Dreymir um að starfa sem ljósmyndari Ása Ottesen skrifar 21. september 2013 08:00 Myndir eftir Huldu Vigdísardóttur eru til sýningar á lista- og menningarmiðstöðinni Angel Orensanz Foundation í New York. mynd/bragi kort „Ég hef tekið myndir frá því að ég man eftir mér. Amma gaf mér litla, gula filmuvél þegar ég var lítil og eftir það var allt fest á filmu. Ég tók myndir af öllu: fólki, dýrum, fötum og hlutum,“ segir hin nítján ára gamla Hulda Vigdísardóttir, en myndir sem hún tók voru valdar á sýningu sem fer fram um þessar mundir í Angel Orensanz Foundation í New York. Hulda var stödd í lest á Interrail-ferðalagi í sumar þegar hún fékk fregnir af því að myndirnar hefðu verið valdar á sýninguna. „Ég hafði sent ljósmyndir á netsíðuna See Mee, sem hjálpar listafólki að koma sér á framfæri, og sá að myndirnar mínar höfðu verið valdar til sýningar í New York.“ Spurð hvort þetta hafi einhverja þýðingu fyrir hana sem ljósmyndara, segir hún að þetta sé henni mikill heiður. „Þetta hjálpar mér að hafa meiri trú á sjálfri mér því mér finnst fátt skemmtilegra en að geta búið til mína eigin veröld og sagt sögu með myndunum mínum.“ Þjár myndir eftir Huldu eru á sýningunni og segir hún myndirnar í sérstöku uppáhaldi. „Ég tók eina út í Kambódíu af lítilli stelpu kom hlaupandi til mín með systkinum sínum. Ég fór að tala við krakkana og tók svo nokkrar myndir af þeim. Þau voru öll svo sæt og þessi mynd er af yngstu stelpunni. Hinar tvær tók ég heima fyrir Skinfaxa sem er árbók Menntaskólans í Reykjavík,“ útskýrir hún. Hulda stundar þýsku- og íslenskunám við Háskóla Íslands. Draumurinn er þó að flytja til útlanda og læra ljósmyndun eða annað listnám. „Ég á svo marga framtíðardrauma. Ég elska að ferðast og langar mest að vinna við eitthvað þar sem ég hef tækifæri til að ferðast mikið, en ætli stærsti draumurinn sé ekki að starfa sem ljósmyndari,“ segir hún að lokum. Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
„Ég hef tekið myndir frá því að ég man eftir mér. Amma gaf mér litla, gula filmuvél þegar ég var lítil og eftir það var allt fest á filmu. Ég tók myndir af öllu: fólki, dýrum, fötum og hlutum,“ segir hin nítján ára gamla Hulda Vigdísardóttir, en myndir sem hún tók voru valdar á sýningu sem fer fram um þessar mundir í Angel Orensanz Foundation í New York. Hulda var stödd í lest á Interrail-ferðalagi í sumar þegar hún fékk fregnir af því að myndirnar hefðu verið valdar á sýninguna. „Ég hafði sent ljósmyndir á netsíðuna See Mee, sem hjálpar listafólki að koma sér á framfæri, og sá að myndirnar mínar höfðu verið valdar til sýningar í New York.“ Spurð hvort þetta hafi einhverja þýðingu fyrir hana sem ljósmyndara, segir hún að þetta sé henni mikill heiður. „Þetta hjálpar mér að hafa meiri trú á sjálfri mér því mér finnst fátt skemmtilegra en að geta búið til mína eigin veröld og sagt sögu með myndunum mínum.“ Þjár myndir eftir Huldu eru á sýningunni og segir hún myndirnar í sérstöku uppáhaldi. „Ég tók eina út í Kambódíu af lítilli stelpu kom hlaupandi til mín með systkinum sínum. Ég fór að tala við krakkana og tók svo nokkrar myndir af þeim. Þau voru öll svo sæt og þessi mynd er af yngstu stelpunni. Hinar tvær tók ég heima fyrir Skinfaxa sem er árbók Menntaskólans í Reykjavík,“ útskýrir hún. Hulda stundar þýsku- og íslenskunám við Háskóla Íslands. Draumurinn er þó að flytja til útlanda og læra ljósmyndun eða annað listnám. „Ég á svo marga framtíðardrauma. Ég elska að ferðast og langar mest að vinna við eitthvað þar sem ég hef tækifæri til að ferðast mikið, en ætli stærsti draumurinn sé ekki að starfa sem ljósmyndari,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira