Innlent

Orkuskattur á stóriðjuna svik sem ríkisstjórnin fékk í arf

Heimir Már Pétursson skrifar
Bjarni Benediktsson segir að ekki sé hægt að vinda ofan af skattaumhverfi fyrri stjórnar í einum vetvangi.
Bjarni Benediktsson segir að ekki sé hægt að vinda ofan af skattaumhverfi fyrri stjórnar í einum vetvangi. mynd/stefán
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir sérstakan orkuskatt á stóriðjufyrirtækin í landinu vera svik frá fyrri ríkisstjórn sem núverandi stjórn hafi fengið  í arf. En skatturinn var lagður á með samkomulagi við stóriðjufyrirtækin árið 2009 til að létta undir með bágstöddum ríkissjóði og átti að gilda til ársins 2012.

Fyrri ríkisstjórn ákvað hins vegar að framlengja skattinn til ársins 2015 og áfram er gert ráð fyrir því í í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni gagnrýndu fyrri ríkisstjórn harðlega fyrir að framlengja skattinn.

„Það sem við gagnrýndum á sínum tíma er að það hafði verið gefið út loforð til stóriðjufyrirtækjanna um að skatturinn væri einungis tímabundinn. Það var síðan svikið af fyrri ríkisstjórn,” segir Bjarni.

Þessi skattur hafi verið hluti af því skattaumhverfi sem ný ríkisstjórn hafi fengið í arf.

„Og í fjárlagafrumvarpinu að þessu sinni birtist forgangsröðun okkar í skattamálum eins og við getum hrint henni í framkvæmt í ljósi stöðunnar í ríkisfjármálum,“ segir Bjarni. Ekki sé hægt að vinda ofan af skattaumhverfi fyrri stjórnar í einu vetfangi.

Ríkisstjórnin hafi hins vegar lýst því yfir að hún hyggist láta þennan skatt renna út í árslok 2015 og fengið fyrir það athugasemdir og skammir frjá stjórnarandstöðunni sem vilji framlengja skattinn enn frekar.

„Og með því finnst mér að það væri þá þeirra verk, þeirra sem studdu fyrri ríkisstjórn, að halda áfram svikunum við stóriðjufyrirtækin í landinu,“

Ef þið tölduð þetta vera svona mikil svik á sínum tíma, hefði þá ekki verið rétt að leiðrétta þau?

„Svikin hafa nú þegar átt sér stað. Þau voru framkvæmd af fyrri ríkisstjórn. Okkar stefna er að láta skattinn renna út,“  segir Bjarni.  Forgangsröðunin hafi verið að lækka skatta á almennig og tryggingagjöldin á fyrirtækin í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×