Jóhanna Guðrún verður með söngnámskeið í Tónskóla Eddu Borg í vetur.
Námskeiðið stendur yfir í tíu vikur og er ætlað öllum þeim sem hafa gaman af því að syngja en vilja læra örlítið meira, t.d. hvernig á að syngja í mígrafón. Einnig læra þeir ýmislegt um framkomu og undirbúning fyrir flutning laga.
Jóhanna Guðrún, sem hefur verið búsett í Noregi með kærasta sínum Davíð Sigurgeirssyni, mun miðla af dýrmætri reynslu sinni en Íslendingum er enn í fersku minni þegar hún lenti í öðru sæti í Eurovision árið 2009 með laginu Is It True?

