Heræfingarnar burt! Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 4. febrúar 2013 06:00 Á síðustu misserum hafa friðarsinnar fylgst vel með framgöngu borgarstjórnar Reykjavíkur í friðar- og afvopnunarmálum. Núverandi meirihluti hefur það yfirlýsta markmið að Reykjavík skuli vera friðarborg og sú stefna er ekki bara í orði heldur einnig í verki. Borgarstjóri hefur lýst því yfir að hvers kyns heræfingar séu óæskilegar í borgarlandinu og það sama gildir um heimsóknir herflugvéla og herskipa. Valdsvið borgarinnar til að framfylgja þessari stefnu er þó óljóst. Íslensk lög þegja þunnu hljóði þegar kemur að heræfingum, sem þó hafa illu heilli margoft verið haldnar hér á landi. Sá sem hyggst opna pylsuvagn eða skipuleggja skátamót þarf að afla sér hvers kyns leyfa og samþykkis frá viðkomandi sveitarfélagi en umfangsmiklar heræfingar með truflun, röskun og mengunarhættu kalla ekki á neitt slíkt.Tæki fyrir sveitarstjórnir Árið 2008 flutti ég, ásamt nokkrum félögum mínum í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði, frumvörp til breytinga á skipulags- og byggingarlögum annars vegar en lögum um mat á umhverfisáhrifum hins vegar. Gerðu þau ráð fyrir að heræfingar, þar með talið lágflugsæfingar, væru skipulags- og umhverfismatsskyldar. Þar með væri sveitarfélögum gert kleift að setja slíkri starfsemi stólinn fyrir dyrnar. Í umsögn um málið lýsti Eyþing, samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, stuðningi við markmið frumvarpsins. Er kunnara en frá þurfi að segja að íbúar við Eyjafjörð hafa fengið sinn skerf af háværum lágflugsæfingum erlendra orrustuþotna á liðnum árum. Því miður náðu frumvörp þessi ekki fram að ganga á sínum tíma. Fyllsta ástæða er hins vegar til að draga þau fram á ný. Þar með væri friðelskandi sveitarstjórnum sem ekki vilja sjá vígtól í lögsögu sinni gefið öflugt tæki í hendurnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Skoðun Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Sjá meira
Á síðustu misserum hafa friðarsinnar fylgst vel með framgöngu borgarstjórnar Reykjavíkur í friðar- og afvopnunarmálum. Núverandi meirihluti hefur það yfirlýsta markmið að Reykjavík skuli vera friðarborg og sú stefna er ekki bara í orði heldur einnig í verki. Borgarstjóri hefur lýst því yfir að hvers kyns heræfingar séu óæskilegar í borgarlandinu og það sama gildir um heimsóknir herflugvéla og herskipa. Valdsvið borgarinnar til að framfylgja þessari stefnu er þó óljóst. Íslensk lög þegja þunnu hljóði þegar kemur að heræfingum, sem þó hafa illu heilli margoft verið haldnar hér á landi. Sá sem hyggst opna pylsuvagn eða skipuleggja skátamót þarf að afla sér hvers kyns leyfa og samþykkis frá viðkomandi sveitarfélagi en umfangsmiklar heræfingar með truflun, röskun og mengunarhættu kalla ekki á neitt slíkt.Tæki fyrir sveitarstjórnir Árið 2008 flutti ég, ásamt nokkrum félögum mínum í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði, frumvörp til breytinga á skipulags- og byggingarlögum annars vegar en lögum um mat á umhverfisáhrifum hins vegar. Gerðu þau ráð fyrir að heræfingar, þar með talið lágflugsæfingar, væru skipulags- og umhverfismatsskyldar. Þar með væri sveitarfélögum gert kleift að setja slíkri starfsemi stólinn fyrir dyrnar. Í umsögn um málið lýsti Eyþing, samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, stuðningi við markmið frumvarpsins. Er kunnara en frá þurfi að segja að íbúar við Eyjafjörð hafa fengið sinn skerf af háværum lágflugsæfingum erlendra orrustuþotna á liðnum árum. Því miður náðu frumvörp þessi ekki fram að ganga á sínum tíma. Fyllsta ástæða er hins vegar til að draga þau fram á ný. Þar með væri friðelskandi sveitarstjórnum sem ekki vilja sjá vígtól í lögsögu sinni gefið öflugt tæki í hendurnar.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar