Ég ætla að hafa áhrif á framtíð handboltans Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. júní 2013 22:23 Ólafur Stefánsson skilur sáttur við leikmannaferilinn en ætlar að láta til sín taka sem þjálfari. Hann var þakklátur fyrir þá kveðjustund sem hann fékk þegar að Ísland vann Rúmeníu með tíu marka mun í Laugardalshöllinni í kvöld. „Mér líður ótrúlega vel. Ég náði að spila vel í þessum leik og er það frábær minning. Og miklu skemmtilegra en þessi leikur [gegn Ungverjum á ÓL] fyrir tíu mánuðum síðan. Það var yndislegt að fá að enda þetta vel - vinna leikinn og spila vel,“ sagði Ólafur sem skoraði átta mörk og gaf níu stoðsendingar. Hann átti frábæran leik. Ólafur fékk magnaðar mótttökur hjá áhorfendum í kvöld sem fögnuðu honum ótt og títt í leiknum. Það hélt svo áfram í sérstakri athöfn þar sem Ólafur var hylltur og honum færð afreksmannaorðu ÍSÍ. Hann er fyrsti viðtakandi hennar frá upphafi.„Þetta var alveg yndislegt. Það var búið að undirbúa mann aðeins með Takk, Óli dæminu á netinu. Þetta var skemmtilegt - svo er sautjándi júní á morgun og bara gaman,“ sagði hann af mikilli hógværð. Ólafur er sáttur við landsliðsferilinn. Hápunktarnir voru silfur í Peking og brons á EM í Austurríki. En gullið vantaði. „Það var það eina sem fór forgörðum. Það var erfitt að takast á við það enda vorum við með svo blússandi gott lið. Þeir verða þá bara að gera það síðar og þá ætla ég að njóta þess með þeim. Þá finnst mér ég eiga eitthvað í því enda þarf maður stundum að klikka á einhverju til að fatta út á hvað þetta gengur.“ „Við erum með flott lið í höndunum og sterka leikmenn með mikið kjöt á beinunum. Það þarf að þjálfa þá vel og ef menn eru rétt stemmdir er hægt að gera hvað sem er í þessari íþrótt.“Ólafur spilaði allan leikinn fram á lokamínútu er Aron Kristjánsson tók síðasta leikhlé sitt er 44 sekúndur voru eftir. Ólafur spilaði frábærlega en var hættur að taka sprettinn til baka eftir sóknir Íslands í blálokin. „Ég tók samt ekki Webberinn, eins og það heitir [eftir NBA-stjörnunni Chris Webber. Það er slæmt „sign“ fyrir liðið sitt og gefur mótherjanum kraft. Þannig að ég tók það ekki og er sáttur við það.“ Hann segist sáttur við að hætta á þessum tímapunkti. „Það er flott að hætta með góðum leik. Hefði ég spilað illa hefði það verið merki um að hætta. Þetta var því „win-win“,“ sagði hann og staðfesti að hann muni ekki spila með Val á næstu leiktíð en Ólafur verður þjálfari liðsins.„Nei, það held ég að sé alveg öruggt. Ég er bara kominn í inniskóna - þessa hérna - og spilaði á þeim í dag,“ sagði hann og benti á Five Fingers-skóna svokölluðu sem hann klæddist í leiknum. Ólafur mun nú einbeita sér að þjálfarastarfinu af fullum krafti. „Ég ætla að reyna að hafa áhrif á framtíð handboltans. Ég ætla að færa handboltanum meiri gæði á allan hátt og það er hægt. Það er heilmikið svigrúm til að bæta handboltann.“ „Ekki nema örfáir þjálfarar í heiminum taka leikinn lengra. Hinir 95-96 prósent eru bara í einhverju tjóni - þeir eru að „casha inn“ og starfa bara á sjálfsstýringu. Það þarf að sparka í þá og auðvitað sjálfan sig líka - sýna að það er hægt að gera þennan leik betri,“ sagði Ólafur að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Ólafur Stefánsson skilur sáttur við leikmannaferilinn en ætlar að láta til sín taka sem þjálfari. Hann var þakklátur fyrir þá kveðjustund sem hann fékk þegar að Ísland vann Rúmeníu með tíu marka mun í Laugardalshöllinni í kvöld. „Mér líður ótrúlega vel. Ég náði að spila vel í þessum leik og er það frábær minning. Og miklu skemmtilegra en þessi leikur [gegn Ungverjum á ÓL] fyrir tíu mánuðum síðan. Það var yndislegt að fá að enda þetta vel - vinna leikinn og spila vel,“ sagði Ólafur sem skoraði átta mörk og gaf níu stoðsendingar. Hann átti frábæran leik. Ólafur fékk magnaðar mótttökur hjá áhorfendum í kvöld sem fögnuðu honum ótt og títt í leiknum. Það hélt svo áfram í sérstakri athöfn þar sem Ólafur var hylltur og honum færð afreksmannaorðu ÍSÍ. Hann er fyrsti viðtakandi hennar frá upphafi.„Þetta var alveg yndislegt. Það var búið að undirbúa mann aðeins með Takk, Óli dæminu á netinu. Þetta var skemmtilegt - svo er sautjándi júní á morgun og bara gaman,“ sagði hann af mikilli hógværð. Ólafur er sáttur við landsliðsferilinn. Hápunktarnir voru silfur í Peking og brons á EM í Austurríki. En gullið vantaði. „Það var það eina sem fór forgörðum. Það var erfitt að takast á við það enda vorum við með svo blússandi gott lið. Þeir verða þá bara að gera það síðar og þá ætla ég að njóta þess með þeim. Þá finnst mér ég eiga eitthvað í því enda þarf maður stundum að klikka á einhverju til að fatta út á hvað þetta gengur.“ „Við erum með flott lið í höndunum og sterka leikmenn með mikið kjöt á beinunum. Það þarf að þjálfa þá vel og ef menn eru rétt stemmdir er hægt að gera hvað sem er í þessari íþrótt.“Ólafur spilaði allan leikinn fram á lokamínútu er Aron Kristjánsson tók síðasta leikhlé sitt er 44 sekúndur voru eftir. Ólafur spilaði frábærlega en var hættur að taka sprettinn til baka eftir sóknir Íslands í blálokin. „Ég tók samt ekki Webberinn, eins og það heitir [eftir NBA-stjörnunni Chris Webber. Það er slæmt „sign“ fyrir liðið sitt og gefur mótherjanum kraft. Þannig að ég tók það ekki og er sáttur við það.“ Hann segist sáttur við að hætta á þessum tímapunkti. „Það er flott að hætta með góðum leik. Hefði ég spilað illa hefði það verið merki um að hætta. Þetta var því „win-win“,“ sagði hann og staðfesti að hann muni ekki spila með Val á næstu leiktíð en Ólafur verður þjálfari liðsins.„Nei, það held ég að sé alveg öruggt. Ég er bara kominn í inniskóna - þessa hérna - og spilaði á þeim í dag,“ sagði hann og benti á Five Fingers-skóna svokölluðu sem hann klæddist í leiknum. Ólafur mun nú einbeita sér að þjálfarastarfinu af fullum krafti. „Ég ætla að reyna að hafa áhrif á framtíð handboltans. Ég ætla að færa handboltanum meiri gæði á allan hátt og það er hægt. Það er heilmikið svigrúm til að bæta handboltann.“ „Ekki nema örfáir þjálfarar í heiminum taka leikinn lengra. Hinir 95-96 prósent eru bara í einhverju tjóni - þeir eru að „casha inn“ og starfa bara á sjálfsstýringu. Það þarf að sparka í þá og auðvitað sjálfan sig líka - sýna að það er hægt að gera þennan leik betri,“ sagði Ólafur að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira