirkjun, en samt er gumað af því um heim allan að um „endurnýjanlega og hreina orku“ sé að ræða. Saga virkjananna er saga slæmra mistaka, rányrkju og loforða, sem stóðust ekki. Fyrir áratug var gefið grænt ljós á tvær gufuaflsvirkjanir, Hellisheiðarvirkjun og Bjarnarflagsvirkjun, á grundvelli mats á umhverfisáhrifum og lofað pottþéttum lausnum varðandi loftmengun og affallsvatn. Hellisheiðarvirkjun reis og nú er ljóst að ekki hefur verið orð að marka af loforðunum um lausnir á þessum vandamálum þar, heldur er uppgjöfin alger. Stækkun hefur verið frestað að minnsta kosti fram yfir 2020 og beðið um frest til jafn langs tíma til þess að rannsaka, hvort hægt sé að leysa þessi vandamál! Ofan á þetta hafa bæst ónefnd vandamál við niðurdælingu: manngerðir jarðskjálftar. Viðurkennt opinberlegaNú mætti ætla að í ljósi þessara ófara myndu menn fara að með gát við Mývatn, sem býr yfir einstæðu og heimsfrægu samspili lífríkis og jarðmyndana, ekki hvað síst vegna þess að Bjarnarflagsvirkjun verður fimm sinnum nær byggð en Hellisheiðarvirkjun. Aðeins 2,8 kílómetrar eru frá virkjuninni í grunnskólann í næstu byggð og tæpir fjórir kílómetrar frá virkjuninni til vatnsins eftir hallandi landi. Ég varaði við þessu í blaðagrein fyrir hálfu öðru ári og á bloggsíðu minni undanfarin ár og hef birt loftmyndir af affallsvatni, sem rennur í átt að vatninu úr þrjátíu sinnum minni virkjun en ætlunin er að reisa og loftmyndir af sístækkandi vatni í 10 kílómetra fjarlægð frá Kröfluvirkjun. Á íbúafundi í fyrra var samt sagt að vandamálið hefði þegar verið leyst! Svipað svar fékkst þegar ég birti myndir af affallsvatni virkjana hér syðra og lét fylgja með að grafa yrði skurð fyrir 1,5 milljarða króna frá Svartsengi til sjávar til að leysa það vandamál. Sagt var að þetta væri forkastanlegur þvættingur og upplognar ásakanir. Ári síðar var viðurkennt opinberlega að svona væri í pottinn búið. Með ólíkindumNýlega sá ég vandaða og ítarlega vísindalega umfjöllun um hið viðkvæma og flókna neðanjarðarstreymi vatns fyrir austan Mývatn, sem er forsenda lífríkisins í vatninu. Í mati á umhverfisáhrifum Bjarnarflagsvirkjunar blasir við stórkostlegur vafi á því hvaða áhrif gufuaflsvirkjun þarna muni hafa á þessa forsendu frægðar Mývatns, sem dregur að sér sívaxandi fjölda ferðamanna. Samt á að drífa í að virkja – sjálft Mývatn fær ekki að njóta vafans. Ástæðan er einföld: Það er hægt að byrja fyrr á að afhenda orkuna þaðan til Bakka en frá Þeistareykjum. Þeir sem hafa efasemdir eða andæfa eru kallaðir öfgamenn en hinir sem vilja virkja allt talsmenn skynsemi og hófsemdar. Í umhverfismatinu koma fram þrír möguleikar áhrifa virkjunarinnar á Hveraröndina – eina hverasvæðið af sínu tagi sem er alveg við hringveginn: 1. Engin áhrif verða á hverasvæðið. 2. Hverirnir munu minnka eða hverfa. 3. Hveravirknin mun aukast. Það er með ólíkindum að jafnvel þótt svona gríðarleg óvissa komi fram skuli virkjunin eiga að njóta vafans en Mývatn ekki, enda búið að afnema lögin um friðlýsingu Laxár og Mývatns. Engir lærdómar dregnirNú er lofað að rannsaka jafnóðum hvaða áhrif virkjunin hafi og að bregðast þá við. Svona loforð hafa verið gefin áður, ekki bara á Hellisheiði, heldur var reynt að rannsaka hvaða áhrif Kísiliðjan hefði á Mývatn, en yfirleitt taka svona rannsóknir áratugi og þá er það oftast of seint. Sams konar loforðalisti er nú settur fram við Bjarnarflagsvirkjun og við virkjanir syðra. Hvers vegna ætti hann að verða marktækari en loforðin hér syðra? Hvers vegna má ekki að minnsta kosti bíða og sjá hvernig gengur að vinna úr vandamálunum hér syðra áður en menn æða af stað fyrir norðan? Blekkingum beittFyrir 43 árum átti að virkja við Laxá og Mývatn og Nóbelskáldið reit greinina „Hernaðurinn gegn landinu“. Hún er enn í fullu gildi. Fyrir dyrum standa virkjanaframkvæmdir við Kröflu sem munu eyðileggja ásýnd hins einstæða svæðis „Leirhnjúkur-Gjástykki“. Í mati á umhverfisáhrifum er beitt blekkingum. Auk þess liggja helstu náttúruperlur nyrðra og um allt land undir skemmdum vegna hinnar íslensku blöndu af nísku, græðgi og sérhagsmunum. Engir lærdómar eru dregnir af meira en 100 ára reynslu í „landi frelsisins“, Bandaríkjunum, sem ég sýndi í sjónvarpi fyrir fjórtán árum. Mývatn er komið á válista vegna hnignunar lífríkisins. Vatnið var ekki látið njóta vafans þegar kísilnám stóð þar yfir. Þingvallavatn er að falla úr a-flokki í b-flokk vegna mengunar. Við bæði þessi einstæðu vötn gerist þetta vegna kæruleysis, græðgi og rányrkju á kostnað komandi kynslóða. Ætlum við að halda svona áfram endalaust, þjóðin, sem á að vera vörslumenn einhverra einstæðustu náttúruverðmæta heimsins fyrir komandi kynslóðir og mannkyn allt?
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun