Framsókn tekur fylgi frá öllum Brjánn Jónasson skrifar 5. apríl 2013 06:45 Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn hefur helmingast frá því í janúar. Tæp 18 prósent styðja flokkinn nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Framsóknarflokkurinn er meira en tvöfalt stærri. Stjórnarflokkarnir eru með samanlagt 15 prós Framsóknarflokkurinn tekur fylgi af öllum hinum gömlu stjórnmálaflokkunum, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gær og fyrradag. Flokkurinn er í stórsókn og myndu tveir af hverjum fimm kjósendum, 40 prósent, styðja hann samkvæmt könnuninni. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur beðið afhroð og helmingast frá því í janúar. Um 17,8 prósent styðja flokkinn nú, samanborið við nærri 38 prósent þá. Sveiflurnar á fylgi flokkanna mælast mun meiri í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 en í síðustu könnunum annarra könnunarfyrirtækja. Möguleg skýring á þeim mun gæti verið að kannanir Capacent og MMR eru gerðar á mun lengri tíma en könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Þær mæla því fylgið á ákveðnu tímabili meðan könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 mælir stöðuna í gær og fyrradag. Samfylkingin og Vinstri græn tapa bæði fylgi. Samfylkingin er komin undir tíu prósent og hefur stuðningur við flokkinn helmingast frá könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 um miðjan janúar. Vinstri græn mælast nú með stuðning 5,6 prósenta, hættulega nærri fimm prósenta markinu sem flokkar þurfa að ná til að koma mönnum á þing. Björt framtíð og Píratar eru einu nýju framboðin sem myndu ná mönnum á þing yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Björt framtíð tapar fylgi frá síðustu könnun og mælist nú með stuðning 8,3 prósenta. Þá fengi flokkurinn samkvæmt könnuninni fimm þingmenn. Píratar virðast á góðri siglingu og mælast nú með 5,6 prósenta fylgi. Það myndi skila flokknum fjórum þingmönnum yrðu þetta niðurstöður kosninga. Önnur ný framboð mælast með fylgi undir fimm prósentum og ná ekki mönnum á þing miðað við þá niðurstöðu. Kosningar 2013 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn hefur helmingast frá því í janúar. Tæp 18 prósent styðja flokkinn nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Framsóknarflokkurinn er meira en tvöfalt stærri. Stjórnarflokkarnir eru með samanlagt 15 prós Framsóknarflokkurinn tekur fylgi af öllum hinum gömlu stjórnmálaflokkunum, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gær og fyrradag. Flokkurinn er í stórsókn og myndu tveir af hverjum fimm kjósendum, 40 prósent, styðja hann samkvæmt könnuninni. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur beðið afhroð og helmingast frá því í janúar. Um 17,8 prósent styðja flokkinn nú, samanborið við nærri 38 prósent þá. Sveiflurnar á fylgi flokkanna mælast mun meiri í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 en í síðustu könnunum annarra könnunarfyrirtækja. Möguleg skýring á þeim mun gæti verið að kannanir Capacent og MMR eru gerðar á mun lengri tíma en könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Þær mæla því fylgið á ákveðnu tímabili meðan könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 mælir stöðuna í gær og fyrradag. Samfylkingin og Vinstri græn tapa bæði fylgi. Samfylkingin er komin undir tíu prósent og hefur stuðningur við flokkinn helmingast frá könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 um miðjan janúar. Vinstri græn mælast nú með stuðning 5,6 prósenta, hættulega nærri fimm prósenta markinu sem flokkar þurfa að ná til að koma mönnum á þing. Björt framtíð og Píratar eru einu nýju framboðin sem myndu ná mönnum á þing yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Björt framtíð tapar fylgi frá síðustu könnun og mælist nú með stuðning 8,3 prósenta. Þá fengi flokkurinn samkvæmt könnuninni fimm þingmenn. Píratar virðast á góðri siglingu og mælast nú með 5,6 prósenta fylgi. Það myndi skila flokknum fjórum þingmönnum yrðu þetta niðurstöður kosninga. Önnur ný framboð mælast með fylgi undir fimm prósentum og ná ekki mönnum á þing miðað við þá niðurstöðu.
Kosningar 2013 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira