Innlent

Brot gegn piltunum í rannsókn

Stígur Helgason skrifar
Lögregla rannsakar nú brot mannsins gegn þremur piltum.
Lögregla rannsakar nú brot mannsins gegn þremur piltum.
Lögreglan á Akureyri hefur hafið rannsókn á meintum kynferðisbrotum manns á áttræðisaldri gegn tveimur piltum, átján og nítján ára, sem réðust á hann á Skagaströnd um liðna helgi. Annar piltanna er barnabarn mannsins.

Áður hafði lögreglan rannsakað kynferðisbrot mannsins gegn öðru barnabarni hans, sem nú er á þrítugsaldri. Hann hefur játað brotin að hluta og það mál er komið til ríkissaksóknara til ákærumeðferðar. Maðurinn verður ekki nafngreindur hér af tillitssemi við þolendur hans.

Piltarnir sem réðust á manninn voru látnir lausir úr gæsluvarðhaldi seinni partinn á miðvikudag. Þeir höfðu játað brotið og því þótti ekki ástæða til að halda þeim lengur. Málið verður það senn sent ríkissaksóknara.

Piltarnir lögðu ekki fram formlega kæru á hendur manninum fyrir kynferðisbrot en greindu frá þeim við yfirheyrslur og í kjölfarið ákvað lögregla að hefja á þeim rannsókn.

Maðurinn hlaut alvarlega höfuðáverka við árásina og liggur enn á spítala. Hann er þó ekki í lífshættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×