Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 33-34 | Draumurinn úti 8. ágúst 2012 00:01 Mynd/Valli Draumurinn um verðlaun hjá íslenska karlalandsliðinu í handknattleik er úti eftir eins marks tap gegn Ungverjum í tvíframlengdum leik í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í dag, 33-34. Íslendingar voru undir lengst af leiknum en gáfust aldrei upp. Þeir komust yfir 27-26 þegar rúm ein og hálf mínúta lifði leiks og fengu vítakast þegar tíu sekúndur voru eftir marki yfir. Snorri Steinn Guðjónsson, sem sat annars á bekknum í dag, steig á punktinn en besti maður vallarins, Nándor Fazekas í marki Ungverja, varði frá Snorra. Ungverjar brunuðu upp og nýttu sér sofandahátt í vörn Íslands og jöfnuðu leikinn í blálokin. Aftur fengu Íslendingar gott tækifæri til þess að tryggja sér sigur í fyrri framlengingunni. Guðjón Valur Sigurðsson fór þá inn úr horninu fullsnemma í síðustu sókn Íslands en færið þröngt og Fazekas varði. Ungverjar fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn en skot László Nagy small í þverslánni. Í síðari framlengingunni náðu Ungverjar tveggja marka forskoti 34-32 sem Íslendingum tókst ekki að jafna. Ísland fékk 17 sekúndur til að jafna leikinn undir lokin en okkar menn náðu ekki að skapa sér almennilegt færi. Sókninni lauk með undirhandarskoti frá Aroni Pálmarssyni en framhjá markinu fór boltinn. Ungverjar fögnuðu en íslensku strákarnir og þjóðin í sárum. Tapið er vægast sagt grátlegur endir á frábærri frammistöðu íslenska landsliðsins í London. Liðið var lengi í gang í dag og ýmislegt sem vantaði í leik liðsins. Þrátt fyrir mótlætið héldu okkar menn haus, jöfnuðu leikinn endurtekið en misstu Ungverja jafnóðum fram úr sér á ný. Sérstaklega voru dýrkeyptar þær mínútur sem Íslendingar voru manni fleiri án þess að nýta sér það. Hreiðar Levý Guðmundsson átti frábæra innkomu í síðari hálfleikinn í marki Íslands. Segja má að hann hafi kveikt neistann sem vantaði en Ísland var fjórum mörkum undir í hálfleik. Aron Pálmarsson var sjóðandi heitur lengi vel í sókninni þar sem hann bæði skoraði og lagði upp mörk. Þá skoruðu Arnór Atlason og Ólafur Stefánsson mikilvæg mörk undir lokin og í framlengingunum. Besti maður vallarins var þó Nándor Fazekas í marki Ungverja sem varði 25 skot. Þá spilaði vörn Ungverja virkilega vel og gerði sókn Íslands erfitt fyrir á löngum köflum. Stórskyttan László Nagy skoraði einnig mikilvæg mörk fyrir Ungverja sem spila til verðlauna á mótinu. Þátttöku Íslands er lokið. Frekari umfjöllun og viðtöl um leikinn koma inn á Vísi innan skamms. Handbolti Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Sjá meira
Draumurinn um verðlaun hjá íslenska karlalandsliðinu í handknattleik er úti eftir eins marks tap gegn Ungverjum í tvíframlengdum leik í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í dag, 33-34. Íslendingar voru undir lengst af leiknum en gáfust aldrei upp. Þeir komust yfir 27-26 þegar rúm ein og hálf mínúta lifði leiks og fengu vítakast þegar tíu sekúndur voru eftir marki yfir. Snorri Steinn Guðjónsson, sem sat annars á bekknum í dag, steig á punktinn en besti maður vallarins, Nándor Fazekas í marki Ungverja, varði frá Snorra. Ungverjar brunuðu upp og nýttu sér sofandahátt í vörn Íslands og jöfnuðu leikinn í blálokin. Aftur fengu Íslendingar gott tækifæri til þess að tryggja sér sigur í fyrri framlengingunni. Guðjón Valur Sigurðsson fór þá inn úr horninu fullsnemma í síðustu sókn Íslands en færið þröngt og Fazekas varði. Ungverjar fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn en skot László Nagy small í þverslánni. Í síðari framlengingunni náðu Ungverjar tveggja marka forskoti 34-32 sem Íslendingum tókst ekki að jafna. Ísland fékk 17 sekúndur til að jafna leikinn undir lokin en okkar menn náðu ekki að skapa sér almennilegt færi. Sókninni lauk með undirhandarskoti frá Aroni Pálmarssyni en framhjá markinu fór boltinn. Ungverjar fögnuðu en íslensku strákarnir og þjóðin í sárum. Tapið er vægast sagt grátlegur endir á frábærri frammistöðu íslenska landsliðsins í London. Liðið var lengi í gang í dag og ýmislegt sem vantaði í leik liðsins. Þrátt fyrir mótlætið héldu okkar menn haus, jöfnuðu leikinn endurtekið en misstu Ungverja jafnóðum fram úr sér á ný. Sérstaklega voru dýrkeyptar þær mínútur sem Íslendingar voru manni fleiri án þess að nýta sér það. Hreiðar Levý Guðmundsson átti frábæra innkomu í síðari hálfleikinn í marki Íslands. Segja má að hann hafi kveikt neistann sem vantaði en Ísland var fjórum mörkum undir í hálfleik. Aron Pálmarsson var sjóðandi heitur lengi vel í sókninni þar sem hann bæði skoraði og lagði upp mörk. Þá skoruðu Arnór Atlason og Ólafur Stefánsson mikilvæg mörk undir lokin og í framlengingunum. Besti maður vallarins var þó Nándor Fazekas í marki Ungverja sem varði 25 skot. Þá spilaði vörn Ungverja virkilega vel og gerði sókn Íslands erfitt fyrir á löngum köflum. Stórskyttan László Nagy skoraði einnig mikilvæg mörk fyrir Ungverja sem spila til verðlauna á mótinu. Þátttöku Íslands er lokið. Frekari umfjöllun og viðtöl um leikinn koma inn á Vísi innan skamms.
Handbolti Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Sjá meira