Við getum náð hámarksárangri án Óla Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. júní 2013 22:43 Mynd/Vilhelm Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, sparaði Ólafi Stefánssyni ekki lofið eftir tíu marka sigur Íslands á Rúmeníu í undankeppni EM 2014 í kvöld. Þetta var kveðjuleikur Ólafs Stefánssonar sem lagði skóna á hilluna eftir magnaðan feril. „Ég fékk gæsahúð eins og aðrir. Það var þjóðhátíðarstemning í höllinni, Óli spilaði frábærlega og liðið lagði sig 110 prósent fram. Þetta var frábært kvöld,“ sagði Aron en Íslendingar voru í basli með Rúmenana framan af leik. „Við gerðum töluvert af mistökum og flýttum okkur stundum of mikið - eins og við ætluðum okkur um of. En við náðum að halda í við þá í hálfleik og eftir að við breyttum í 5+1 vörn í seinni hálfleik þá fór þetta að ganga betur hjá okkur.“ Þegar 20 mínútur voru eftir komst Rúmenía yfir eftir þrjú ódýr mörk í röð. Aron tók þá leikhlé og Ísland svaraði með því að skora sex mörk í röð. „Við þurftum bara að halda áfram og trúa á það sem við vorum að gera. Menn fóru að nýta færin betur og með bættum varnarleik komu hraðaupphlaupin með.“ „Við vorum aldrei að fara að tapa þessum leik. Við ætluðum að keyra duglega á þá enda vissum við að það myndi draga af þeim þegar líða tæki á leikinn,“ sagði Aron en hann kvíðir ekki framtíð landsliðsins - þó hún sé án Ólafs Stefánssonar. „Nú vantar 7-8 leikmenn vegna meiðsla og er það gríðarlega stór biti. Með fullt lið erum við mjög góðir, þó við séum án Ólafs, og getum gert góða hluti. Það er markmiðið fyrir EM í Danmörku - að hafa alla heila og gera stóra hluti þar. Við getum vel náð hámarksárangri.“ Aron sagði Ólafur eiga skilið að vera lofaður sem besti handboltamaður heims. „Hann hefur verið einn af þeim allra bestu í heiminum undanfarin ár. Hann er með gríðarlega leikskilning, ótrúlega góður leikmaður og frábær karakter. Hann er með þeim betri - ef ekki sá besti - sem komið hefur fram í heiminum.“ Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Rúmenía 37-27 | Ólafur kvaddur með sigri Ísland tryggði sér í kvöld sigur í sínum riðli í undankeppni EM 2014 með góðum sigri á Rúmeníu í kveðjuleik Ólafs Stefánssonar. 16. júní 2013 00:01 Þakkarræða Óla Stef "Ég er búinn að komast að því að ef maður kíkir aðeins undir steininn í íslensku þjóðfélagi getur maður þakkað fyrir að komast í gegnum æskuna áfallslaust og pressulaust. Takk fyrir að leyfa mér að vera strákur.“ 16. júní 2013 18:48 Fremsti handboltamaður sögunnar? Ólafur Stefánsson er ekki aðeins besti handboltamaður sem Ísland hefur átt heldur mögulega sá fremsti sem iðkað hefur íþróttina. Sá örvhenti leikur kveðjuleik sinn með íslenska landsliðinu gegn Rúmeníu í kvöld fyrir fullri Laugardalshöll. 16. júní 2013 09:00 Ég ætla að hafa áhrif á framtíð handboltans Ólafur Stefánsson skilur sáttur við leikmannaferilinn en ætlar að láta til sín taka sem þjálfari. Hann var þakklátur fyrir þá kveðjustund sem hann fékk þegar að Ísland vann Rúmeníu með tíu marka mun í Laugardalshöllinni í kvöld. 16. júní 2013 22:23 Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, sparaði Ólafi Stefánssyni ekki lofið eftir tíu marka sigur Íslands á Rúmeníu í undankeppni EM 2014 í kvöld. Þetta var kveðjuleikur Ólafs Stefánssonar sem lagði skóna á hilluna eftir magnaðan feril. „Ég fékk gæsahúð eins og aðrir. Það var þjóðhátíðarstemning í höllinni, Óli spilaði frábærlega og liðið lagði sig 110 prósent fram. Þetta var frábært kvöld,“ sagði Aron en Íslendingar voru í basli með Rúmenana framan af leik. „Við gerðum töluvert af mistökum og flýttum okkur stundum of mikið - eins og við ætluðum okkur um of. En við náðum að halda í við þá í hálfleik og eftir að við breyttum í 5+1 vörn í seinni hálfleik þá fór þetta að ganga betur hjá okkur.“ Þegar 20 mínútur voru eftir komst Rúmenía yfir eftir þrjú ódýr mörk í röð. Aron tók þá leikhlé og Ísland svaraði með því að skora sex mörk í röð. „Við þurftum bara að halda áfram og trúa á það sem við vorum að gera. Menn fóru að nýta færin betur og með bættum varnarleik komu hraðaupphlaupin með.“ „Við vorum aldrei að fara að tapa þessum leik. Við ætluðum að keyra duglega á þá enda vissum við að það myndi draga af þeim þegar líða tæki á leikinn,“ sagði Aron en hann kvíðir ekki framtíð landsliðsins - þó hún sé án Ólafs Stefánssonar. „Nú vantar 7-8 leikmenn vegna meiðsla og er það gríðarlega stór biti. Með fullt lið erum við mjög góðir, þó við séum án Ólafs, og getum gert góða hluti. Það er markmiðið fyrir EM í Danmörku - að hafa alla heila og gera stóra hluti þar. Við getum vel náð hámarksárangri.“ Aron sagði Ólafur eiga skilið að vera lofaður sem besti handboltamaður heims. „Hann hefur verið einn af þeim allra bestu í heiminum undanfarin ár. Hann er með gríðarlega leikskilning, ótrúlega góður leikmaður og frábær karakter. Hann er með þeim betri - ef ekki sá besti - sem komið hefur fram í heiminum.“
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Rúmenía 37-27 | Ólafur kvaddur með sigri Ísland tryggði sér í kvöld sigur í sínum riðli í undankeppni EM 2014 með góðum sigri á Rúmeníu í kveðjuleik Ólafs Stefánssonar. 16. júní 2013 00:01 Þakkarræða Óla Stef "Ég er búinn að komast að því að ef maður kíkir aðeins undir steininn í íslensku þjóðfélagi getur maður þakkað fyrir að komast í gegnum æskuna áfallslaust og pressulaust. Takk fyrir að leyfa mér að vera strákur.“ 16. júní 2013 18:48 Fremsti handboltamaður sögunnar? Ólafur Stefánsson er ekki aðeins besti handboltamaður sem Ísland hefur átt heldur mögulega sá fremsti sem iðkað hefur íþróttina. Sá örvhenti leikur kveðjuleik sinn með íslenska landsliðinu gegn Rúmeníu í kvöld fyrir fullri Laugardalshöll. 16. júní 2013 09:00 Ég ætla að hafa áhrif á framtíð handboltans Ólafur Stefánsson skilur sáttur við leikmannaferilinn en ætlar að láta til sín taka sem þjálfari. Hann var þakklátur fyrir þá kveðjustund sem hann fékk þegar að Ísland vann Rúmeníu með tíu marka mun í Laugardalshöllinni í kvöld. 16. júní 2013 22:23 Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Rúmenía 37-27 | Ólafur kvaddur með sigri Ísland tryggði sér í kvöld sigur í sínum riðli í undankeppni EM 2014 með góðum sigri á Rúmeníu í kveðjuleik Ólafs Stefánssonar. 16. júní 2013 00:01
Þakkarræða Óla Stef "Ég er búinn að komast að því að ef maður kíkir aðeins undir steininn í íslensku þjóðfélagi getur maður þakkað fyrir að komast í gegnum æskuna áfallslaust og pressulaust. Takk fyrir að leyfa mér að vera strákur.“ 16. júní 2013 18:48
Fremsti handboltamaður sögunnar? Ólafur Stefánsson er ekki aðeins besti handboltamaður sem Ísland hefur átt heldur mögulega sá fremsti sem iðkað hefur íþróttina. Sá örvhenti leikur kveðjuleik sinn með íslenska landsliðinu gegn Rúmeníu í kvöld fyrir fullri Laugardalshöll. 16. júní 2013 09:00
Ég ætla að hafa áhrif á framtíð handboltans Ólafur Stefánsson skilur sáttur við leikmannaferilinn en ætlar að láta til sín taka sem þjálfari. Hann var þakklátur fyrir þá kveðjustund sem hann fékk þegar að Ísland vann Rúmeníu með tíu marka mun í Laugardalshöllinni í kvöld. 16. júní 2013 22:23