Dómari rekinn úr húsi fyrir mótmæli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. apríl 2013 08:00 Davíð Tómas dæmir fyrri tæknivilluna á Jón Guðmundsson á sunnudag. Leikmenn Hauka og Keflavíkur fylgjast með. Mynd/Karfan.is Jón Guðmundsson, einn besti körfuknattleiksdómari Íslands, stóð í ströngu á sunnudaginn. Hann var einn þriggja dómara sem dæmdu oddaleik Grindavíkur og Stjörnunnar í úrslitum á Íslandsmóti karla en fyrr um daginn var hann rekinn úr húsi sem þjálfari 10. flokks stúlkna hjá Keflavík. „Mér var bara vísað úr húsi sem þjálfara," sagði Jón þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið í gær. Jón þjálfar 10. flokk stúlkna hjá Keflavík sem mætti Haukum í úrslitum á Íslandsmótinu. Í öðrum leikhluta mótmælti Jón því þegar dæmt var sóknarbrot á leikmann í sínu liði. „Ég mótmælti mjög dónalega í leiknum og verðskuldaði tæknivillu," segir Jón. Hann hélt áfram að mótmæla dómnum, uppskar aðra tæknivillu og var reglum samkvæmt vikið úr húsi. „Það sem var verst við þennan brottrekstur hjá mér var að stelpurnar þurftu að klára leikinn í tvo og hálfan leikhluta sjálfar. Það fékk enginn pabbi eða annar úr stúkunni að aðstoða þær," segir Jón. Enginn skráður aðstoðarþjálfari var á skýrslu Keflavíkurliðsins og voru dómararnir harðir á því að enginn fengi að leiðbeina stelpunum, sem eru á sextánda aldursári, af bekknum.Stúlkurnar hans Jóns hlýða á þjóðsönginn fyrir leikinn gegn Haukum.Mynd/Karfan.isJón bendir á að dómarar og þjálfarar sjái iðulega í gegnum fingur sér í leikjum í yngri flokkum. „Í yngri flokka þjálfun er það oft þannig að þegar þú mætir með 14-15 leikmenn þá færðu að vera með þá alla á skýrslu jafnvel þótt það megi samkvæmt reglunum aðeins vera tólf," segir Jón. Haukar unnu leikinn með fjórum stigum 38-34 en Keflavíkurstelpur eiga hrós skilið fyrir að hafa ekki látið deigan síga þjálfaralausar. Jón viðurkennir sök þína þótt hann sé ósáttur við dóminn. „Ég mun aldrei reyna að hvítþvo mig af því að hafa verið rekinn út úr húsi," segir Jón.Jón Guðmundsson í Röstinni á sunnudaginn.Mynd/DaníelDavíð Tómas Tómasson og Sigurbaldur Frímannsson dæmdu leikinn sem fram fór í DHL-hölllinni í Vesturbænum. Það kom í hlut Davíðs Tómasar að vísa Jóni úr húsi. Körfuboltasamfélagið á Íslandi er lítið og þess heldur samfélag dómara. Þar þekkjast menn vel og hafa þeir Davíð Tómas og Jón dæmt margan leikinn saman. Jón hafði ekki heyrt hljóðið í Davíð Tómasi þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið í gær. „Ég átti von á því að hann myndi hringja í mig í gær (sunnudag) en hann gerði það ekki. Hvort sem það verður í dag eða á morgun þá munum við tala saman. Annað er óhjákvæmilegt. Við erum að dæma saman og munum dæma saman," segir Jón. Hann telur að atvikið muni ekki hafa áhrif á störf sín sem dómari. Þótt hann sé pollrólegur sem dómari þá hafi hann skap sem þjálfari. Það fylgi þessu. „Nei, ég læt þetta ekkert hafa áhrif á mig. Ég er auðvitað svekktur fyrir hönd stelpnanna en ég kem til með að vinna með þessum mönnum sem dæmdu hjá mér í gær. Auðvitað var ég ekki sáttur eftir leikinn. Það verður bara að viðurkennast. Ég fór ekkert og tók í höndina á þeim eftir leikinn," segir Jón. Jón Björn Ólafsson, umsjónarmaður vefsíðunnar Karfan.is, fylgdist með gangi mála í úrslitum yngri flokka um helgina og fjallaði um viðureign Hauka og Keflavíkur sem og annarra leikja. Umfjöllun um leikinn sem fjallað er um að ofan má sjá hér.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Leik lokið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Sjá meira
Jón Guðmundsson, einn besti körfuknattleiksdómari Íslands, stóð í ströngu á sunnudaginn. Hann var einn þriggja dómara sem dæmdu oddaleik Grindavíkur og Stjörnunnar í úrslitum á Íslandsmóti karla en fyrr um daginn var hann rekinn úr húsi sem þjálfari 10. flokks stúlkna hjá Keflavík. „Mér var bara vísað úr húsi sem þjálfara," sagði Jón þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið í gær. Jón þjálfar 10. flokk stúlkna hjá Keflavík sem mætti Haukum í úrslitum á Íslandsmótinu. Í öðrum leikhluta mótmælti Jón því þegar dæmt var sóknarbrot á leikmann í sínu liði. „Ég mótmælti mjög dónalega í leiknum og verðskuldaði tæknivillu," segir Jón. Hann hélt áfram að mótmæla dómnum, uppskar aðra tæknivillu og var reglum samkvæmt vikið úr húsi. „Það sem var verst við þennan brottrekstur hjá mér var að stelpurnar þurftu að klára leikinn í tvo og hálfan leikhluta sjálfar. Það fékk enginn pabbi eða annar úr stúkunni að aðstoða þær," segir Jón. Enginn skráður aðstoðarþjálfari var á skýrslu Keflavíkurliðsins og voru dómararnir harðir á því að enginn fengi að leiðbeina stelpunum, sem eru á sextánda aldursári, af bekknum.Stúlkurnar hans Jóns hlýða á þjóðsönginn fyrir leikinn gegn Haukum.Mynd/Karfan.isJón bendir á að dómarar og þjálfarar sjái iðulega í gegnum fingur sér í leikjum í yngri flokkum. „Í yngri flokka þjálfun er það oft þannig að þegar þú mætir með 14-15 leikmenn þá færðu að vera með þá alla á skýrslu jafnvel þótt það megi samkvæmt reglunum aðeins vera tólf," segir Jón. Haukar unnu leikinn með fjórum stigum 38-34 en Keflavíkurstelpur eiga hrós skilið fyrir að hafa ekki látið deigan síga þjálfaralausar. Jón viðurkennir sök þína þótt hann sé ósáttur við dóminn. „Ég mun aldrei reyna að hvítþvo mig af því að hafa verið rekinn út úr húsi," segir Jón.Jón Guðmundsson í Röstinni á sunnudaginn.Mynd/DaníelDavíð Tómas Tómasson og Sigurbaldur Frímannsson dæmdu leikinn sem fram fór í DHL-hölllinni í Vesturbænum. Það kom í hlut Davíðs Tómasar að vísa Jóni úr húsi. Körfuboltasamfélagið á Íslandi er lítið og þess heldur samfélag dómara. Þar þekkjast menn vel og hafa þeir Davíð Tómas og Jón dæmt margan leikinn saman. Jón hafði ekki heyrt hljóðið í Davíð Tómasi þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið í gær. „Ég átti von á því að hann myndi hringja í mig í gær (sunnudag) en hann gerði það ekki. Hvort sem það verður í dag eða á morgun þá munum við tala saman. Annað er óhjákvæmilegt. Við erum að dæma saman og munum dæma saman," segir Jón. Hann telur að atvikið muni ekki hafa áhrif á störf sín sem dómari. Þótt hann sé pollrólegur sem dómari þá hafi hann skap sem þjálfari. Það fylgi þessu. „Nei, ég læt þetta ekkert hafa áhrif á mig. Ég er auðvitað svekktur fyrir hönd stelpnanna en ég kem til með að vinna með þessum mönnum sem dæmdu hjá mér í gær. Auðvitað var ég ekki sáttur eftir leikinn. Það verður bara að viðurkennast. Ég fór ekkert og tók í höndina á þeim eftir leikinn," segir Jón. Jón Björn Ólafsson, umsjónarmaður vefsíðunnar Karfan.is, fylgdist með gangi mála í úrslitum yngri flokka um helgina og fjallaði um viðureign Hauka og Keflavíkur sem og annarra leikja. Umfjöllun um leikinn sem fjallað er um að ofan má sjá hér.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Leik lokið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Sjá meira