118 milljarða tap hjá BlackBerry Jón Júlíus Karlsson skrifar 21. september 2013 09:00 BlackBerry var eitt sinn eitt vinsælasta snjallsímafyrirtæki í heimi. Það eru ekki bjartir tímar framundan hjá BlackBerry snjallsímafyrirtækinu. Leggja á niður 4500 störf og munu 40% af starfsmönnum fyrirtækisins missa vinnuna. BlackBerry greindi frá því í gær að tap fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi þessa starfsárs hefði numið 620 milljónum punda eða því sem nemur 118 milljörðum íslenskra króna. „Við neyðumst til að ráðast í erfiðar en nauðsynlegar breytingar til að þrífast í þeirri miklu samkeppni sem er í þessari grein,“ segir Thorsten Heins, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Þetta kanadíska fyrirtæki var leiðandi í þróun snjallsíma fyrir örfáum árum og var stofnað árið 1999. Á hátindi fyrirtækisins voru 20 þúsund starfsmenn á mála hjá fyrirtækinu. BlackBerry hefur orðið undir í samkeppni við Apple og Samsung á snjallsímamarkaðnum. Búist var við slæmri rekstarniðurstöðu á þriðja ársfjórðungi en tap fyrirtækisins var talsvert meira en búist var við. Endurskipuleggja þarf rekstur fyrirtækisins nánast frá grunni og því verður ráðist í umfangsmiklar uppsagnir á næstu vikum. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Það eru ekki bjartir tímar framundan hjá BlackBerry snjallsímafyrirtækinu. Leggja á niður 4500 störf og munu 40% af starfsmönnum fyrirtækisins missa vinnuna. BlackBerry greindi frá því í gær að tap fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi þessa starfsárs hefði numið 620 milljónum punda eða því sem nemur 118 milljörðum íslenskra króna. „Við neyðumst til að ráðast í erfiðar en nauðsynlegar breytingar til að þrífast í þeirri miklu samkeppni sem er í þessari grein,“ segir Thorsten Heins, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Þetta kanadíska fyrirtæki var leiðandi í þróun snjallsíma fyrir örfáum árum og var stofnað árið 1999. Á hátindi fyrirtækisins voru 20 þúsund starfsmenn á mála hjá fyrirtækinu. BlackBerry hefur orðið undir í samkeppni við Apple og Samsung á snjallsímamarkaðnum. Búist var við slæmri rekstarniðurstöðu á þriðja ársfjórðungi en tap fyrirtækisins var talsvert meira en búist var við. Endurskipuleggja þarf rekstur fyrirtækisins nánast frá grunni og því verður ráðist í umfangsmiklar uppsagnir á næstu vikum.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira