Samkvæmt Guardian mun hann mæta aftur til leiks á kvikmyndahátíðina næsta vor með frumsýningu á nýjustu mynd sinni, Nymphomaniac.
Myndin hefur vakið athygli fyrir svo grófar kynlíssenur að tölvutækni er notuð til að klippa höfuð aðalleikaranna við klámmyndaleikara, sem sjá um grófustu atriðin í myndinni.
Lars Von Trier gerði myndina í tveimur mismunandi grófum útgáfum og er henni skipt í tvo hluta. Hann mun sýna grófari útgáfuna á hátíðinni og sýna báða hlutana í einu, samtals fimm klukkustunda kvikmyndaverk.
Í myndinni leikur Charlotte Gainsbourg kynlífsfíkilinn Joe, sem segir erótíska sögu sína frá fæðingu til fimmtugs.
Nymphomaniac verður frumsýnd í Danmörku um jólin, en það verður að öllum líkindum ljósbláa útgáfan af myndinni þar sem Lars Von Trier vill geyma grófari útgáfuna fyrir Cannes.