Tónlist

Blær spilar draumkennt popp

Freyr Bjarnason skrifar
Tríóið Blær frá Garðabæ hefur gefið út sitt annað lag og heitir það Allt.

„Það fjallar um það sem þig langar ótrúlega mikið í en þegar þú færð það viltu það alls ekki neitt. Ég samdi það með ákveðið atvik í huga,“ segir söngkonan Ylfa Marín Haraldssdóttir,“ spurð út í nýja lagið.

Hljómsveitin var stofnuð í janúar síðastliðnum. Aðspurð segir hún Blæ spila draumkennt popp með alls konar ívafi og stefnum. Auk Ylfu eru í hljómsveitinni þeir Ásgeir Örn Sigurpálsson og Ellert Ólafsson. Öll stunda þau nám við Háskóla Íslands.

Fyrsta lagið Carol, leit dagsins ljós í byrjun júní og í síðustu viku vann hljómsveitin keppnina Eflum íslenskt tónlistarlíf sem Stúdíó Hljómur á Seltjarnarnesi stóð fyrir.

„Það var ótrúlega skemmtilegt og kom virkilega á óvart,“ segir Ylfa. Fjórar hljómsveitir tóku þátt og í verðlaun var ókeypis hljóðritun á einu lagi. „Það kemur sér mjög vel og við ætlum að taka næsta lag okkar upp þar,“ segir hún um verðlaunin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×