Hvað áttu margar kærustur? Tinna Sigurðardóttir skrifar 1. júní 2013 07:00 Ég ræði oft við frænda minn, 10 ára gutta, um stelpurnar í lífi hans. Ég spyr hann hvaða stelpum hann er skotinn í og hvað hann eigi margar kærustur. Þetta höfum við gert síðan hann varð skotinn í fyrstu stelpunni, þá fimm ára gamall. Ég áttaði mig á því um daginn hvað það væri rangt af mér að spyrja þessarar spurningar: „Hvað áttu margar kærustur?“ Frá því að hann var fimm ára hef ég gefið í skyn að það sé í lagi að eiga margar kærustur, að vera með fleirum en einni manneskju í einu. Að eiga margar kærustur er ekki í lagi. Þótt maður sé bara 10 ára. Hann sagði mér frá stelpu sem er alltaf að biðja hann um að byrja með sér en hún á samt kærasta. Þetta fannst mér sniðugt og grínaðist í honum að hann væri bara svona sætur og skemmtilegur að hún vildi hafa hann líka sem kærasta. Á þeirri stundu datt mér ekki í hug að segja honum að maður á bara að eiga eina kærustu í einu. Þegar ég settist upp í bílinn minn og keyrði heim fór ég að hugsa. Sætleiki og skemmtilegheit réttlæta ekki framhjáhald. Við getum ekki komið í veg fyrir framhjáhald í heild sinni en við getum miðlað okkar þekkingu og reynslu áfram, sérstaklega til barnanna okkar, þegar þau eru að mótast. Það getum við gert um sambönd rétt eins og um áfengis- og vímuefnaneyslu, ofbeldi, einelti, jafnrétti og réttlæti, svo dæmi séu nefnd. Kennum börnunum hvað er rétt og hvað er rangt frá upphafi. Þau eru alltaf að læra og þurfa að læra þetta eins og allt hitt í lífinu. Sambönd eru víst afskaplega mikilvæg. Brot á trausti fer illa með fólk og sprengir sambönd. Að eiga margar kærustur er framhjáhald. Framhjáhald er ekki í lagi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Ég ræði oft við frænda minn, 10 ára gutta, um stelpurnar í lífi hans. Ég spyr hann hvaða stelpum hann er skotinn í og hvað hann eigi margar kærustur. Þetta höfum við gert síðan hann varð skotinn í fyrstu stelpunni, þá fimm ára gamall. Ég áttaði mig á því um daginn hvað það væri rangt af mér að spyrja þessarar spurningar: „Hvað áttu margar kærustur?“ Frá því að hann var fimm ára hef ég gefið í skyn að það sé í lagi að eiga margar kærustur, að vera með fleirum en einni manneskju í einu. Að eiga margar kærustur er ekki í lagi. Þótt maður sé bara 10 ára. Hann sagði mér frá stelpu sem er alltaf að biðja hann um að byrja með sér en hún á samt kærasta. Þetta fannst mér sniðugt og grínaðist í honum að hann væri bara svona sætur og skemmtilegur að hún vildi hafa hann líka sem kærasta. Á þeirri stundu datt mér ekki í hug að segja honum að maður á bara að eiga eina kærustu í einu. Þegar ég settist upp í bílinn minn og keyrði heim fór ég að hugsa. Sætleiki og skemmtilegheit réttlæta ekki framhjáhald. Við getum ekki komið í veg fyrir framhjáhald í heild sinni en við getum miðlað okkar þekkingu og reynslu áfram, sérstaklega til barnanna okkar, þegar þau eru að mótast. Það getum við gert um sambönd rétt eins og um áfengis- og vímuefnaneyslu, ofbeldi, einelti, jafnrétti og réttlæti, svo dæmi séu nefnd. Kennum börnunum hvað er rétt og hvað er rangt frá upphafi. Þau eru alltaf að læra og þurfa að læra þetta eins og allt hitt í lífinu. Sambönd eru víst afskaplega mikilvæg. Brot á trausti fer illa með fólk og sprengir sambönd. Að eiga margar kærustur er framhjáhald. Framhjáhald er ekki í lagi!
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar