Féllu á fíkniefnaprófi og misstu skiprúmið Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. febrúar 2013 06:00 Um helmingur áhafnar skuttogarans Drangavíkur féll á fíkniefnaprófi og var strax látinn taka pokann sinn. Mynd/Óskar P. Friðriksson „Þegar kemur að öryggi á sjó og í landi er klárt að allir þurfa að vera allsgáðir,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Ellefu sjómönnum af þremur skuttogurum fyrirtækisins var sagt upp störfum eftir að þeir féllu á lyfjaprófi. Sigurgeir segir að fyrir um einu og hálfu ári hafa verið farið í gegnum ýmis starfsmannamál hjá Vinnslustöðinni, þar á meðal mál tengd notkun fíkniefna. Ný stefna hafi þá verið mörkuð. „Við gripum til aðgerða í síðustu viku og um helgina sem leiddu til þess að við sögðum upp starfsmönnum vegna brota á reglum um meðferð fíkniefna,“ upplýsir Sigurgeir. Hann vill ekki segja nánar frá málinu en staðfestir þó að mennirnir hafi verið látnir undirgangast fíkniefnapróf. „Þetta eru viðkvæm málefni sem við ætlum ekki að tjá okkur meira um.“ Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mega starfsmenn í öllum öðrum deildum Vinnslustöðvarinnar eiga von á því að verða sendir í fíkniefnapróf. Meðal annars á eftir að athuga áhafnir tveggja af alls sjö skipum félagsins. Allir starfsmenn hafa skrifað undir yfirlýsingu um að fyrirtækinu sé heimilt að láta gera slíka próf. Bæði voru yfirmenn og undirmenn í hópnum sem fékk reisupassann. Meðal þess sem mældist voru ópíumefni, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Fimm sjómannanna eru af Drangavík VE og er það um helmingur áhafnar þess skips. Síðan voru þrír af Jóni Vídalín VE og þrír af Brynjólfi VE. Nokkrir þessara manna leituðu til Sjómannafélagsins Jötuns í gær til að kanna rétt sinn í málinu. „Samkvæmt sjómannalögum er þetta bannað þannig að við getum óskaplega lítið gert í þessu. Neysla eiturlyfja er náttúrulega lögbrot og mönnum var kynnt í sumar og í haust að það stæði til að gera þessi próf,“ segir Valmundur Valmundarson, formaður Jötuns, sem kveður Persónuvernd hafa gefið sína heimild. Sumir þeirra sem féllu á lyfjaprófinu rengja niðurstöðuna. Að sögn Valmundar fara sýnin því öll að kröfu Jötuns til skoðunar á rannsóknarstofu Háskóla Íslands. „En þessi próf eiga að vera 99,99 prósent örugg,“ bendir formaður Jötuns á. Hann kveðst sjálfur vera gamall skipstjóri. „Ég myndi ekki kæra mig um að hafa menn undir áhrifum fíkniefna eða áfengis um borð hjá mér.“ Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Fella úr gildi leyfi til að hýsa hælisleitendur í JL-húsinu Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Sjá meira
„Þegar kemur að öryggi á sjó og í landi er klárt að allir þurfa að vera allsgáðir,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Ellefu sjómönnum af þremur skuttogurum fyrirtækisins var sagt upp störfum eftir að þeir féllu á lyfjaprófi. Sigurgeir segir að fyrir um einu og hálfu ári hafa verið farið í gegnum ýmis starfsmannamál hjá Vinnslustöðinni, þar á meðal mál tengd notkun fíkniefna. Ný stefna hafi þá verið mörkuð. „Við gripum til aðgerða í síðustu viku og um helgina sem leiddu til þess að við sögðum upp starfsmönnum vegna brota á reglum um meðferð fíkniefna,“ upplýsir Sigurgeir. Hann vill ekki segja nánar frá málinu en staðfestir þó að mennirnir hafi verið látnir undirgangast fíkniefnapróf. „Þetta eru viðkvæm málefni sem við ætlum ekki að tjá okkur meira um.“ Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mega starfsmenn í öllum öðrum deildum Vinnslustöðvarinnar eiga von á því að verða sendir í fíkniefnapróf. Meðal annars á eftir að athuga áhafnir tveggja af alls sjö skipum félagsins. Allir starfsmenn hafa skrifað undir yfirlýsingu um að fyrirtækinu sé heimilt að láta gera slíka próf. Bæði voru yfirmenn og undirmenn í hópnum sem fékk reisupassann. Meðal þess sem mældist voru ópíumefni, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Fimm sjómannanna eru af Drangavík VE og er það um helmingur áhafnar þess skips. Síðan voru þrír af Jóni Vídalín VE og þrír af Brynjólfi VE. Nokkrir þessara manna leituðu til Sjómannafélagsins Jötuns í gær til að kanna rétt sinn í málinu. „Samkvæmt sjómannalögum er þetta bannað þannig að við getum óskaplega lítið gert í þessu. Neysla eiturlyfja er náttúrulega lögbrot og mönnum var kynnt í sumar og í haust að það stæði til að gera þessi próf,“ segir Valmundur Valmundarson, formaður Jötuns, sem kveður Persónuvernd hafa gefið sína heimild. Sumir þeirra sem féllu á lyfjaprófinu rengja niðurstöðuna. Að sögn Valmundar fara sýnin því öll að kröfu Jötuns til skoðunar á rannsóknarstofu Háskóla Íslands. „En þessi próf eiga að vera 99,99 prósent örugg,“ bendir formaður Jötuns á. Hann kveðst sjálfur vera gamall skipstjóri. „Ég myndi ekki kæra mig um að hafa menn undir áhrifum fíkniefna eða áfengis um borð hjá mér.“
Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Fella úr gildi leyfi til að hýsa hælisleitendur í JL-húsinu Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Sjá meira