Aðsóknarmestu tónleikar síðari ára á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 3. október 2013 00:00 Friðrik Ómar Hjörleifsson stendur á bak við heiðurstónleika Freddie Mercury. MYND/GASSI „Þetta var fyrsta „show“ sinnar tegundar sem haldið var á Íslandi eftir að Harpa varð til,“ segir Friðrik Ómar Hjörleifsson, tónlistarmaður og stofnandi Rigg ehf., um heiðurstónleika Freddie Mercury. Yfir 40.000 manns hafa sótt tónleikana og enn eru þrennir Freddie Mercury heiðurstónleikar á döfinni. „Þetta verða fimmtán tónleikar í heildina, ef við teljum þá tónleika með sem eftir eru og þá hafa um 42.000 manns komið á tónleikana,“ bætir Friðrik Ómar við. Það er svo sannarlega ekki gefins að halda tónleika á Íslandi en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kostar rúmlega eina milljón króna að leigja Eldborgarsalinn í Hörpu, undir eina tónleika. Með tæknibúnaði og miðasölugjöldum getur upphæðin orðið tæpar þrjár milljónir króna. Í Hofi á Akureyri kostar leiga á stærri salnum, Hamraborg, um 400 þúsund krónur, einnig getur bæst við kostnaður við leigu á búnaði og vinnu. „Ég er í rauninni einn í þessu og mér finnst mjög gaman að standa í þessu. Það er einnig mjög ánægjulegt að hugmynd sem ég fæ geti veitt fjölda fólks vinnu en það koma um 30 til 40 manns koma að Freddie-sýningunni,“ bætir Friðrik Ómar við. Friðrik Ómar stofnaði Rigg árið 2008 og hafa fjölmargir viðburðir verið skipulagðir af fyrirtækinu. Næsta verkefni Rigg er Bee Gees-heiðurstónleikarnir sem haldnir verða í Háskólabíó hinn 12. október næstkomandi. Mest lesið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Inga Lind hlaut blessun á Balí Lífið Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Lífið Fleiri fréttir Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Sjá meira
„Þetta var fyrsta „show“ sinnar tegundar sem haldið var á Íslandi eftir að Harpa varð til,“ segir Friðrik Ómar Hjörleifsson, tónlistarmaður og stofnandi Rigg ehf., um heiðurstónleika Freddie Mercury. Yfir 40.000 manns hafa sótt tónleikana og enn eru þrennir Freddie Mercury heiðurstónleikar á döfinni. „Þetta verða fimmtán tónleikar í heildina, ef við teljum þá tónleika með sem eftir eru og þá hafa um 42.000 manns komið á tónleikana,“ bætir Friðrik Ómar við. Það er svo sannarlega ekki gefins að halda tónleika á Íslandi en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kostar rúmlega eina milljón króna að leigja Eldborgarsalinn í Hörpu, undir eina tónleika. Með tæknibúnaði og miðasölugjöldum getur upphæðin orðið tæpar þrjár milljónir króna. Í Hofi á Akureyri kostar leiga á stærri salnum, Hamraborg, um 400 þúsund krónur, einnig getur bæst við kostnaður við leigu á búnaði og vinnu. „Ég er í rauninni einn í þessu og mér finnst mjög gaman að standa í þessu. Það er einnig mjög ánægjulegt að hugmynd sem ég fæ geti veitt fjölda fólks vinnu en það koma um 30 til 40 manns koma að Freddie-sýningunni,“ bætir Friðrik Ómar við. Friðrik Ómar stofnaði Rigg árið 2008 og hafa fjölmargir viðburðir verið skipulagðir af fyrirtækinu. Næsta verkefni Rigg er Bee Gees-heiðurstónleikarnir sem haldnir verða í Háskólabíó hinn 12. október næstkomandi.
Mest lesið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Inga Lind hlaut blessun á Balí Lífið Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Lífið Fleiri fréttir Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Sjá meira