Siðmennt og áhrifin á íslenskt samfélag Hope Knútsson skrifar 3. október 2013 10:05 Siðmennt, félag siðrænna húmanista, er skráð lífsskoðunarfélag. Félagið er málsvari húmanisma (manngildisstefnu) og frjálsrar hugsunar óháð trúarsetningum og hefur siðferði og skynsemi að leiðarljósi. Félagið stendur fyrir veraldlegum og húmanískum athöfnum. Hópurinn sem skipulagði fyrstu borgaralegu ferminguna á Íslandi veturinn 1988-1989 stofnaði Siðmennt ári seinna, í febrúar 1990, til þess að tryggja að þessi valkostur við kirkjulega fermingu mundi halda áfram að vera fyrir hendi. Þá var strax stefnt að því að bjóða upp á fleiri veraldlegar athafnir á mikilvægum tímamótum í lífi fólks. Árið 2007 sendi systurfélag Siðmenntar, Human-Etisk Forbund í Noregi, kennara sem þjálfaði fyrsta hóp íslenskra veraldlegra athafnarstjóra og síðan 2008 höfum við boðið upp á veraldlega eða húmaníska nafngjöf, giftingu og útför. Fjöldi athafna er kominn upp í rúmlega 160. Í maí síðastliðnum varð Siðmennt lögformlegt skráð lífsskoðunarfélag og með því urðu athafnarstjórar félagsins lögformlegir vígslumenn í giftingum. Í kjölfarið hefur fjöldi giftinga hjá félaginu þrefaldast. Um 2000 Íslendingar hafa fermst borgaralega og undanfarin ár hafa rúmlega 200 börn kosið að fermast borgaralega ár hvert. Félagið heldur nú sjö undirbúningsnámskeið og 6-7 athafnir á ýmsum stöðum á landinu á hverju ári.Tilvera Siðmenntar hefur haft margvísleg jákvæð áhrif á íslenskt samfélag. Sem dæmi má nefna að:Siðmennt hefur kynnt fyrir Íslendingum orðið lífsskoðunarfélag sem er nú almennt notað.Siðmennt hefur auðgað íslenskt samfélag með því að bjóða upp á nýja valkosti í nafngjöfum, fermingum, hjónavígslum og greftrunum, sem eru mikilvæg tímamót og þ.a.l. fengið fólk til að hugsa um lífsskoðun sína og gildismat.Siðmennt hefur haldið fyrirlestra, málþing og ráðstefnur; fengið fræga fyrirlesara hingað til landsins t.d. Richard Dawkins, James Randi, PZ Myers, Maryam Namazie, Dan Barker, Julia Sweeney og Brannon Braga.Siðmennt hefur gefið út (í samstarfi við Ormstungu) fyrstu bókina á íslensku um húmanisma.Siðmennt hefur unnið að fullu trúfrelsi/sannfæringarfrelsi, aðskilnaði ríkis og kirkju og veraldlegu skólahaldi þar sem börnum er ekki mismunað vegna trúar- eða lífsskoðana foreldra.Siðmennt veitir árlega tvenns konar verðlaun: Húmanistaviðurkenningu og Fræðslu- og vísindaviðurkenningu.Siðmennt styður mannréttindabaráttu minnihlutahópa, t.d. samkynhneigðra og transfólks.Siðmennt stendur fyrir veraldlegri hugvekju fyrir setningu Alþingis.Siðmennt styður mannvirðingu, mannréttindi og víðsýnt, fjölbreytt veraldlegt samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Siðmennt, félag siðrænna húmanista, er skráð lífsskoðunarfélag. Félagið er málsvari húmanisma (manngildisstefnu) og frjálsrar hugsunar óháð trúarsetningum og hefur siðferði og skynsemi að leiðarljósi. Félagið stendur fyrir veraldlegum og húmanískum athöfnum. Hópurinn sem skipulagði fyrstu borgaralegu ferminguna á Íslandi veturinn 1988-1989 stofnaði Siðmennt ári seinna, í febrúar 1990, til þess að tryggja að þessi valkostur við kirkjulega fermingu mundi halda áfram að vera fyrir hendi. Þá var strax stefnt að því að bjóða upp á fleiri veraldlegar athafnir á mikilvægum tímamótum í lífi fólks. Árið 2007 sendi systurfélag Siðmenntar, Human-Etisk Forbund í Noregi, kennara sem þjálfaði fyrsta hóp íslenskra veraldlegra athafnarstjóra og síðan 2008 höfum við boðið upp á veraldlega eða húmaníska nafngjöf, giftingu og útför. Fjöldi athafna er kominn upp í rúmlega 160. Í maí síðastliðnum varð Siðmennt lögformlegt skráð lífsskoðunarfélag og með því urðu athafnarstjórar félagsins lögformlegir vígslumenn í giftingum. Í kjölfarið hefur fjöldi giftinga hjá félaginu þrefaldast. Um 2000 Íslendingar hafa fermst borgaralega og undanfarin ár hafa rúmlega 200 börn kosið að fermast borgaralega ár hvert. Félagið heldur nú sjö undirbúningsnámskeið og 6-7 athafnir á ýmsum stöðum á landinu á hverju ári.Tilvera Siðmenntar hefur haft margvísleg jákvæð áhrif á íslenskt samfélag. Sem dæmi má nefna að:Siðmennt hefur kynnt fyrir Íslendingum orðið lífsskoðunarfélag sem er nú almennt notað.Siðmennt hefur auðgað íslenskt samfélag með því að bjóða upp á nýja valkosti í nafngjöfum, fermingum, hjónavígslum og greftrunum, sem eru mikilvæg tímamót og þ.a.l. fengið fólk til að hugsa um lífsskoðun sína og gildismat.Siðmennt hefur haldið fyrirlestra, málþing og ráðstefnur; fengið fræga fyrirlesara hingað til landsins t.d. Richard Dawkins, James Randi, PZ Myers, Maryam Namazie, Dan Barker, Julia Sweeney og Brannon Braga.Siðmennt hefur gefið út (í samstarfi við Ormstungu) fyrstu bókina á íslensku um húmanisma.Siðmennt hefur unnið að fullu trúfrelsi/sannfæringarfrelsi, aðskilnaði ríkis og kirkju og veraldlegu skólahaldi þar sem börnum er ekki mismunað vegna trúar- eða lífsskoðana foreldra.Siðmennt veitir árlega tvenns konar verðlaun: Húmanistaviðurkenningu og Fræðslu- og vísindaviðurkenningu.Siðmennt styður mannréttindabaráttu minnihlutahópa, t.d. samkynhneigðra og transfólks.Siðmennt stendur fyrir veraldlegri hugvekju fyrir setningu Alþingis.Siðmennt styður mannvirðingu, mannréttindi og víðsýnt, fjölbreytt veraldlegt samfélag.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun