Skoðun

Hjálpum þeim

Natan Kolbeinsson skrifar
Á Íslandi er ekki góðæri en hér er ekki hungursneið, mikil fátækt eða lítið aðgegni að vatni sem hægt er að drekka. Þetta er samt sem áður staðreynd í ríkjum sem Íslendingar hjálpa árlega með því að veita þróunaraðstoð sem núna er að fara í 24 milljarða næstu fjögur árin.

Þetta eru vissulega miklir peningar sem við erum að veita í það að hjálpa ríki sem við eigum kannski lítið sem ekkert sameiginlegt með og örfáir Íslendingar hafa ef til vill farið til. Þetta ríki sama hvar það er í heiminum er samt með íbúa sem örugglega skipta miljónum og þessar miljónir manna eru einstaklingar alveg eins og ég eða þú. Þetta er fólk sem var ekki það heppið að fæðast á Íslandi þar sem við höfum nóg til að tryggja íbúum okkar vatn, mat og það sem við teljum lámarks heilbrigðisþjónustu.

Við Íslendingar höfum vissulega farið í gegnum erfiða tíma síðustu ár, það hefur verið mjög erfitt fyrir margar fjölskyldur að eiga nóg fyrir mat og húsnæði en enginn hefur dáið úr hungri hér á landi meðan við vorum að fara í gegnum þessa erfiðu tíma. Það er staðreynd og partur af daglegu lífi fólks í þessum ríkjum sem við hjálpum að fólk deyr úr hungri eða vatnsleysis.

Við Íslendingar erum ótrúlega heppinn og ég eigum svo margt en auðvita getur það verið erfitt að geta ekki sent börnin sín á fótboltaæfingar eða geta ekki náð að borga næstu afborgun af íbúðinni. Þessir hlutir eru samt sem áður smámunir og lúxusvandamál miða við þau vandamál sem fólkið í þriðja heims ríkum er að kljást við. Þau vita ekki hvort þau fá lyfin sem þau þurfa vegna alnæmis eða hvort þau munu fá vatn að drekka á morgun.

Ég bið Íslensku þjóðina að horfa upp úr sínum eigin heimi og hugsa hvað við eru heppinn að hafa fæðst hér og öll þau tækifæri sem við búum við bara af því við fyrir tilviljun eina saman lentum hérna en ekki í löndum þar sem hver einasti dagur er barátta upp á líf og dauða. Í þessu samhengi eru 24 milljarðar ekki svo mikið til að reyna gefa öðrum sem ekkert eiga aðeins meiri möguleika á því að halda lífi.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×