Handbolti

Steinunn og Sigríður í stuði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fram fer vel af stað á undirbúningstímabilinu.
Fram fer vel af stað á undirbúningstímabilinu. Mynd/Vilhelm
HK lagði Fylki 28-26 og Íslandsmeistarar Fram lögðu Gróttu 25-21 í fyrstu umferð Subway-mótsins á Seltjarnarnesi í gærkvöldi.

Framarar fóru á kostum í fyrri hálfleik gegn heimakonum á Nesinu og leiddu í hálfleik 17-7. Heimakonur voru sterkari aðilinn í síðari hálfleik, minnkuðu muninn en komust aldrei nálægt gestunum.

Anett Köbli skoraði sex mörk fyrir heimakonur en Steinunn Björnsdóttir skoraði sjö fyrir gestina. Sigurbjörg Jóhannsdóttir skoraði sex.

Mun meiri spenna var í viðureign HK og Fylkis. Jafnt var í hálfleik 14-14 en HK vann að lokum tveggja marka sigur 28-26.

Sigríður Hauksdóttir fór fyrir HK-ingum og skoraði tíu mörk. Á hæla hennar kom Guðrún Erla Bjarnadóttir með sjö mörk. Patrícia Szölösi var langatkvæðamest í liði Fylkis með ellefu mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×