Hera í stóru hlutverki í Da Vinci´s demons Marín Manda skrifar 6. september 2013 11:30 Hera Hilmarsdóttir leikkona. Hera Hilmarsdóttir leikur stórt hlutverk í ævintýra þáttaseríunni Da Vinci´s demons sem fengið hefur mikið lof í Bretlandi og Bandaríkjunum. Fyrir aðeins tveimur árum útskrifaðist hún úr LAMDA-leiklistarskólanum í London. Eins og svo margar aðrar stúlkur dreymdi Heru Hilmarsdóttur um að verða búðarkona, tannlæknir eða tónlistarkona. Í æsku var þó lagður grunnur að framtíð hennar þar sem leiklistin var allsráðandi í lífi hennar frá blautu barnsbeini. Foreldrar hennar, Þórey Sigþórsdóttir og Hilmar Oddsson, starfa bæði innan leiklistarbransans en móðir hennar eignaðist hana í jólafríinu í leiklistarskólanum. Hera er aðeins 24 ára gömul og er á hraðri uppleið í bransanum. Hlutverkin koma hvert á fætur öðru en hún er einstaklega hógvær og segist hafa verið heppin. Eitt er víst, hvort sem heppnin er með henni eða ekki þá verður spennandi að fylgjast með Heru fóta sig í leiklistinni á komandi árum.Hera er ansi hógvær og segist hafa haft heppnina með sér.Ertu á Íslandi núna í fríi eða ertu að vinna að einhverju verkefni? „Ég er í tökum á kvikmyndinni Sumarbörn sem Guðrún Ragnarsdóttir leikstýrir og Ljósband ehf. framleiðir, sem samanstendur af þeim Önnu Maríu Karlsdóttur og Hrönn Kristinsdóttur. Þetta er falleg en dimm saga og mjög spennandi verkefni. Þær eru ekki margar myndirnar þar sem jafn margar konur eru við stjórnvölinn og því er gaman að vera partur af svoleiðis verkefni.“Þú fórst út til London í leiklistarnám í London Academy of Music and Dramatic Arts. Hvað varð til þess? „Mig langaði að prófa að búa í útlöndum og stækka sjóndeildarhringinn. Að sjálfsögðu vissi ég ekki nákvæmlega hvað ég var að fara út í. Ég valdi erfiðustu leiðina sem ég sá á þeirri stundu og vildi kanna hvert það myndi leiða mig. Foreldrar mínir voru báðir viðloðandi leiklistarskólann hér heima svo mér fannst ég þurfa að fara mína eigin leið. Þegar ég komst inn í LAMDA varð ekki aftur snúið. Ég vissi að orðspor skólans var gott og vinur minn var þar í námi svo það var mjög hvetjandi. Maður getur endalaust fundið ástæður til að gera ekki hitt og þetta en mín innri rödd sagði mér að kýla á þetta.“Hera þurfti að lita hár sitt rautt fyrir tökur á þáttunum úti.Þú landaðir strax stóru hlutverki í World Without End eftir námið. Þú sagðir eitt sinn að þú hefðir verið heppin. Myndir þú segja það í dag? „Já, algjörlega. Aftur á móti myndi ég kannski bæta við að auðvitað skipta milljón aðrir hlutir máli, en jú, heppni er bókað einn af þessum milljón. Ég útskrifaðist í júlí og bauðst alls konar tækifæri hér heima en ég ákvað að halda mig úti og fara strax í prufur þar sem ég var komin með umboðsmann. Það er ótrúlega styrkjandi að fá strax vinnu eftir skólann. Ég fékk hlutverkið í miðaldaseríunni World without End eftir Ken Follet metsöluhöfund en missti svo af útskriftinni í kjölfarið. Ég lék eiginkonu Peters Firth, sem var í aðalhlutverki. Leikstjórinn hafði orð á því að honum fyndist útlit mitt henta svo vel inn í þennan tíma. Hann vissi reyndar ekki að ég var íslensk þegar hann réði mig en svo fannst honum það bara æðislegt því hann er svo hrifinn af Íslandi.“Hera og Tom Riley sem leikur Da Vinci á frumsýningu í Whales.Leikarar eru kannski ekki alltaf í fastri vinnu. Þarftu að fara reglulega í „casting“ fyrir ný verkefni? „Já, þetta reynir mikið á manns innri styrk. Eftir seríuna í janúar fékk ég örlitla tómleikatilfinningu og vissi ekkert hvað var að fara að gerast. Ég er núna að reyna að nýta þennan tíma sem ég hef og það krefst mikils sjálfsaga. Stundum hefur maður þrjá daga til að undirbúa sig og stundum bara eitt kvöld. Maður þarf að ná tökum á alls konar hreim út frá þeim leiðum sem maður hefur. Oft er ég bara að redda sjálfri mér og skoða Youtube. Maður veit aldrei hvað gerist og því leggur maður allt sitt í verkefnið því að það gæti verið starfið sem mann dreymir um. Svo fer maður að þekkja betur þá sem sjá um leikaravalið og þeir mann, sem gerir starf þeirra og mitt léttara.“ Hera segir að hún þurfi að venjast athyglinni sem beinist að Vanessu sem hún leikur í Da Vinci"s demons-þáttunum því ýmsir aðdáendaklúbbar, tumblr-síður og myndbönd hafa komið upp á yfirborðið, henni til heiðurs.Getur þú lýst hlutverki þínu í nýju þáttaröðinni Da Vinci"s demons? „Ég leik stúlku sem Da Vinci kynnist í klaustri Sankti Antons í Flórens og hún verður eins konar andagyðja hans, situr fyrir hjá honum og verður ein af hans bestu vinum. Hún kemur frá mjög fátæku heimili og var því tekin frá fjölskyldu sinni og send í klaustrið sem barn til að eignast möguleika á betra lífi. Klaustrið hefur aldrei átt vel við hana og því umbreytir það gjörsamlega öllu í hennar heimi þegar hún kynnist Leonardo og hann frelsar hana úr viðjum klaustursins. Útlitið á karakternum er svo tekið frá málverkum þess tíma, svo ég segi ekki of mikið, bæði blöndu frá Leonardo og Botticelli svo dæmi sé nefnt. Fæðing Venusar spilar þar sterkt inn í og kemur rauði háraliturinn þaðan.“ Íris Björk ljósmyndari tók myndirnar af Heru.Hvaða hlutverk hefur verið mest gefandi að leika? „Ég held ég geti ekki valið eitt hlutverk fram yfir önnur. Mér þykir mjög vænt um Loga ljósamann úr Fjölskyldusirkusnum sem við settum upp í MH undir leikstjórn Sigrúnar Sólar Ólafsdóttur. Líka Dísu úr Veðramótum sem Guðný Halldórsdóttir leikstýrði. Svo fékk ég tækifæri til að leika eldri persónur í LAMDA og held þaðan mikið upp á Maggie úr Dansað á Lughnasa eftir Brian Friel og Ravneskya úr Kirsuberjagarðinum eftir Chekhov. Einnig þykir mér mjög vænt um Eik úr Vonarstræti, sem Baldvin Z leikstýrði og verður frumsýnd núna í byrjun næsta árs.“Hefur þú þurft að vera nakin í einhverjum hlutverkum eða vera í mikilli nánd við mótleikara þinn? „Já, það getur náttúrulega verið partur af vinnu leikara að koma fram nakinn. Maður sækist kannski ekki beint eftir því en stundum hefur það veigamikla þýðingu fyrir söguþráðinn. Svo fer þetta bara eftir því hvernig sögu þú ert að segja og hvaða tilgang nektin hefur. Ég hef hingað til þurft að fækka fötum í nokkrum hlutverkum og í öllum tilvikum var fullgild ástæða fyrir senunum, þó þær hafi verið ólíkar innbyrðis. Svo skiptir líka miklu máli að þú vitir nákvæmlega hvað er verið að sýna, hvernig það er tekið upp og hverjir koma að því. Það er alls konar aukapappírsvinna og svona sem fylgir, enda skiptir miklu máli að allir fari eftir því sem samið er um og að þú sért við stjórnvölinn þegar kemur að þeim tökum.“Nú hefur þú verið að leika á móti stórstjörnum úti, verður þú einhvern tíma feimin? „Já, algjörlega. Ég er frekar feimin held ég yfirleitt. Þegar ég byrjaði í Önnu Kareninu var ég smá stressuð. Svo kom ég þangað og hitti fullt af frægu fólki en það voru allir voðalega venjulegir. Stundum er smá kostur að vera ekki að velta sér of mikið upp úr öllu þessu leikaralífi. Mér finnst það geta verið galli þegar maður veit of mikið um fólk.Hera er glæsileg stelpa.Eitt sinn var ég að leita að aðstöðu þar sem ég gæti fengið mér te og labbaði inn í herbergi og fór að róta í einhverju á borðinu en fann bara orkustykki. Daginn eftir sá ég að það stóð Keira Knightley á hurðinni og þá var þetta búningsherbergið hennar. Ég sagði nú reyndar aldrei frá þessu,“ segir Hera og hlær. Það eru ekki margir íslenskar leikkonur sem hafa náð sömu velgengni og þú á svona skömmum tíma. Er einhver sérstök uppskrift? „Það er engin rétt leið í þessum bransa og þú getur ekki vitað hvaða leið er rétt fyrirfram. Maður vonar að það sé einhver skynsemi blönduð við sína innri rödd. Ef fólk á erindi í einhvern bransa og hefur áhuga, vilja og brennandi drifkraft þá mun það fara þangað. Það er ekki hægt að endurtaka leik einhvers annars. Fyrir mig var best að velja leiðina sem var út fyrir þægindahringinn. Annars hefði ég ekki gert þetta af heilum hug.“ Hvernig er að leika á ensku. Ertu jafnvel farin að hugsa á ensku í dag? „Það er mjög skemmtilegt. Ég held að tungumál virki stundum eins og ákveðin tegund af stærðfræði í höfðinu á manni. Svona eins og krossgátuheilaparturinn, sem á það til að hitna allverulega þegar maður einbeitir sér að erfiðum krossgátum. En það eru náttúrulega til endalaust af orðum í þessu tungumáli svo ég er engan veginn orðin einhver pró þó ég hugsi mikið á ensku. Það er bara einfaldara en að vera alltaf að þýða á milli.“ Hera með ömmu sinni á góðri stundu í London.Saknar þú stundum Íslands, hvers þá?„Já, án nokkurs vafa. Aðallega fjölskyldunnar og vina minna. Ég geri þó mitt besta við að halda þeim samböndum eins heitum og ég get með fjarsamskiptum. Þó verð ég að viðurkenna að ég er ekki mikið fyrir fjarsamskipti og get verið léleg í þeim. Síðan er ég dugleg að koma í heimsókn til landsins. Ég sakna líka brakandi loftsins hérna og víðáttunnar sem er minna af í London.“Hver er drifkrafturinn í þínu lífi?„Það er einhver innri tilfinning sem keyrir mig áfram og ég reyni að hlusta á. Ég er góð í stóru hlutunum en get verið mjög léleg í litlu hlutunum, eins og að velja mér mat eða drykk á kaffihúsi. Ég er virkilega að reyna að bæta mig í því. Svo blæs alls kyns fólk í mig lífi. Vinir og vandamenn, fólk og dýr sem fá mann til að horfa öðruvísi á heiminn.“Hvaða ráð myndir þú gefa öðrum ungum leikkonum sem vilja flytja út og freista gæfunnar? „Bara skella sér í það. Innst inni veit maður alltaf hvað skal gera og ef sú tilfinning er til staðar á bara að leyfa henni að ráða. Passa samt hvaða skref maður tekur, eins og hvaða skóla maður fer í til að byrja með og á hvaða brautir.Svona viðheldur maður rauða litnum á heimaslóðum.Það er að segja ef maður velur að fara skólaleiðina, sem var allavega málið fyrir mig, sem býr mann svo vel undir tungumálið, bransann úti og auðvitað allt hitt. Svo þarf bara að muna hver maður er í grunninn, sérstaklega þegar skólinn fer að klárast og allt í einu þarf maður að standa á eigin fótum. Þá er það aftur tilfinningin en ekki ráðleggingar skólans sem skipta máli.“Hvaða verkefni eru á næstunni hjá þér? „Sumarbörn hér heima og svo halda tökur áfram á annarri seríu DaVinci"s demons úti í Wales. Svo er það Vonarstræti í leikstjórn Baldvins Z, sem frumsýnd verður í byrjun næsta árs, en tökum á henni lauk núna í vor.“Hverjir eru svo framtíðardraumarnir? „Ég er ekkert mikið fyrir að tala um draumana mína. Ég trúi svolítið á að vera ekki of mikið að blaðra um hluti og fara varlega með orðin.“ Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Sjá meira
Hera Hilmarsdóttir leikur stórt hlutverk í ævintýra þáttaseríunni Da Vinci´s demons sem fengið hefur mikið lof í Bretlandi og Bandaríkjunum. Fyrir aðeins tveimur árum útskrifaðist hún úr LAMDA-leiklistarskólanum í London. Eins og svo margar aðrar stúlkur dreymdi Heru Hilmarsdóttur um að verða búðarkona, tannlæknir eða tónlistarkona. Í æsku var þó lagður grunnur að framtíð hennar þar sem leiklistin var allsráðandi í lífi hennar frá blautu barnsbeini. Foreldrar hennar, Þórey Sigþórsdóttir og Hilmar Oddsson, starfa bæði innan leiklistarbransans en móðir hennar eignaðist hana í jólafríinu í leiklistarskólanum. Hera er aðeins 24 ára gömul og er á hraðri uppleið í bransanum. Hlutverkin koma hvert á fætur öðru en hún er einstaklega hógvær og segist hafa verið heppin. Eitt er víst, hvort sem heppnin er með henni eða ekki þá verður spennandi að fylgjast með Heru fóta sig í leiklistinni á komandi árum.Hera er ansi hógvær og segist hafa haft heppnina með sér.Ertu á Íslandi núna í fríi eða ertu að vinna að einhverju verkefni? „Ég er í tökum á kvikmyndinni Sumarbörn sem Guðrún Ragnarsdóttir leikstýrir og Ljósband ehf. framleiðir, sem samanstendur af þeim Önnu Maríu Karlsdóttur og Hrönn Kristinsdóttur. Þetta er falleg en dimm saga og mjög spennandi verkefni. Þær eru ekki margar myndirnar þar sem jafn margar konur eru við stjórnvölinn og því er gaman að vera partur af svoleiðis verkefni.“Þú fórst út til London í leiklistarnám í London Academy of Music and Dramatic Arts. Hvað varð til þess? „Mig langaði að prófa að búa í útlöndum og stækka sjóndeildarhringinn. Að sjálfsögðu vissi ég ekki nákvæmlega hvað ég var að fara út í. Ég valdi erfiðustu leiðina sem ég sá á þeirri stundu og vildi kanna hvert það myndi leiða mig. Foreldrar mínir voru báðir viðloðandi leiklistarskólann hér heima svo mér fannst ég þurfa að fara mína eigin leið. Þegar ég komst inn í LAMDA varð ekki aftur snúið. Ég vissi að orðspor skólans var gott og vinur minn var þar í námi svo það var mjög hvetjandi. Maður getur endalaust fundið ástæður til að gera ekki hitt og þetta en mín innri rödd sagði mér að kýla á þetta.“Hera þurfti að lita hár sitt rautt fyrir tökur á þáttunum úti.Þú landaðir strax stóru hlutverki í World Without End eftir námið. Þú sagðir eitt sinn að þú hefðir verið heppin. Myndir þú segja það í dag? „Já, algjörlega. Aftur á móti myndi ég kannski bæta við að auðvitað skipta milljón aðrir hlutir máli, en jú, heppni er bókað einn af þessum milljón. Ég útskrifaðist í júlí og bauðst alls konar tækifæri hér heima en ég ákvað að halda mig úti og fara strax í prufur þar sem ég var komin með umboðsmann. Það er ótrúlega styrkjandi að fá strax vinnu eftir skólann. Ég fékk hlutverkið í miðaldaseríunni World without End eftir Ken Follet metsöluhöfund en missti svo af útskriftinni í kjölfarið. Ég lék eiginkonu Peters Firth, sem var í aðalhlutverki. Leikstjórinn hafði orð á því að honum fyndist útlit mitt henta svo vel inn í þennan tíma. Hann vissi reyndar ekki að ég var íslensk þegar hann réði mig en svo fannst honum það bara æðislegt því hann er svo hrifinn af Íslandi.“Hera og Tom Riley sem leikur Da Vinci á frumsýningu í Whales.Leikarar eru kannski ekki alltaf í fastri vinnu. Þarftu að fara reglulega í „casting“ fyrir ný verkefni? „Já, þetta reynir mikið á manns innri styrk. Eftir seríuna í janúar fékk ég örlitla tómleikatilfinningu og vissi ekkert hvað var að fara að gerast. Ég er núna að reyna að nýta þennan tíma sem ég hef og það krefst mikils sjálfsaga. Stundum hefur maður þrjá daga til að undirbúa sig og stundum bara eitt kvöld. Maður þarf að ná tökum á alls konar hreim út frá þeim leiðum sem maður hefur. Oft er ég bara að redda sjálfri mér og skoða Youtube. Maður veit aldrei hvað gerist og því leggur maður allt sitt í verkefnið því að það gæti verið starfið sem mann dreymir um. Svo fer maður að þekkja betur þá sem sjá um leikaravalið og þeir mann, sem gerir starf þeirra og mitt léttara.“ Hera segir að hún þurfi að venjast athyglinni sem beinist að Vanessu sem hún leikur í Da Vinci"s demons-þáttunum því ýmsir aðdáendaklúbbar, tumblr-síður og myndbönd hafa komið upp á yfirborðið, henni til heiðurs.Getur þú lýst hlutverki þínu í nýju þáttaröðinni Da Vinci"s demons? „Ég leik stúlku sem Da Vinci kynnist í klaustri Sankti Antons í Flórens og hún verður eins konar andagyðja hans, situr fyrir hjá honum og verður ein af hans bestu vinum. Hún kemur frá mjög fátæku heimili og var því tekin frá fjölskyldu sinni og send í klaustrið sem barn til að eignast möguleika á betra lífi. Klaustrið hefur aldrei átt vel við hana og því umbreytir það gjörsamlega öllu í hennar heimi þegar hún kynnist Leonardo og hann frelsar hana úr viðjum klaustursins. Útlitið á karakternum er svo tekið frá málverkum þess tíma, svo ég segi ekki of mikið, bæði blöndu frá Leonardo og Botticelli svo dæmi sé nefnt. Fæðing Venusar spilar þar sterkt inn í og kemur rauði háraliturinn þaðan.“ Íris Björk ljósmyndari tók myndirnar af Heru.Hvaða hlutverk hefur verið mest gefandi að leika? „Ég held ég geti ekki valið eitt hlutverk fram yfir önnur. Mér þykir mjög vænt um Loga ljósamann úr Fjölskyldusirkusnum sem við settum upp í MH undir leikstjórn Sigrúnar Sólar Ólafsdóttur. Líka Dísu úr Veðramótum sem Guðný Halldórsdóttir leikstýrði. Svo fékk ég tækifæri til að leika eldri persónur í LAMDA og held þaðan mikið upp á Maggie úr Dansað á Lughnasa eftir Brian Friel og Ravneskya úr Kirsuberjagarðinum eftir Chekhov. Einnig þykir mér mjög vænt um Eik úr Vonarstræti, sem Baldvin Z leikstýrði og verður frumsýnd núna í byrjun næsta árs.“Hefur þú þurft að vera nakin í einhverjum hlutverkum eða vera í mikilli nánd við mótleikara þinn? „Já, það getur náttúrulega verið partur af vinnu leikara að koma fram nakinn. Maður sækist kannski ekki beint eftir því en stundum hefur það veigamikla þýðingu fyrir söguþráðinn. Svo fer þetta bara eftir því hvernig sögu þú ert að segja og hvaða tilgang nektin hefur. Ég hef hingað til þurft að fækka fötum í nokkrum hlutverkum og í öllum tilvikum var fullgild ástæða fyrir senunum, þó þær hafi verið ólíkar innbyrðis. Svo skiptir líka miklu máli að þú vitir nákvæmlega hvað er verið að sýna, hvernig það er tekið upp og hverjir koma að því. Það er alls konar aukapappírsvinna og svona sem fylgir, enda skiptir miklu máli að allir fari eftir því sem samið er um og að þú sért við stjórnvölinn þegar kemur að þeim tökum.“Nú hefur þú verið að leika á móti stórstjörnum úti, verður þú einhvern tíma feimin? „Já, algjörlega. Ég er frekar feimin held ég yfirleitt. Þegar ég byrjaði í Önnu Kareninu var ég smá stressuð. Svo kom ég þangað og hitti fullt af frægu fólki en það voru allir voðalega venjulegir. Stundum er smá kostur að vera ekki að velta sér of mikið upp úr öllu þessu leikaralífi. Mér finnst það geta verið galli þegar maður veit of mikið um fólk.Hera er glæsileg stelpa.Eitt sinn var ég að leita að aðstöðu þar sem ég gæti fengið mér te og labbaði inn í herbergi og fór að róta í einhverju á borðinu en fann bara orkustykki. Daginn eftir sá ég að það stóð Keira Knightley á hurðinni og þá var þetta búningsherbergið hennar. Ég sagði nú reyndar aldrei frá þessu,“ segir Hera og hlær. Það eru ekki margir íslenskar leikkonur sem hafa náð sömu velgengni og þú á svona skömmum tíma. Er einhver sérstök uppskrift? „Það er engin rétt leið í þessum bransa og þú getur ekki vitað hvaða leið er rétt fyrirfram. Maður vonar að það sé einhver skynsemi blönduð við sína innri rödd. Ef fólk á erindi í einhvern bransa og hefur áhuga, vilja og brennandi drifkraft þá mun það fara þangað. Það er ekki hægt að endurtaka leik einhvers annars. Fyrir mig var best að velja leiðina sem var út fyrir þægindahringinn. Annars hefði ég ekki gert þetta af heilum hug.“ Hvernig er að leika á ensku. Ertu jafnvel farin að hugsa á ensku í dag? „Það er mjög skemmtilegt. Ég held að tungumál virki stundum eins og ákveðin tegund af stærðfræði í höfðinu á manni. Svona eins og krossgátuheilaparturinn, sem á það til að hitna allverulega þegar maður einbeitir sér að erfiðum krossgátum. En það eru náttúrulega til endalaust af orðum í þessu tungumáli svo ég er engan veginn orðin einhver pró þó ég hugsi mikið á ensku. Það er bara einfaldara en að vera alltaf að þýða á milli.“ Hera með ömmu sinni á góðri stundu í London.Saknar þú stundum Íslands, hvers þá?„Já, án nokkurs vafa. Aðallega fjölskyldunnar og vina minna. Ég geri þó mitt besta við að halda þeim samböndum eins heitum og ég get með fjarsamskiptum. Þó verð ég að viðurkenna að ég er ekki mikið fyrir fjarsamskipti og get verið léleg í þeim. Síðan er ég dugleg að koma í heimsókn til landsins. Ég sakna líka brakandi loftsins hérna og víðáttunnar sem er minna af í London.“Hver er drifkrafturinn í þínu lífi?„Það er einhver innri tilfinning sem keyrir mig áfram og ég reyni að hlusta á. Ég er góð í stóru hlutunum en get verið mjög léleg í litlu hlutunum, eins og að velja mér mat eða drykk á kaffihúsi. Ég er virkilega að reyna að bæta mig í því. Svo blæs alls kyns fólk í mig lífi. Vinir og vandamenn, fólk og dýr sem fá mann til að horfa öðruvísi á heiminn.“Hvaða ráð myndir þú gefa öðrum ungum leikkonum sem vilja flytja út og freista gæfunnar? „Bara skella sér í það. Innst inni veit maður alltaf hvað skal gera og ef sú tilfinning er til staðar á bara að leyfa henni að ráða. Passa samt hvaða skref maður tekur, eins og hvaða skóla maður fer í til að byrja með og á hvaða brautir.Svona viðheldur maður rauða litnum á heimaslóðum.Það er að segja ef maður velur að fara skólaleiðina, sem var allavega málið fyrir mig, sem býr mann svo vel undir tungumálið, bransann úti og auðvitað allt hitt. Svo þarf bara að muna hver maður er í grunninn, sérstaklega þegar skólinn fer að klárast og allt í einu þarf maður að standa á eigin fótum. Þá er það aftur tilfinningin en ekki ráðleggingar skólans sem skipta máli.“Hvaða verkefni eru á næstunni hjá þér? „Sumarbörn hér heima og svo halda tökur áfram á annarri seríu DaVinci"s demons úti í Wales. Svo er það Vonarstræti í leikstjórn Baldvins Z, sem frumsýnd verður í byrjun næsta árs, en tökum á henni lauk núna í vor.“Hverjir eru svo framtíðardraumarnir? „Ég er ekkert mikið fyrir að tala um draumana mína. Ég trúi svolítið á að vera ekki of mikið að blaðra um hluti og fara varlega með orðin.“
Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Sjá meira