Færði gjörgæslu LSH tæki í þakklætisskyni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 31. júlí 2013 07:00 Starfsfólk gjörgæsludeildarinnar ásamt Margréti, sem stendur við hlið föður síns. Þykir það læknisfræðilegt afrek að tekist hafi að bjarga honum. Margrét Skúladóttir Sigurz gaf gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi loftdýnu og loftlyftara á dögunum í þakkarskyni fyrir þá góðu umönnun sem faðir hennar fékk á deildinni. „Pabbi þurfti að liggja inni á gjörgæslunni í talsvert langan tíma,“ segir Margrét. Faðir hennar, Skúli Eggert Sigurz, slasaðist alvarlega í mars á síðasta ári þegar maður réðst inn á lögmannstofu hans, Lagastoð, og stakk hann fimm sinnum með 13 sentimetra veiðihníf. Það hefur verið kallað læknisfræðilegt afrek að tekist hafi að bjarga honum. Lá hann á gjörgæslu í um fimm vikur. „Þetta voru hlutir sem að við sáum að vantaði og voru þarfir.“ Hún segir loftdýnu og loftlyftara hafa komið föður sínum að góðum notum á meðan hann dvaldi á gjörgæslunni. „Pabbi lá á svona dýnu. Það er hægt að blása hana upp og stilla mýkt og víbring til þess að fá smá hreyfingu á sjúklingana. Þá er minni hætta á legusárum.“ Hún segir loftlyftara einnig nauðsynlega fyrir langlegusjúklinga til þess að komast úr rúmi, fá hreyfingu og breyta um umhverfi. „Þetta er einnig hagræðing fyrir starfsfólkið. Lyftarinn getur híft upp 250 kíló og það er oft ekki mannskapur í að lyfta sjúklingi sem getur ekkert hjálpað til. Þegar sjúklingar liggja lengi fá þeir svokallaða gjörgæslulömun. Tækin tvö sem Margrét gaf deildinni eru samtals að andvirði tveggja milljóna króna. „Ég varð fertug á árinu og ákvað að safna fyrir þessu,“ útskýrir hún. „Þetta hefði aldrei gerst nema fyrir tilstilli allra gestanna og vinanna sem voru rosalega rausnarlegir.“ Margrét segir föður sinn hafa fengið afskaplega góða umönnun á gjörgæsludeildinni. „Það er alveg ótrúlega flott starfsfólk þarna sem á heiður skilið.“ Hún segir líðan föður síns eins góða og hægt er miðað við aðstæður. Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
Margrét Skúladóttir Sigurz gaf gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi loftdýnu og loftlyftara á dögunum í þakkarskyni fyrir þá góðu umönnun sem faðir hennar fékk á deildinni. „Pabbi þurfti að liggja inni á gjörgæslunni í talsvert langan tíma,“ segir Margrét. Faðir hennar, Skúli Eggert Sigurz, slasaðist alvarlega í mars á síðasta ári þegar maður réðst inn á lögmannstofu hans, Lagastoð, og stakk hann fimm sinnum með 13 sentimetra veiðihníf. Það hefur verið kallað læknisfræðilegt afrek að tekist hafi að bjarga honum. Lá hann á gjörgæslu í um fimm vikur. „Þetta voru hlutir sem að við sáum að vantaði og voru þarfir.“ Hún segir loftdýnu og loftlyftara hafa komið föður sínum að góðum notum á meðan hann dvaldi á gjörgæslunni. „Pabbi lá á svona dýnu. Það er hægt að blása hana upp og stilla mýkt og víbring til þess að fá smá hreyfingu á sjúklingana. Þá er minni hætta á legusárum.“ Hún segir loftlyftara einnig nauðsynlega fyrir langlegusjúklinga til þess að komast úr rúmi, fá hreyfingu og breyta um umhverfi. „Þetta er einnig hagræðing fyrir starfsfólkið. Lyftarinn getur híft upp 250 kíló og það er oft ekki mannskapur í að lyfta sjúklingi sem getur ekkert hjálpað til. Þegar sjúklingar liggja lengi fá þeir svokallaða gjörgæslulömun. Tækin tvö sem Margrét gaf deildinni eru samtals að andvirði tveggja milljóna króna. „Ég varð fertug á árinu og ákvað að safna fyrir þessu,“ útskýrir hún. „Þetta hefði aldrei gerst nema fyrir tilstilli allra gestanna og vinanna sem voru rosalega rausnarlegir.“ Margrét segir föður sinn hafa fengið afskaplega góða umönnun á gjörgæsludeildinni. „Það er alveg ótrúlega flott starfsfólk þarna sem á heiður skilið.“ Hún segir líðan föður síns eins góða og hægt er miðað við aðstæður.
Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira