Að enduryrkja Ilíonskviðu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 21. september 2013 12:00 Söngur Akkíllesar BÆKUR: Söngur Akkíllesar, Madeline Miller, Þýðing Þórunn Hjartardóttir, Salka Kviður Hómers hafa orðið fleiri skáldum innblástur en nokkur önnur verk bókmenntasögunnar, að Biblíunni einni undanskilinni. Madeline Miller ræðst því ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í sinni fyrstu skáldsögu, Söngur Akkíllesar. Hún segist enda hafa verið tíu ár að skrifa bókina og sú vinna hefur heldur betur skilað árangri. Söngur Akkíllesar er ein þessara fáséðu bóka sem heilla, fræða, skemmta, græta og vekja til umhugsunar allt í senn. Miller kemst hjá því að bókin verði endurómur verka annarra skálda með því að gera Patróklus, elskhuga Akkíllesar, að sögumanni, en saga hans hefur í gegnum tíðina lítt verið sögð og hlutverk hans í Ilíonskviðu er ekki veigamikið, þótt segja megi að hann valdi hvörfum í þeirri sögu sem þar er sögð. Hann hefur alfarið fallið í skuggann af ástmanni sínum, Akkíllesi, sem bæði var fegurstur og vopnfimastur Grikkjanna sem börðust við Tróju. Patróklus segir söguna í fyrstu persónu og hún nær mun lengra aftur en Ilíonskviða, byrjar á fæðingu hans og rekur ógæfu hans og útlegð, kynnin við Akkílles og veruna hjá kentárnum Kíron áður en komið er að Trójustríðinu sem er aðalviðfangsefni kviðunnar. Sagan er þroskasaga hans og ástarsaga þeirra tveggja og jafnvel eftir að komið er á vellina við Tróju er stríðið undarlega lítill þáttur í sögunni, eins konar bakgrunnstónlist við þau átök og sviptingar sem eiga sér stað milli persónanna, sem allar eru jú í sama liði. Patróklus er sympatísk persóna, hógvær, lítillátur, góðgjarn og hjálpfús, algjör andstæða hins glæsta elskhuga síns. Akkílles er þó einvörðungu séður í gegnum hans augu og verður þannig mýkri og mannlegri persóna en sú athyglissjúka prímadonna sem kviðan greinir frá. Aðrar persónur fá minna vægi, en verða þó margar eftirminnilegar, ekki síst hin ógnvekjandi Þetis, sjávargyðjan sem er móðir hetjunnar miklu. Bókin er skrifuð af miklu listfengi sem skilar sér vel í glæstri þýðingu Þórunnar Hjartardóttur sem virðist hafa lagt álíka mikla rækt við þýðinguna og höfundurin við skrifin. Þar er varla hnökra að finna. Þótt efni og sögusvið sé flestum meira eða minna kunnugt tekst Miller að skapa alveg nýjan heim þar sem guðir, menn og meinvættir berjast, elskast, lifa og deyja á svo mannlegan hátt að hver einasti lesandi getur samsamað sig þeim. Hvort sem lesandinn hrífst af fantasíum, ástarsögum, sagnfræðilegum skáldsögum eða einfaldlega vel skrifuðum texta þá ætti hann ekki að eiga erfitt með að heillast af þessari sögu sem sameinar þetta allt og miklu meira til.Niðurstaða: Fantalega vel skrifuð saga sem gæðir persónur og sögusvið Ilíonskviðu alveg nýju lífi. Gagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
BÆKUR: Söngur Akkíllesar, Madeline Miller, Þýðing Þórunn Hjartardóttir, Salka Kviður Hómers hafa orðið fleiri skáldum innblástur en nokkur önnur verk bókmenntasögunnar, að Biblíunni einni undanskilinni. Madeline Miller ræðst því ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í sinni fyrstu skáldsögu, Söngur Akkíllesar. Hún segist enda hafa verið tíu ár að skrifa bókina og sú vinna hefur heldur betur skilað árangri. Söngur Akkíllesar er ein þessara fáséðu bóka sem heilla, fræða, skemmta, græta og vekja til umhugsunar allt í senn. Miller kemst hjá því að bókin verði endurómur verka annarra skálda með því að gera Patróklus, elskhuga Akkíllesar, að sögumanni, en saga hans hefur í gegnum tíðina lítt verið sögð og hlutverk hans í Ilíonskviðu er ekki veigamikið, þótt segja megi að hann valdi hvörfum í þeirri sögu sem þar er sögð. Hann hefur alfarið fallið í skuggann af ástmanni sínum, Akkíllesi, sem bæði var fegurstur og vopnfimastur Grikkjanna sem börðust við Tróju. Patróklus segir söguna í fyrstu persónu og hún nær mun lengra aftur en Ilíonskviða, byrjar á fæðingu hans og rekur ógæfu hans og útlegð, kynnin við Akkílles og veruna hjá kentárnum Kíron áður en komið er að Trójustríðinu sem er aðalviðfangsefni kviðunnar. Sagan er þroskasaga hans og ástarsaga þeirra tveggja og jafnvel eftir að komið er á vellina við Tróju er stríðið undarlega lítill þáttur í sögunni, eins konar bakgrunnstónlist við þau átök og sviptingar sem eiga sér stað milli persónanna, sem allar eru jú í sama liði. Patróklus er sympatísk persóna, hógvær, lítillátur, góðgjarn og hjálpfús, algjör andstæða hins glæsta elskhuga síns. Akkílles er þó einvörðungu séður í gegnum hans augu og verður þannig mýkri og mannlegri persóna en sú athyglissjúka prímadonna sem kviðan greinir frá. Aðrar persónur fá minna vægi, en verða þó margar eftirminnilegar, ekki síst hin ógnvekjandi Þetis, sjávargyðjan sem er móðir hetjunnar miklu. Bókin er skrifuð af miklu listfengi sem skilar sér vel í glæstri þýðingu Þórunnar Hjartardóttur sem virðist hafa lagt álíka mikla rækt við þýðinguna og höfundurin við skrifin. Þar er varla hnökra að finna. Þótt efni og sögusvið sé flestum meira eða minna kunnugt tekst Miller að skapa alveg nýjan heim þar sem guðir, menn og meinvættir berjast, elskast, lifa og deyja á svo mannlegan hátt að hver einasti lesandi getur samsamað sig þeim. Hvort sem lesandinn hrífst af fantasíum, ástarsögum, sagnfræðilegum skáldsögum eða einfaldlega vel skrifuðum texta þá ætti hann ekki að eiga erfitt með að heillast af þessari sögu sem sameinar þetta allt og miklu meira til.Niðurstaða: Fantalega vel skrifuð saga sem gæðir persónur og sögusvið Ilíonskviðu alveg nýju lífi.
Gagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira