Tónlist

Snorri Helgason stígur á stokk

Anton Brink
Hljómsveitin Snorri Helgason gaf út sína þriðju plötu, Autumn Skies, þann þrettánda september síðastliðinn.

Að því tilefni mun sveitin blása til útgáfutónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík, í kvöld klukkan átta.

Sveitin mun leika tónlist af þessari nýju plötu í bland við efni af tveimur eldri plötum sveitarinnar, I'm Gonna Put My Name On Your Door (2009) og Winter Sun (2011).

Áður en Snorri Helgason stígur á stokk munu tónlistarmennirnir Skúli Sverrisson og Óskar Guðjónsson flytja nokkur 
lög af plötunni The Box Tree (2012) sem hlaut meðal annars verðlaun fyrir hljómplötu ársins í flokki djass og blús á Íslensku tónlistarverðlaununum í vor.

Húsið opnar kl. 19:30 og hægt er að nálgast miða hér.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.