Viðskipti erlent

Ný Xbox kynnt til sögunnar

Jóhannes Stefánsson skrifar
Starfsmaður Microsoft kynnir vélina til leiks Í Redmond
Starfsmaður Microsoft kynnir vélina til leiks Í Redmond Mynd/ Getty

Microsoft kynnti í vikunni nýja leikjavél, Xbox One, til sögunnar í Redmond, Washington. Microsoft segir að leikjavélin muni bjóða upp á allt sem þarf í afþreyingu, sjónvarpi og leikjum á einum stað.

Vélin var kynnt til leiks sjö og hálfu ári eftir að forveri hennar, Xbox 360 kom út, en hennar hafði verið beðið með óþreyju af aðdáendum Xbox leikjavélanna. Vélin er sú þriðja í röðinni.

Aðdáendur Xbox í Bretlandi eru samkvæmt upplýsingum IGN vonsviknir með hina nýju vél en Microsoft lagði áherslu á að um „afþreyingarmiðstöð“ væri að ræða á meðan stór hluti aðdáendanna hefði viljað sjá áhersluna beinast meira að vélinni sem leikjavél.

Í vélinni eru 8GB af innraminni, 8 kjarna örgjörvi, 500GB harður diskur, Blu-Ray drif, HDMI tengi, USB 3.0, 820.11n þráðlaust netkort og fleira. Þá býður vélin upp á nýja útgáfu af Kinect skynjaranum.

Hér að neðan gefur að líta úrdrátt Microsoft af kynningunni:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×