Dysnes við Eyjafjörð verði þjónustuhöfn Norðurslóða Kristján Már Unnarsson skrifar 23. maí 2013 18:45 Félag var stofnað í dag um átján milljarða króna uppbyggingu hafnar á Dysnesi við Eyjafjörð til að þjóna verkefnum á Norðurslóðum. Aðstandendur vonast til að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Dysnes er fimmtán kílómetrum norðan Akureyrar en sveitarfélögin við Eyjafjörð, í gegnum Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Hafnasamlag Norðurlands, stofnuðu félag um Dysneshöfn í dag ásamt Eimskip, Slippnum á Akureyri og verkfræðistofunni Mannviti. Félagið hyggst þegar hefja gerð umhverfismats fyrir höfn með allt að 300 metra viðlegukanti. „Hafnarmannvirki af þessari stærðargráðu vantar við norður Ísland," segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélagsins, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Þýðing Íslands í breyttum heimi er einfaldlega miklu meiri heldur en hún var fyrir fimm árum. Eftir þessu er kallað. Við finnum fyrir áhuga erlendis frá." Höfninni er ætlað að þjóna umsvifum á Grænlandi vegna námavinnslu og olíuleitar, olíuleit á Drekasvæðinu og siglingum yfir Norðurpólinn. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, segir að vegna nálægðar við Akureyri sé Dysnes ákjósanlegur staður fyrir þjónustuhöfn: „Við sjáum þetta sem gríðarleg tækifæri, - og allavega hluti sem við getum ekki bara staðið og horft á gerast. Við verðum að taka frumkvæði í þessu. Við verðum að fara út á markaðinn og kynna Ísland," segir Gylfi. En eru þessi verkefni og tækifæri að bresta á? „Þau eru það, tvímælalaust, og í rauninni mikið nær okkur. Það eru fyrirliggjandi verkefni nú þegar. Ef við hefðum þessa aðstöðu núna gætum við komið þessu í brúk strax," svarar Þorvaldur Lúðvík. Miklar deilur voru á sínum tíma um álver á Dysnesi en forsvarsmenn þessa verkefnis telja að sátt geti orðið meðal Eyfirðinga um Dysneshöfn. Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi á Akureyri, bendir á að þetta sé ekki orkufrekt og þessu fylgi ekki mengun umfram það sem fylgir öðrum mannanna verkum. „Þannig að þetta verður í friði við íbúana og nágrennið," segir Oddur. Hafnargerðin er talin kosta átján milljarða króna. „Stór verkefni sem þarna fara í gang og meiri þjónusta þýðir auðvitað bara aukin atvinna, skatttekjur og svo framvegis. Þetta skilar samfélaginu öllu gríðarlegum ávinningi," segir Þorvaldur Lúðvík. Spurður hvenær framkvæmdir gætu hafist svarar Þorvaldur Lúðvík: „Ef ég á að vera bjartsýnn, þá get ég sagt um mitt árið 2014." Tengdar fréttir Risahöfn og olíuiðnaður inn á skipulag Langanesbyggðar Skipulagsstofnun hefur fallist á aðalskipulag Langanesbyggðar sem gerir ráð fyrir risahöfn í Finnafirði og lóðum undir olíu- og gasiðnað og bíður það nú staðfestingar umhverfisráðherra. Sveitarstjórnarmenn á Norðausturlandi hafa lengi horft til þeirra tækifæra sem siglingar yfir Norðurheimskautið og olíuleit gætu skapað og komu stórskipahöfn í Gunnólfsvík við Langanes inn á aðalskipulag fyrir átta árum. 3. apríl 2013 18:45 Óska eftir að Húsavík verði þjónustuhöfn Drekasvæðis Olíufélög sem undirbúa leit á Drekasvæðinu hafa óskað eftir því að Húsavík verði þjónustuhöfn fyrir borpalla. Umsókn um lóð hefur verið send til bæjarráðs Norðurþings, sem tekur jákvætt í erindið. Fyrstu tvö sérleyfin voru afhent í byrjun janúar og merki sjást nú um að félögin eru byrjuð að undirbúa leitina. Fulltrúar annars leyfishafans, Íslensks kolvetnis, Faroe Petroleum og Petoro, hafa nú sótt um lóð við Húsavíkurhöfn undir aðstöðu til að þjónusta leitarborpalla. Í fundargerð bæjarráðs Norðurþings kemur fram að óskað er eftir svæði til að geyma pípur og borstangir, svæði fyrir sementstanka og leðjutanka, lóð undir vöruhús og tengingum við vatn, olíu og rafmagn. 13. febrúar 2013 18:46 Eyfirðingar þjónusta olíuleitarflota af Drekasvæðinu Floti fjögurra olíurannsóknarskipa kom inn til Akureyrar í dag af Drekasvæðinu til að sækja sér vistir og þjónustu sem og til áhafnaskipta. Eyfirðingar fá þarna forsmekkinn af þeim umsvifum sem vaxandi olíuleit í Norðurhöfum gæti skapað á Íslandi á næstu árum. Rannsóknarskipið Nordic Explorer fer fyrir flotanum en með því eru þrjú fylgdarskip, tvö færeysk og eitt íslenskt, Valberg VE. 10. júlí 2012 20:00 Sækja olíurisarnir um Austur-Grænland? Á næstu dögum skýrist hvort stærstu olíurisar heimsins verða í hópi þeirra sem sækja um olíuleit við Austur-Grænland, - beint norður af Íslandi. Nærri þrjátíu íslensk fyrirtæki og stofnanir búa sig undir að ná þjónustuverkefnum. Margir spá því að ekki aðeins Drekasvæðið verði stórt fyrir Ísland, það verði einnig olíusvæðin við austurströnd Grænlands. 12. desember 2012 18:53 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
Félag var stofnað í dag um átján milljarða króna uppbyggingu hafnar á Dysnesi við Eyjafjörð til að þjóna verkefnum á Norðurslóðum. Aðstandendur vonast til að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Dysnes er fimmtán kílómetrum norðan Akureyrar en sveitarfélögin við Eyjafjörð, í gegnum Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Hafnasamlag Norðurlands, stofnuðu félag um Dysneshöfn í dag ásamt Eimskip, Slippnum á Akureyri og verkfræðistofunni Mannviti. Félagið hyggst þegar hefja gerð umhverfismats fyrir höfn með allt að 300 metra viðlegukanti. „Hafnarmannvirki af þessari stærðargráðu vantar við norður Ísland," segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélagsins, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Þýðing Íslands í breyttum heimi er einfaldlega miklu meiri heldur en hún var fyrir fimm árum. Eftir þessu er kallað. Við finnum fyrir áhuga erlendis frá." Höfninni er ætlað að þjóna umsvifum á Grænlandi vegna námavinnslu og olíuleitar, olíuleit á Drekasvæðinu og siglingum yfir Norðurpólinn. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, segir að vegna nálægðar við Akureyri sé Dysnes ákjósanlegur staður fyrir þjónustuhöfn: „Við sjáum þetta sem gríðarleg tækifæri, - og allavega hluti sem við getum ekki bara staðið og horft á gerast. Við verðum að taka frumkvæði í þessu. Við verðum að fara út á markaðinn og kynna Ísland," segir Gylfi. En eru þessi verkefni og tækifæri að bresta á? „Þau eru það, tvímælalaust, og í rauninni mikið nær okkur. Það eru fyrirliggjandi verkefni nú þegar. Ef við hefðum þessa aðstöðu núna gætum við komið þessu í brúk strax," svarar Þorvaldur Lúðvík. Miklar deilur voru á sínum tíma um álver á Dysnesi en forsvarsmenn þessa verkefnis telja að sátt geti orðið meðal Eyfirðinga um Dysneshöfn. Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi á Akureyri, bendir á að þetta sé ekki orkufrekt og þessu fylgi ekki mengun umfram það sem fylgir öðrum mannanna verkum. „Þannig að þetta verður í friði við íbúana og nágrennið," segir Oddur. Hafnargerðin er talin kosta átján milljarða króna. „Stór verkefni sem þarna fara í gang og meiri þjónusta þýðir auðvitað bara aukin atvinna, skatttekjur og svo framvegis. Þetta skilar samfélaginu öllu gríðarlegum ávinningi," segir Þorvaldur Lúðvík. Spurður hvenær framkvæmdir gætu hafist svarar Þorvaldur Lúðvík: „Ef ég á að vera bjartsýnn, þá get ég sagt um mitt árið 2014."
Tengdar fréttir Risahöfn og olíuiðnaður inn á skipulag Langanesbyggðar Skipulagsstofnun hefur fallist á aðalskipulag Langanesbyggðar sem gerir ráð fyrir risahöfn í Finnafirði og lóðum undir olíu- og gasiðnað og bíður það nú staðfestingar umhverfisráðherra. Sveitarstjórnarmenn á Norðausturlandi hafa lengi horft til þeirra tækifæra sem siglingar yfir Norðurheimskautið og olíuleit gætu skapað og komu stórskipahöfn í Gunnólfsvík við Langanes inn á aðalskipulag fyrir átta árum. 3. apríl 2013 18:45 Óska eftir að Húsavík verði þjónustuhöfn Drekasvæðis Olíufélög sem undirbúa leit á Drekasvæðinu hafa óskað eftir því að Húsavík verði þjónustuhöfn fyrir borpalla. Umsókn um lóð hefur verið send til bæjarráðs Norðurþings, sem tekur jákvætt í erindið. Fyrstu tvö sérleyfin voru afhent í byrjun janúar og merki sjást nú um að félögin eru byrjuð að undirbúa leitina. Fulltrúar annars leyfishafans, Íslensks kolvetnis, Faroe Petroleum og Petoro, hafa nú sótt um lóð við Húsavíkurhöfn undir aðstöðu til að þjónusta leitarborpalla. Í fundargerð bæjarráðs Norðurþings kemur fram að óskað er eftir svæði til að geyma pípur og borstangir, svæði fyrir sementstanka og leðjutanka, lóð undir vöruhús og tengingum við vatn, olíu og rafmagn. 13. febrúar 2013 18:46 Eyfirðingar þjónusta olíuleitarflota af Drekasvæðinu Floti fjögurra olíurannsóknarskipa kom inn til Akureyrar í dag af Drekasvæðinu til að sækja sér vistir og þjónustu sem og til áhafnaskipta. Eyfirðingar fá þarna forsmekkinn af þeim umsvifum sem vaxandi olíuleit í Norðurhöfum gæti skapað á Íslandi á næstu árum. Rannsóknarskipið Nordic Explorer fer fyrir flotanum en með því eru þrjú fylgdarskip, tvö færeysk og eitt íslenskt, Valberg VE. 10. júlí 2012 20:00 Sækja olíurisarnir um Austur-Grænland? Á næstu dögum skýrist hvort stærstu olíurisar heimsins verða í hópi þeirra sem sækja um olíuleit við Austur-Grænland, - beint norður af Íslandi. Nærri þrjátíu íslensk fyrirtæki og stofnanir búa sig undir að ná þjónustuverkefnum. Margir spá því að ekki aðeins Drekasvæðið verði stórt fyrir Ísland, það verði einnig olíusvæðin við austurströnd Grænlands. 12. desember 2012 18:53 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
Risahöfn og olíuiðnaður inn á skipulag Langanesbyggðar Skipulagsstofnun hefur fallist á aðalskipulag Langanesbyggðar sem gerir ráð fyrir risahöfn í Finnafirði og lóðum undir olíu- og gasiðnað og bíður það nú staðfestingar umhverfisráðherra. Sveitarstjórnarmenn á Norðausturlandi hafa lengi horft til þeirra tækifæra sem siglingar yfir Norðurheimskautið og olíuleit gætu skapað og komu stórskipahöfn í Gunnólfsvík við Langanes inn á aðalskipulag fyrir átta árum. 3. apríl 2013 18:45
Óska eftir að Húsavík verði þjónustuhöfn Drekasvæðis Olíufélög sem undirbúa leit á Drekasvæðinu hafa óskað eftir því að Húsavík verði þjónustuhöfn fyrir borpalla. Umsókn um lóð hefur verið send til bæjarráðs Norðurþings, sem tekur jákvætt í erindið. Fyrstu tvö sérleyfin voru afhent í byrjun janúar og merki sjást nú um að félögin eru byrjuð að undirbúa leitina. Fulltrúar annars leyfishafans, Íslensks kolvetnis, Faroe Petroleum og Petoro, hafa nú sótt um lóð við Húsavíkurhöfn undir aðstöðu til að þjónusta leitarborpalla. Í fundargerð bæjarráðs Norðurþings kemur fram að óskað er eftir svæði til að geyma pípur og borstangir, svæði fyrir sementstanka og leðjutanka, lóð undir vöruhús og tengingum við vatn, olíu og rafmagn. 13. febrúar 2013 18:46
Eyfirðingar þjónusta olíuleitarflota af Drekasvæðinu Floti fjögurra olíurannsóknarskipa kom inn til Akureyrar í dag af Drekasvæðinu til að sækja sér vistir og þjónustu sem og til áhafnaskipta. Eyfirðingar fá þarna forsmekkinn af þeim umsvifum sem vaxandi olíuleit í Norðurhöfum gæti skapað á Íslandi á næstu árum. Rannsóknarskipið Nordic Explorer fer fyrir flotanum en með því eru þrjú fylgdarskip, tvö færeysk og eitt íslenskt, Valberg VE. 10. júlí 2012 20:00
Sækja olíurisarnir um Austur-Grænland? Á næstu dögum skýrist hvort stærstu olíurisar heimsins verða í hópi þeirra sem sækja um olíuleit við Austur-Grænland, - beint norður af Íslandi. Nærri þrjátíu íslensk fyrirtæki og stofnanir búa sig undir að ná þjónustuverkefnum. Margir spá því að ekki aðeins Drekasvæðið verði stórt fyrir Ísland, það verði einnig olíusvæðin við austurströnd Grænlands. 12. desember 2012 18:53