Körfubolti

McCallum kýldi Pálínu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Keflavík tryggði sér í gærkvöldi Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna með sigri á KR í fjórða leik liðanna í Vesturbænum.

Mikið gekk á í leik liðanna í gær. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir þurfti frá að hverfa í upphafi síðari hálfleiks þegar hún fékk olnbogaskot frá leikmanni Keflavíkur svo framtönn skemmdist. Fór Gróa beint til tannlæknis þar sem gert var að tannskemmd hennar.

Shannon McCallum, bandarískur leikmaður KR, missti auk þess stjórn á skapi sínu. McCallum var í strangri gæslu Pálínu Gunnlaugsdóttur leikmanns Keflavíkur. Fannst þeirri bandarísku Pálína fá að ganga fullvasklega fram við varnarleik sinn og fór svo að hún missti stjórn á skapi sínu.

Í myndbandi á vef Rúv má sjá þegar McCallum kýlir Pálínu í magann þegar KR-ingar taka innkast. Dómarar leiksins dæmdu óíþróttamannslega villu á McCallum. KR-ingar kvörtuðu sáran í úrslitakeppninni yfir að Keflvíkingar fengju að ganga of hart fram.


Tengdar fréttir

McCallum var hökkuð í spað

"Hún er hökkuð í spað og henni er ýtt og haldið frá boltanum allan leikinn en það er ekki dæmd ein einasta villa á það," sagði Finnur Freyr Stefánsson þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta eftir tap gegn Keflavík í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×