Siðmennt og áhrifin á íslenskt samfélag Hope Knútsson skrifar 3. október 2013 10:05 Siðmennt, félag siðrænna húmanista, er skráð lífsskoðunarfélag. Félagið er málsvari húmanisma (manngildisstefnu) og frjálsrar hugsunar óháð trúarsetningum og hefur siðferði og skynsemi að leiðarljósi. Félagið stendur fyrir veraldlegum og húmanískum athöfnum. Hópurinn sem skipulagði fyrstu borgaralegu ferminguna á Íslandi veturinn 1988-1989 stofnaði Siðmennt ári seinna, í febrúar 1990, til þess að tryggja að þessi valkostur við kirkjulega fermingu mundi halda áfram að vera fyrir hendi. Þá var strax stefnt að því að bjóða upp á fleiri veraldlegar athafnir á mikilvægum tímamótum í lífi fólks. Árið 2007 sendi systurfélag Siðmenntar, Human-Etisk Forbund í Noregi, kennara sem þjálfaði fyrsta hóp íslenskra veraldlegra athafnarstjóra og síðan 2008 höfum við boðið upp á veraldlega eða húmaníska nafngjöf, giftingu og útför. Fjöldi athafna er kominn upp í rúmlega 160. Í maí síðastliðnum varð Siðmennt lögformlegt skráð lífsskoðunarfélag og með því urðu athafnarstjórar félagsins lögformlegir vígslumenn í giftingum. Í kjölfarið hefur fjöldi giftinga hjá félaginu þrefaldast. Um 2000 Íslendingar hafa fermst borgaralega og undanfarin ár hafa rúmlega 200 börn kosið að fermast borgaralega ár hvert. Félagið heldur nú sjö undirbúningsnámskeið og 6-7 athafnir á ýmsum stöðum á landinu á hverju ári.Tilvera Siðmenntar hefur haft margvísleg jákvæð áhrif á íslenskt samfélag. Sem dæmi má nefna að:Siðmennt hefur kynnt fyrir Íslendingum orðið lífsskoðunarfélag sem er nú almennt notað.Siðmennt hefur auðgað íslenskt samfélag með því að bjóða upp á nýja valkosti í nafngjöfum, fermingum, hjónavígslum og greftrunum, sem eru mikilvæg tímamót og þ.a.l. fengið fólk til að hugsa um lífsskoðun sína og gildismat.Siðmennt hefur haldið fyrirlestra, málþing og ráðstefnur; fengið fræga fyrirlesara hingað til landsins t.d. Richard Dawkins, James Randi, PZ Myers, Maryam Namazie, Dan Barker, Julia Sweeney og Brannon Braga.Siðmennt hefur gefið út (í samstarfi við Ormstungu) fyrstu bókina á íslensku um húmanisma.Siðmennt hefur unnið að fullu trúfrelsi/sannfæringarfrelsi, aðskilnaði ríkis og kirkju og veraldlegu skólahaldi þar sem börnum er ekki mismunað vegna trúar- eða lífsskoðana foreldra.Siðmennt veitir árlega tvenns konar verðlaun: Húmanistaviðurkenningu og Fræðslu- og vísindaviðurkenningu.Siðmennt styður mannréttindabaráttu minnihlutahópa, t.d. samkynhneigðra og transfólks.Siðmennt stendur fyrir veraldlegri hugvekju fyrir setningu Alþingis.Siðmennt styður mannvirðingu, mannréttindi og víðsýnt, fjölbreytt veraldlegt samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Siðmennt, félag siðrænna húmanista, er skráð lífsskoðunarfélag. Félagið er málsvari húmanisma (manngildisstefnu) og frjálsrar hugsunar óháð trúarsetningum og hefur siðferði og skynsemi að leiðarljósi. Félagið stendur fyrir veraldlegum og húmanískum athöfnum. Hópurinn sem skipulagði fyrstu borgaralegu ferminguna á Íslandi veturinn 1988-1989 stofnaði Siðmennt ári seinna, í febrúar 1990, til þess að tryggja að þessi valkostur við kirkjulega fermingu mundi halda áfram að vera fyrir hendi. Þá var strax stefnt að því að bjóða upp á fleiri veraldlegar athafnir á mikilvægum tímamótum í lífi fólks. Árið 2007 sendi systurfélag Siðmenntar, Human-Etisk Forbund í Noregi, kennara sem þjálfaði fyrsta hóp íslenskra veraldlegra athafnarstjóra og síðan 2008 höfum við boðið upp á veraldlega eða húmaníska nafngjöf, giftingu og útför. Fjöldi athafna er kominn upp í rúmlega 160. Í maí síðastliðnum varð Siðmennt lögformlegt skráð lífsskoðunarfélag og með því urðu athafnarstjórar félagsins lögformlegir vígslumenn í giftingum. Í kjölfarið hefur fjöldi giftinga hjá félaginu þrefaldast. Um 2000 Íslendingar hafa fermst borgaralega og undanfarin ár hafa rúmlega 200 börn kosið að fermast borgaralega ár hvert. Félagið heldur nú sjö undirbúningsnámskeið og 6-7 athafnir á ýmsum stöðum á landinu á hverju ári.Tilvera Siðmenntar hefur haft margvísleg jákvæð áhrif á íslenskt samfélag. Sem dæmi má nefna að:Siðmennt hefur kynnt fyrir Íslendingum orðið lífsskoðunarfélag sem er nú almennt notað.Siðmennt hefur auðgað íslenskt samfélag með því að bjóða upp á nýja valkosti í nafngjöfum, fermingum, hjónavígslum og greftrunum, sem eru mikilvæg tímamót og þ.a.l. fengið fólk til að hugsa um lífsskoðun sína og gildismat.Siðmennt hefur haldið fyrirlestra, málþing og ráðstefnur; fengið fræga fyrirlesara hingað til landsins t.d. Richard Dawkins, James Randi, PZ Myers, Maryam Namazie, Dan Barker, Julia Sweeney og Brannon Braga.Siðmennt hefur gefið út (í samstarfi við Ormstungu) fyrstu bókina á íslensku um húmanisma.Siðmennt hefur unnið að fullu trúfrelsi/sannfæringarfrelsi, aðskilnaði ríkis og kirkju og veraldlegu skólahaldi þar sem börnum er ekki mismunað vegna trúar- eða lífsskoðana foreldra.Siðmennt veitir árlega tvenns konar verðlaun: Húmanistaviðurkenningu og Fræðslu- og vísindaviðurkenningu.Siðmennt styður mannréttindabaráttu minnihlutahópa, t.d. samkynhneigðra og transfólks.Siðmennt stendur fyrir veraldlegri hugvekju fyrir setningu Alþingis.Siðmennt styður mannvirðingu, mannréttindi og víðsýnt, fjölbreytt veraldlegt samfélag.
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar