Hvaða lærdóm má draga af PISA? Jóhanna Einarsdóttir skrifar 11. desember 2013 00:00 Nýlega voru kynntar niðurstöður PISA, alþjóðlegrar könnunar á lesskilningi, stærðfræðilæsi og náttúrufræðilæsi 15 ára barna. Í könnuninni er leitast við að meta, ekki einungis þekkingu nemenda úr skólanum heldur einnig hvort þeir geta nýtt hana við nýjar aðstæður. Niðurstöður sýna að íslenskum nemendum hefur hrakað hvað varðar þessa þætti frá síðustu könnunum. Athygli hefur vakið að nemendur af landsbyggðinni koma verr út en nemendur af höfuðborgarsvæðinu, munur er á frammistöðu innflytjenda og innfæddra og piltum hefur farið verulega aftur í lesskilningi og stærðfræðilæsi. Þetta eru slæmar fréttir sem hafa kallað á mikla umræðu í þjóðfélaginu um menntun, skólakerfið, hlutverk heimilanna og ekki síst menntun kennara.Nýtt kennaranám Með lögum frá Alþingi árið 2008 varð nám kennara á öllum skólastigum lengt í fimm ára meistaranám. Vorið 2014 munu fyrstu kennararnir ljúka námi skv. því skipulagi. Í nýju kennaranámi er tekið mið af því hversu flókið kennarastarfið er í nútímasamfélagi og þeir þættir sem PISA mælir hafa allir fengið aukið vægi. Stærðfræði er nú skylda fyrir alla grunnskólakennaranema á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, allir nemar taka sérstök námskeið í læsi og áhersla hefur verið lögð á að efla náttúrufræðimenntun með fé úr Aldarafmælissjóði HÍ. Auk þess sérhæfa kennaranemar sig í ákveðnum greinum og sviðum. Finnar er sú Norðurlandaþjóð sem bestum árangri hefur náð í PISA könnuninni. Kennaranám í Finnlandi er fimm ára háskólanám og hefur það, ásamt þeirri virðingu sem borin er fyrir kennarastéttinni, verið nefnt sem meginskýringin á góðum árangri þeirra. Við væntum þess að nýtt kennaranám muni í framtíðinni skila sér í öflugu og fjölbreyttu skólastarfi og betri námsárangri hér á landi.Takmarkanir PISA PISA könnunin er áreiðanlegur mælikvarði á getu nemenda á því sviði sem könnunin nær til en hún mælir ekki allt sem skiptir máli. Þeir þættir, sem þarna er verið að mæla, eru einungis lítill hluti þess sem aðalnámskrá segir til um að kenna eigi í skólum. Grunnþættir í menntun, sem eru leiðarstef í nýjum námskrám allra skólastiganna, eru: lýðræði og mannréttindi, læsi, sjálfbærni, heibrigði og velferð, jafnrétti og sköpun. Þessa þætti er erfitt að mæla. Niðurstöður PISA könnunarinnar benda þó til þess að töluverður árangur hafi náðst hvað varðar vellíðan barna og viðhorf þeirra til náms. Börnunum okkar líður mun betur í skólanum en áður. Einnig er vert að benda á þá jákvæðu niðurstöðu prófsins að jöfnuður meðal skóla mælist hvergi meiri en hér á landi. Þetta er ótvíræður styrkleiki íslenska skólakerfisins.Menntarannsóknir Niðurstöður PISA kalla á frekari rannsóknir og þær þurfa að skoðast í samhengi við þær rannsóknir sem til eru á kennsluaðferðum og námskrá skólanna. Leita þarf svara við hvaða kennsluaðferðir skila bestum árangi og hvaða þættir valda því að sumum nemendum gengur illa að leysa þau viðfangsefni sem PISA prófar. Við Menntavísindasvið er nú nýlokið viðamikilli rannsókn á starfsháttum í grunnskólum. Þar voru skoðaðir kennsluhættir, kennsluumhverfi og hvernig komið er til móts við einstaklingsmun í skólum. Við höfum einnig gögn sem varpa ljósi á málþroska, orðaforða og lestraráhuga og í hverju munurinn á þeim, sem standa sig vel og þeim, sem gera það ekki, liggur. Mikilvægt er að kanna til hlítar áhrif nýrrar tækni og samfélagsbreytinga á lestur og lesskilning barna og leita nýrra leiða. Til að stuðla að gæðum í skólakerfinu þurfum við að byggja starfið á rannsóknum. Menntarannsóknir eiga að móta stefnu og starfshætti í skólum landsins. Þær eru grunnur þess að við náum að greina og skilja það sem vel er gert og það sem þarf að bæta.Hvatning til að gera betur Niðurstöður PISA könnunarinnar eiga að vera okkur hvatning til að gera betur. Mikilvægt er að líta heildstætt á menntun barna, í leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum og á heimilum. Milli þessara aðila þarf að vera gott samstarf. Menntun barna okkar er sameiginleg ábyrgð alls samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Sjá meira
Nýlega voru kynntar niðurstöður PISA, alþjóðlegrar könnunar á lesskilningi, stærðfræðilæsi og náttúrufræðilæsi 15 ára barna. Í könnuninni er leitast við að meta, ekki einungis þekkingu nemenda úr skólanum heldur einnig hvort þeir geta nýtt hana við nýjar aðstæður. Niðurstöður sýna að íslenskum nemendum hefur hrakað hvað varðar þessa þætti frá síðustu könnunum. Athygli hefur vakið að nemendur af landsbyggðinni koma verr út en nemendur af höfuðborgarsvæðinu, munur er á frammistöðu innflytjenda og innfæddra og piltum hefur farið verulega aftur í lesskilningi og stærðfræðilæsi. Þetta eru slæmar fréttir sem hafa kallað á mikla umræðu í þjóðfélaginu um menntun, skólakerfið, hlutverk heimilanna og ekki síst menntun kennara.Nýtt kennaranám Með lögum frá Alþingi árið 2008 varð nám kennara á öllum skólastigum lengt í fimm ára meistaranám. Vorið 2014 munu fyrstu kennararnir ljúka námi skv. því skipulagi. Í nýju kennaranámi er tekið mið af því hversu flókið kennarastarfið er í nútímasamfélagi og þeir þættir sem PISA mælir hafa allir fengið aukið vægi. Stærðfræði er nú skylda fyrir alla grunnskólakennaranema á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, allir nemar taka sérstök námskeið í læsi og áhersla hefur verið lögð á að efla náttúrufræðimenntun með fé úr Aldarafmælissjóði HÍ. Auk þess sérhæfa kennaranemar sig í ákveðnum greinum og sviðum. Finnar er sú Norðurlandaþjóð sem bestum árangri hefur náð í PISA könnuninni. Kennaranám í Finnlandi er fimm ára háskólanám og hefur það, ásamt þeirri virðingu sem borin er fyrir kennarastéttinni, verið nefnt sem meginskýringin á góðum árangri þeirra. Við væntum þess að nýtt kennaranám muni í framtíðinni skila sér í öflugu og fjölbreyttu skólastarfi og betri námsárangri hér á landi.Takmarkanir PISA PISA könnunin er áreiðanlegur mælikvarði á getu nemenda á því sviði sem könnunin nær til en hún mælir ekki allt sem skiptir máli. Þeir þættir, sem þarna er verið að mæla, eru einungis lítill hluti þess sem aðalnámskrá segir til um að kenna eigi í skólum. Grunnþættir í menntun, sem eru leiðarstef í nýjum námskrám allra skólastiganna, eru: lýðræði og mannréttindi, læsi, sjálfbærni, heibrigði og velferð, jafnrétti og sköpun. Þessa þætti er erfitt að mæla. Niðurstöður PISA könnunarinnar benda þó til þess að töluverður árangur hafi náðst hvað varðar vellíðan barna og viðhorf þeirra til náms. Börnunum okkar líður mun betur í skólanum en áður. Einnig er vert að benda á þá jákvæðu niðurstöðu prófsins að jöfnuður meðal skóla mælist hvergi meiri en hér á landi. Þetta er ótvíræður styrkleiki íslenska skólakerfisins.Menntarannsóknir Niðurstöður PISA kalla á frekari rannsóknir og þær þurfa að skoðast í samhengi við þær rannsóknir sem til eru á kennsluaðferðum og námskrá skólanna. Leita þarf svara við hvaða kennsluaðferðir skila bestum árangi og hvaða þættir valda því að sumum nemendum gengur illa að leysa þau viðfangsefni sem PISA prófar. Við Menntavísindasvið er nú nýlokið viðamikilli rannsókn á starfsháttum í grunnskólum. Þar voru skoðaðir kennsluhættir, kennsluumhverfi og hvernig komið er til móts við einstaklingsmun í skólum. Við höfum einnig gögn sem varpa ljósi á málþroska, orðaforða og lestraráhuga og í hverju munurinn á þeim, sem standa sig vel og þeim, sem gera það ekki, liggur. Mikilvægt er að kanna til hlítar áhrif nýrrar tækni og samfélagsbreytinga á lestur og lesskilning barna og leita nýrra leiða. Til að stuðla að gæðum í skólakerfinu þurfum við að byggja starfið á rannsóknum. Menntarannsóknir eiga að móta stefnu og starfshætti í skólum landsins. Þær eru grunnur þess að við náum að greina og skilja það sem vel er gert og það sem þarf að bæta.Hvatning til að gera betur Niðurstöður PISA könnunarinnar eiga að vera okkur hvatning til að gera betur. Mikilvægt er að líta heildstætt á menntun barna, í leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum og á heimilum. Milli þessara aðila þarf að vera gott samstarf. Menntun barna okkar er sameiginleg ábyrgð alls samfélagsins.
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar