Ítarlegar spurningar Mannréttindadómstólsins vekja athygli Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 26. nóvember 2013 16:40 Andri segir það verða talsverða vinnu að þýða þetta á ensku enda sé dómurinn sjálfur upp á 400 blaðsíður. mynd/GVA „Við erum bara nýbúin að sjá þetta en það vekur athygli að spurningar dómsins virðast ná yfir ansi mörg atriði í málinu, allt frá upphafi málsins og til dómsins,“ segir Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. „Ég skil þetta þannig að þeir séu að spyrja um allt ferli málsins, alveg frá upphafi ákvörðunar um ákæru og til dómsins. Dómstóllinn dæmir fyrst og fremst um réttláta málsmeðferð og þetta snýst því um hvenær Geir átti rétt á réttlátri málsmeðferð í skilningi mannréttindasáttmálans,“ segir Andri. Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka fyrir mál Geirs gegn íslenska ríkinu vegna Landsdómsmálsins. Eins og fram hefur komið á Vísi ber íslenskum stjórnvöldum að svara spurningum um málsmeðferðina og gefa svar fyrir 6. mars á næsta ári. Mannréttindadómstóllinn sendi innanríkisráðuneytinu erindi vegna málsins og óskaði eftir enskri þýðingu af niðurstöðum Landsdóms. Þá eru einnig sex spurningar lagðar fyrir stjórnvöld vegna kærunnar. Andri segir að dómstóllinn væri varla að senda þessar spurningar allar ef þeir teldu ekkert athugunarvert við málið. „Þeir hafa nóg annað að gera.“ Íslenskum stjórnvöldum er gert að útvega dómstólnum enska þýðingu af niðurstöðum Landsdóms sem og öðrum ákvörðunum eða niðurstöðum tengdum málinu. Andri segir það verða talsverða vinnu að þýða þetta á ensku enda sé dómurinn sjálfur upp á 400 blaðsíður. „Ég efast um að dómstóllinn væri að biðja um að láta þýða öll þessi gögn ef það væri ekki að minnsta kosti eitthvað athugavert við málsmeðferðina,“ segir Andri. Landsdómur Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
„Við erum bara nýbúin að sjá þetta en það vekur athygli að spurningar dómsins virðast ná yfir ansi mörg atriði í málinu, allt frá upphafi málsins og til dómsins,“ segir Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. „Ég skil þetta þannig að þeir séu að spyrja um allt ferli málsins, alveg frá upphafi ákvörðunar um ákæru og til dómsins. Dómstóllinn dæmir fyrst og fremst um réttláta málsmeðferð og þetta snýst því um hvenær Geir átti rétt á réttlátri málsmeðferð í skilningi mannréttindasáttmálans,“ segir Andri. Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka fyrir mál Geirs gegn íslenska ríkinu vegna Landsdómsmálsins. Eins og fram hefur komið á Vísi ber íslenskum stjórnvöldum að svara spurningum um málsmeðferðina og gefa svar fyrir 6. mars á næsta ári. Mannréttindadómstóllinn sendi innanríkisráðuneytinu erindi vegna málsins og óskaði eftir enskri þýðingu af niðurstöðum Landsdóms. Þá eru einnig sex spurningar lagðar fyrir stjórnvöld vegna kærunnar. Andri segir að dómstóllinn væri varla að senda þessar spurningar allar ef þeir teldu ekkert athugunarvert við málið. „Þeir hafa nóg annað að gera.“ Íslenskum stjórnvöldum er gert að útvega dómstólnum enska þýðingu af niðurstöðum Landsdóms sem og öðrum ákvörðunum eða niðurstöðum tengdum málinu. Andri segir það verða talsverða vinnu að þýða þetta á ensku enda sé dómurinn sjálfur upp á 400 blaðsíður. „Ég efast um að dómstóllinn væri að biðja um að láta þýða öll þessi gögn ef það væri ekki að minnsta kosti eitthvað athugavert við málsmeðferðina,“ segir Andri.
Landsdómur Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira