Gleymum ekki stóru smámálunum Sigurður Jónas Eggertsson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Í byrjun næsta mánaðar taka gildi ný lög sem breyta greiðsluþátttöku ríkisins vegna kaupa á lyfjum. Markmiðið með lögunum er að auka jöfnuð milli einstaklinga óháð sjúkdómum og draga úr útgjöldum þeirra sem mest þurfa á lyfjum að halda. Fjölmargir þurfa að taka inn lyf að staðaldri til þess að geta tekið þátt í daglegu lífi. Þetta á t.d. við um marga flogaveika, ofvirka og við þá sem eru með Tourette-heilkenni svo eitthvað sem nefnt. Sá galli er á gjöf Njarðar að bæði markmiðin missa marks. Lyf við þessum kvillum eru eins og er niðurgreidd að hluta eða öllu leyti og því munu útgjöld margra sem nauðsynlega þurfa á lyfjum að halda aukast en ekki minnka. Væntanlega má færa rök fyrir því að lagabreytingin auki jöfnuð milli einstaklinga óháð sjúkdómum en það er lítil huggun þeim sem standa frammi fyrir stórauknum lyfjakostnaði. Því miður vill það brenna við þegar leysa á tiltekið vandamál að það gleymist að hugsa um heildarmyndina. Það er t.d. mjög algengt að samhliða flogaveiki glími einstaklingar við aðrar raskanir svo sem ofvirkni, einhverfu og/eða þroskahömlun. Meðhöndlun er ekki eingöngu bundin við inntöku lyfja heldur einnig meðferð hjá sérfræðingum eins og iðjuþjálfum, þroskaþjálfurum, talmeinafræðingum og sjúkraþjálfurum svo eitthvað sé talið upp. Ef auka á jöfnuð milli einstaklinga óháð sjúkdómum þá er ekki eingöngu hægt að horfa til þátttöku ríkisins í lyfjum. Horfa þarf á heildarkostnað fjölskyldunnar sem einstaklingurinn tilheyrir vegna sjúkdómsins. Við í Dögun samþykktum á landsfundi okkar nú í mars að falla frá breytingum á greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands og vona ég að við fáum brautargengi í komandi kosningum til að vinna að þessu máli á þingi því hér er mikið hagsmunamál á ferð, ekki síst fyrir fjölskyldur veikra barna. Ég hef heyrt í mörgu fjölskyldufólki sem hefur miklar áhyggjur af lyfjakostnaði eftir að breytingarnar taka gildi í maí og það er sorgleg staða sem fráfarandi ríkisstjórn skilur mörg heimili eftir í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í byrjun næsta mánaðar taka gildi ný lög sem breyta greiðsluþátttöku ríkisins vegna kaupa á lyfjum. Markmiðið með lögunum er að auka jöfnuð milli einstaklinga óháð sjúkdómum og draga úr útgjöldum þeirra sem mest þurfa á lyfjum að halda. Fjölmargir þurfa að taka inn lyf að staðaldri til þess að geta tekið þátt í daglegu lífi. Þetta á t.d. við um marga flogaveika, ofvirka og við þá sem eru með Tourette-heilkenni svo eitthvað sem nefnt. Sá galli er á gjöf Njarðar að bæði markmiðin missa marks. Lyf við þessum kvillum eru eins og er niðurgreidd að hluta eða öllu leyti og því munu útgjöld margra sem nauðsynlega þurfa á lyfjum að halda aukast en ekki minnka. Væntanlega má færa rök fyrir því að lagabreytingin auki jöfnuð milli einstaklinga óháð sjúkdómum en það er lítil huggun þeim sem standa frammi fyrir stórauknum lyfjakostnaði. Því miður vill það brenna við þegar leysa á tiltekið vandamál að það gleymist að hugsa um heildarmyndina. Það er t.d. mjög algengt að samhliða flogaveiki glími einstaklingar við aðrar raskanir svo sem ofvirkni, einhverfu og/eða þroskahömlun. Meðhöndlun er ekki eingöngu bundin við inntöku lyfja heldur einnig meðferð hjá sérfræðingum eins og iðjuþjálfum, þroskaþjálfurum, talmeinafræðingum og sjúkraþjálfurum svo eitthvað sé talið upp. Ef auka á jöfnuð milli einstaklinga óháð sjúkdómum þá er ekki eingöngu hægt að horfa til þátttöku ríkisins í lyfjum. Horfa þarf á heildarkostnað fjölskyldunnar sem einstaklingurinn tilheyrir vegna sjúkdómsins. Við í Dögun samþykktum á landsfundi okkar nú í mars að falla frá breytingum á greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands og vona ég að við fáum brautargengi í komandi kosningum til að vinna að þessu máli á þingi því hér er mikið hagsmunamál á ferð, ekki síst fyrir fjölskyldur veikra barna. Ég hef heyrt í mörgu fjölskyldufólki sem hefur miklar áhyggjur af lyfjakostnaði eftir að breytingarnar taka gildi í maí og það er sorgleg staða sem fráfarandi ríkisstjórn skilur mörg heimili eftir í.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar