„Svo lengi sem þeir selja ekki þjónustuna sjálfir, þá eru þeir líklega á gráu svæði með þetta,“ segir Tryggvi Björgvinsson, stjórnarmaður í Félagi um stafrænt frelsi á Íslandi, spurður út í lúxusnet Tals, þar sem neytendum er boðnar tæknilegar lausnir til þess að nálgast efnisveitur sem eru ólöglegar hér á landi.
Það er að segja Netflix, Hulu, iTunes og fleiri.
Fyrirtækið auðveldar aðgang þeirra sem gerast áskrifendur að þjónustunni að nálgast efnisveitunnar, en þegar eru ákveðnar girðingar fyrir. Meðal annars geta þeir sem eru með íslenska IP tölu ekki gerst áskrifendur að Netflix.
Þegar Fréttablaðið hafi samband við Póst og fjarpskiptastofnun fengust þau svör að málið væri ekki innan þeirra sviðs. Tryggvi segir ákveðna réttaróvissu uppi varðandi þjónustuna.
„Tal er milliliður þarna,“ segir hann og bætir við að það sama átti við um umsjónarmenn svokallaðra Torrent-síðna sem hafa verið sóttir til saka.
Hér má lesa fyrri umfjöllun Fréttablaðsins um málið.
Réttaróvissa um þjónustu Tals
Valur Grettisson skrifar

Mest lesið

Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti
Viðskipti innlent


Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu
Viðskipti erlent

Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku
Viðskipti innlent

Verð enn lægst í Prís
Neytendur


Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík
Viðskipti innlent


„Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“
Atvinnulíf

„Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið
Viðskipti erlent