Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 0-1 Kristinn Páll Teitsson í Lautinni skrifar 16. júní 2013 00:01 Snyrtilegt mark Nichlas Rohde dugði Blikum í 1-0 sigri þeirra á Fylkismönnum í Pepsi deild karla í kvöld. Lítið var um færi í leiknum og kom sigurmarkið úr skyndisókn 10 mínútum fyrir leikslok. Fylkismenn sátu í 11. sæti fyrir leik kvöldsins með aðeins tvö stig úr sex leikjum. Ekkert hefur gengið hjá liðinu sem hefur tapað öllum heimaleikjum liðsins á tímabilinu og aðeins þrír hafa skorað mark í deildinni. Blikar sátu um miðja deildina í sjötta sæti, þeir þurftu á sigri að halda til að halda í við efstu liðin. Fyrri hálfleikur var dapur, sóknir liðanna runnu flestar út í sandinn áður en úr urðu hættuleg færi. Liðin skiptust á hálffærum út hálfleikin en bestu tvö færin féllu í skaut Árna Vilhjálmssonar. Hann fékk fínt skallafæri og annað fínt skotfæri eftir fyrirgjafir frá Kristni Jónssyni. Bæði skotin voru hinsvegar framhjá og fóru liðin jöfn inn í hálfleik. Seinni hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri, bæði liðin lágu aftur og reyndu skyndisóknir sem gengu illa. Þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum kom hinsvegar sigurmarkið úr skyndisókn, Fylkismenn áttu hornspyrnu sem Blikar náðu með naumindum að hreinsa. Boltinn féll fyrir Andra Rafn sem átti fína rispu upp völlinn, fann Rohde sem sneri á varnarmann og laumaði boltanum í hornið. Fylkismenn reyndu að bæta í sóknina undir lokin í von um jöfnunarmark en sköpuðu sér engin hættuleg færi til þess. Rohde sem kom sprækur af bekknum átti fína tilraun til að gera út um leikinn aðeins tveimur mínútum eftir markið en hún fór naumlega framhjá. Leiknum lauk því með 1-0 sigri Blika sem taka stigin þrjú heim í Kópavoginn. Þeir stjórnuðu leiknum lengst af og gáfu fá færi á sér enda þurfti Gunnleifur aðeins að verja eitt skot í leiknum. Fylkismenn þurfa hinsvegar að fara að skoða leik sinn betur, þeir eru aðeins með tvö stig og sex mörk í fyrstu sjö leikjunum og sitja í 11. sæti. Ásmundur: Óásættanlegt að vera búinn að tapa fjórum heimaleikjum„Menn voru búnir að vinna vinnuna sína vel, við fórum inn í leikinn með það markmið vera þéttir til baka og vera skipulagðir og loka á þeirra spil. Mér fannst það ganga vel, þeir fengu lítið af færum og það er erfitt að tapa leiknum eftir það," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkismanna eftir leikinn. „Við fengum möguleika en það var oft á tíðum klaufaskapur að nýta þá ekki betur, þær opnanir sem sköpuðust fyrir okkur. Við fengum okkar möguleika en þetta er kannski lýsandi fyrir sumarið hjá okkur, markið þeirra kemur upp úr hornspyrnu hjá okkur," Sigurmarkið kom þegar 10 mínútur voru eftir á klukkunni, Fylkismenn fengu fínt færi en klúðruðu því, úr því komu Blikar í skyndisókn og skoruðu sigurmarkið. „Þeir fara í hraðaupphlaup sem við náum ekki að stöðva, við reynum að brjóta það niður en þeir ná að standa það af sér og skora sigurmarkið. Stöngin inn, stöngin út, hefði markið komið hinumegin hefði staðan verið allt önnur," Þetta var fjórði tapleikur Fylkismanna á heimavelli í röð og þeir bíða enn eftir fyrsta sigrinum í Pepsi deildinni. „Ég er mjög ósáttur við það, að vera búinn að tapa fjórum heimaleikjum er óásættanlegt og við verðum að laga það. Auðvitað er komið stress í hópinn sem sést kannski á fjölda allra feilsendinga í dag, við þurfum að ná að kreista fram fyrsta sigurinn og við það kemur vonandi meiri yfirvegun," Ólafur: Þurftum að berjast fyrir stigunum þremur„Stigin skipta töluverðu máli í fótbolta og ég var ánægður að ná þeim hér í kvöld," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks eftir leikinn. Leikurinn var í járnum lengst af en Blikar fengu betri færin í leiknum. „Við náðum þessu hérna undir lokin, við vorum að koma á Fylkisvöllinn gegn Fylkisliði sem hefur ekki gengið vel upp á síðkastið. Þeir drógu sig aftarlega, voru skipulagðir og við þurftum að brjóta það aftur." „Við spiluðum ekkert glansfótbolta en það var mikil vinnusemi og dugnaður. Við náðum því sem við ætluðum okkur fyrir leikinn, að setja mark og halda hreinu. Við héldum hreinu annan leikinn í röð sem er mjög jákvætt, það er heilmikið jákvætt hægt að taka út úr leiknum," „Fylkisliðið er vel mannað og það er búið að stilla þessum leik upp eins og einhverjum síðasta séns fyrir þá sem ég er ekki sammála. Við þurftum að berjast fyrir stigunum þremur í kvöld," sagði Ólafur. Bjarni Þórður: Grautfúlt að tapa þessu„Okkar plan gekk vel upp, við vorum þéttir fyrir og ætluðum að beita skyndisóknum. Þeir sköpuðu sér lítið af færum svo þetta er auðvitað alveg grautfúlt," sagði Bjarni Þórður Halldórsson, markmaður Fylkis eftir leikinn. „Markið þeirra kemur úr skyndisókn eftir hornspyrnu frá okkur. Ein sókn, smá einbeitingarleysi í svona 10 sekúndur og leikurinn er tapaður. Þetta er það sem getur verið svo grátlegt við fótbolta, stöngin inn, stöngin út atvik." Lítið var um færi hjá báðum liðum og höfðu Bjarni og Gunnleifur það nokkuð náðugt lengst af. „Bæði lið lögðu sennilega upp með það að vera þétt fyrir. Þeir vildu örugglega fá okkur framarlega og reyna að breika á okkur alveg eins og við ætluðum að gera. Þetta var algjör jafnteflisleikur og maður væri alveg til í að hafa fengið stig hérna í kvöld," Fylkismenn sitja í næst neðsta sæti eftir leiki kvöldsins með aðeins tvö stig. „Það er hundfúlt að vera með tvö stig eftir 7 leiki og ekki það sem menn ætluðu að gera. Það er blóðug fallbarátta framundan og við verðum að girða okkur í brók fyrir það," sagði Bjarni Þórður. Finnur Orri: Hægur og þungur leikur„Stigin þrjú eru það sem skipta máli og við erum mjög ánægðir með að hafa tekið þau í kvöld. Við héldum hreinu, skoruðum mark og unnum leikinn. Þessir 1-0 leikir eru yfirleitt sætustu sigrarnir," sagði Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Blika eftir leikinn. „Þetta var hægur og þungur leikur, rétt eins og að vinna í steypu þá var þetta þolinmæðisvinna. Við töluðum um það að markið gæti komið bæði á fyrstu og síðustu mínútu, það skiptir ekki máli. Við ætluðum okkur þrjú stig og við nældum okkur í það," Sigurmarkið kom í skyndisókn eftir hættilega sókn Fylkismanna örfáum sekúndum fyrr. „Við vörðumst því mjög vel og börðumst í teignum. Svo tekur Andri Rafn þvílíkann sprett sem við eigum eftir að sjá oftar og skapar sigurmarkið," Með sigrinum halda Blikar í efstu liðin og virðist vera að skapast tvær sex liða deildir í Pepsi deildinni. „Þetta var mjög mikilvægur leikur til að halda sér í þessum pakka sem við viljum vera í. Við ætlum okkur að vera í toppbaráttunni og þessi leikur var jafn mikilvægur og hver annar til að halda sér í baráttunni," sagði Finnur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Snyrtilegt mark Nichlas Rohde dugði Blikum í 1-0 sigri þeirra á Fylkismönnum í Pepsi deild karla í kvöld. Lítið var um færi í leiknum og kom sigurmarkið úr skyndisókn 10 mínútum fyrir leikslok. Fylkismenn sátu í 11. sæti fyrir leik kvöldsins með aðeins tvö stig úr sex leikjum. Ekkert hefur gengið hjá liðinu sem hefur tapað öllum heimaleikjum liðsins á tímabilinu og aðeins þrír hafa skorað mark í deildinni. Blikar sátu um miðja deildina í sjötta sæti, þeir þurftu á sigri að halda til að halda í við efstu liðin. Fyrri hálfleikur var dapur, sóknir liðanna runnu flestar út í sandinn áður en úr urðu hættuleg færi. Liðin skiptust á hálffærum út hálfleikin en bestu tvö færin féllu í skaut Árna Vilhjálmssonar. Hann fékk fínt skallafæri og annað fínt skotfæri eftir fyrirgjafir frá Kristni Jónssyni. Bæði skotin voru hinsvegar framhjá og fóru liðin jöfn inn í hálfleik. Seinni hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri, bæði liðin lágu aftur og reyndu skyndisóknir sem gengu illa. Þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum kom hinsvegar sigurmarkið úr skyndisókn, Fylkismenn áttu hornspyrnu sem Blikar náðu með naumindum að hreinsa. Boltinn féll fyrir Andra Rafn sem átti fína rispu upp völlinn, fann Rohde sem sneri á varnarmann og laumaði boltanum í hornið. Fylkismenn reyndu að bæta í sóknina undir lokin í von um jöfnunarmark en sköpuðu sér engin hættuleg færi til þess. Rohde sem kom sprækur af bekknum átti fína tilraun til að gera út um leikinn aðeins tveimur mínútum eftir markið en hún fór naumlega framhjá. Leiknum lauk því með 1-0 sigri Blika sem taka stigin þrjú heim í Kópavoginn. Þeir stjórnuðu leiknum lengst af og gáfu fá færi á sér enda þurfti Gunnleifur aðeins að verja eitt skot í leiknum. Fylkismenn þurfa hinsvegar að fara að skoða leik sinn betur, þeir eru aðeins með tvö stig og sex mörk í fyrstu sjö leikjunum og sitja í 11. sæti. Ásmundur: Óásættanlegt að vera búinn að tapa fjórum heimaleikjum„Menn voru búnir að vinna vinnuna sína vel, við fórum inn í leikinn með það markmið vera þéttir til baka og vera skipulagðir og loka á þeirra spil. Mér fannst það ganga vel, þeir fengu lítið af færum og það er erfitt að tapa leiknum eftir það," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkismanna eftir leikinn. „Við fengum möguleika en það var oft á tíðum klaufaskapur að nýta þá ekki betur, þær opnanir sem sköpuðust fyrir okkur. Við fengum okkar möguleika en þetta er kannski lýsandi fyrir sumarið hjá okkur, markið þeirra kemur upp úr hornspyrnu hjá okkur," Sigurmarkið kom þegar 10 mínútur voru eftir á klukkunni, Fylkismenn fengu fínt færi en klúðruðu því, úr því komu Blikar í skyndisókn og skoruðu sigurmarkið. „Þeir fara í hraðaupphlaup sem við náum ekki að stöðva, við reynum að brjóta það niður en þeir ná að standa það af sér og skora sigurmarkið. Stöngin inn, stöngin út, hefði markið komið hinumegin hefði staðan verið allt önnur," Þetta var fjórði tapleikur Fylkismanna á heimavelli í röð og þeir bíða enn eftir fyrsta sigrinum í Pepsi deildinni. „Ég er mjög ósáttur við það, að vera búinn að tapa fjórum heimaleikjum er óásættanlegt og við verðum að laga það. Auðvitað er komið stress í hópinn sem sést kannski á fjölda allra feilsendinga í dag, við þurfum að ná að kreista fram fyrsta sigurinn og við það kemur vonandi meiri yfirvegun," Ólafur: Þurftum að berjast fyrir stigunum þremur„Stigin skipta töluverðu máli í fótbolta og ég var ánægður að ná þeim hér í kvöld," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks eftir leikinn. Leikurinn var í járnum lengst af en Blikar fengu betri færin í leiknum. „Við náðum þessu hérna undir lokin, við vorum að koma á Fylkisvöllinn gegn Fylkisliði sem hefur ekki gengið vel upp á síðkastið. Þeir drógu sig aftarlega, voru skipulagðir og við þurftum að brjóta það aftur." „Við spiluðum ekkert glansfótbolta en það var mikil vinnusemi og dugnaður. Við náðum því sem við ætluðum okkur fyrir leikinn, að setja mark og halda hreinu. Við héldum hreinu annan leikinn í röð sem er mjög jákvætt, það er heilmikið jákvætt hægt að taka út úr leiknum," „Fylkisliðið er vel mannað og það er búið að stilla þessum leik upp eins og einhverjum síðasta séns fyrir þá sem ég er ekki sammála. Við þurftum að berjast fyrir stigunum þremur í kvöld," sagði Ólafur. Bjarni Þórður: Grautfúlt að tapa þessu„Okkar plan gekk vel upp, við vorum þéttir fyrir og ætluðum að beita skyndisóknum. Þeir sköpuðu sér lítið af færum svo þetta er auðvitað alveg grautfúlt," sagði Bjarni Þórður Halldórsson, markmaður Fylkis eftir leikinn. „Markið þeirra kemur úr skyndisókn eftir hornspyrnu frá okkur. Ein sókn, smá einbeitingarleysi í svona 10 sekúndur og leikurinn er tapaður. Þetta er það sem getur verið svo grátlegt við fótbolta, stöngin inn, stöngin út atvik." Lítið var um færi hjá báðum liðum og höfðu Bjarni og Gunnleifur það nokkuð náðugt lengst af. „Bæði lið lögðu sennilega upp með það að vera þétt fyrir. Þeir vildu örugglega fá okkur framarlega og reyna að breika á okkur alveg eins og við ætluðum að gera. Þetta var algjör jafnteflisleikur og maður væri alveg til í að hafa fengið stig hérna í kvöld," Fylkismenn sitja í næst neðsta sæti eftir leiki kvöldsins með aðeins tvö stig. „Það er hundfúlt að vera með tvö stig eftir 7 leiki og ekki það sem menn ætluðu að gera. Það er blóðug fallbarátta framundan og við verðum að girða okkur í brók fyrir það," sagði Bjarni Þórður. Finnur Orri: Hægur og þungur leikur„Stigin þrjú eru það sem skipta máli og við erum mjög ánægðir með að hafa tekið þau í kvöld. Við héldum hreinu, skoruðum mark og unnum leikinn. Þessir 1-0 leikir eru yfirleitt sætustu sigrarnir," sagði Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Blika eftir leikinn. „Þetta var hægur og þungur leikur, rétt eins og að vinna í steypu þá var þetta þolinmæðisvinna. Við töluðum um það að markið gæti komið bæði á fyrstu og síðustu mínútu, það skiptir ekki máli. Við ætluðum okkur þrjú stig og við nældum okkur í það," Sigurmarkið kom í skyndisókn eftir hættilega sókn Fylkismanna örfáum sekúndum fyrr. „Við vörðumst því mjög vel og börðumst í teignum. Svo tekur Andri Rafn þvílíkann sprett sem við eigum eftir að sjá oftar og skapar sigurmarkið," Með sigrinum halda Blikar í efstu liðin og virðist vera að skapast tvær sex liða deildir í Pepsi deildinni. „Þetta var mjög mikilvægur leikur til að halda sér í þessum pakka sem við viljum vera í. Við ætlum okkur að vera í toppbaráttunni og þessi leikur var jafn mikilvægur og hver annar til að halda sér í baráttunni," sagði Finnur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira