Að skjóta sig í fótinn Kristján E. Guðmundsson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Að skjóta sig í fótinn er orðatiltæki sem stundum er notað yfir það er menn eru með orðum sínum og athöfnum að skaða sjálfan sig meira en ef þeir hefðu gert hið gagnstæða. Mér hefur stundum dottið þetta orðatiltæki í hug þegar Evrópusambandsaðild Íslands ber á góma og ég sé að andstaða við aðild Íslands er hvað mest á landsbyggðinni því allt bendir til þess að þeir sem hvað mest myndu græða á ESB-aðild eru einmitt hinar dreifðu byggðir landsins. Byggðaröskun er ekki séríslenskt fyrirbæri. Um alla Evrópu á sama þróun sér stað. Ástæður þessa liggja í breyttum atvinnuháttum og vélvæðingu þar sem minni mannafla er krafist þó að framleiðsla aukist verulega. Þetta á við um landbúnað, fiskveiðar og fiskvinnslu. En þessi snögga röskun hefur í för með sér ýmsar efnahagslegar afleiðingar sem eru óhagkvæmar samfélaginu í heild. Þegar Efnahagsbandalag Evrópu varð til (síðar ESB) var strax reynt að taka á þessu vandamáli byggðaröskunar með því að hjálpa byggðum sem voru að verða illa úti vegna hennar að breyta atvinnuháttum og auka endurmenntun sem því fylgdi. Til þessa var komið á fót öflugum þróunarsjóðum sem styrkja atvinnuþróun í hinum dreifðari byggðum aðildarlandanna. Þessir sjóðir eru fjölmargir en hér skulu aðeins nefndir tveir þeir helstu. 1. Byggðasjóður Evrópu (ERDF – European Regional Development Fund). Hann styrkir nýsköpun í atvinnulífi og innviði (s.s. samgöngukerfi) í strjálli byggðum og náttúruvernd. 2. Félagsmálasjóður Evrópu (ESF – European Social Fund) með styrkjum til endurmenntunar auk aðstoðar vegna atvinnuleysis t.d. ákveðinna félagshópa, s.s. kvenna, ungs fólks o.s.frv.Meira fé til byggðamála Auk þess hafa mörg aðildarríki fengið inn í aðildarsamning sinn sérstakan stuðning við svæði sem búa við erfið náttúruleg skilyrði vegna landfræðilegrar legu og strjálbýlis. Þannig fengu Svíar og Norðmenn það inn í aðildarsamning sinn að allur landbúnaður norðan 62. breiddar gráðu væri skilgreindur sem „heimskautalandbúnaður“ (arctic agriculture) og þeim heimilað að styrkja hann langt umfram styrki ESB. Undir þetta fellur allt Finnland og stærstur hluti Svíþjóðar. Ísland liggur allt norðan 62. breiddargráðu og ætti því ekki að vera erfitt að fá sömu ákvæði inn í íslenskan aðildarsamning. Einnig fengu Bretar inn í sinn samning sérstakan stuðning við strjálbýlli svæði (Less Favoured Area Support Scheme, LFASS). Spánverjar fengu inn í sinn samning sérstakan stuðning við eyjar þeirra í Atlantshafi. Allt á þetta við um Ísland. Hvergi er meira strjálbýli en hér og samgöngukerfi frumstætt og erfitt. Það eru því töluverðar líkur til þess að verulega meira fé verði varið til byggðamála á Íslandi en nú er gert ef Ísland gerist aðili að ESB. En það vitum við auðvitað ekki fyrr en samningur liggur fyrir. Væri nú ekki skynsamlegt fyrir þá er bera hag landsbyggðarinnar fyrir brjósti að skoða hann en byrja ekki á því að skjóta sig í fótinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Að skjóta sig í fótinn er orðatiltæki sem stundum er notað yfir það er menn eru með orðum sínum og athöfnum að skaða sjálfan sig meira en ef þeir hefðu gert hið gagnstæða. Mér hefur stundum dottið þetta orðatiltæki í hug þegar Evrópusambandsaðild Íslands ber á góma og ég sé að andstaða við aðild Íslands er hvað mest á landsbyggðinni því allt bendir til þess að þeir sem hvað mest myndu græða á ESB-aðild eru einmitt hinar dreifðu byggðir landsins. Byggðaröskun er ekki séríslenskt fyrirbæri. Um alla Evrópu á sama þróun sér stað. Ástæður þessa liggja í breyttum atvinnuháttum og vélvæðingu þar sem minni mannafla er krafist þó að framleiðsla aukist verulega. Þetta á við um landbúnað, fiskveiðar og fiskvinnslu. En þessi snögga röskun hefur í för með sér ýmsar efnahagslegar afleiðingar sem eru óhagkvæmar samfélaginu í heild. Þegar Efnahagsbandalag Evrópu varð til (síðar ESB) var strax reynt að taka á þessu vandamáli byggðaröskunar með því að hjálpa byggðum sem voru að verða illa úti vegna hennar að breyta atvinnuháttum og auka endurmenntun sem því fylgdi. Til þessa var komið á fót öflugum þróunarsjóðum sem styrkja atvinnuþróun í hinum dreifðari byggðum aðildarlandanna. Þessir sjóðir eru fjölmargir en hér skulu aðeins nefndir tveir þeir helstu. 1. Byggðasjóður Evrópu (ERDF – European Regional Development Fund). Hann styrkir nýsköpun í atvinnulífi og innviði (s.s. samgöngukerfi) í strjálli byggðum og náttúruvernd. 2. Félagsmálasjóður Evrópu (ESF – European Social Fund) með styrkjum til endurmenntunar auk aðstoðar vegna atvinnuleysis t.d. ákveðinna félagshópa, s.s. kvenna, ungs fólks o.s.frv.Meira fé til byggðamála Auk þess hafa mörg aðildarríki fengið inn í aðildarsamning sinn sérstakan stuðning við svæði sem búa við erfið náttúruleg skilyrði vegna landfræðilegrar legu og strjálbýlis. Þannig fengu Svíar og Norðmenn það inn í aðildarsamning sinn að allur landbúnaður norðan 62. breiddar gráðu væri skilgreindur sem „heimskautalandbúnaður“ (arctic agriculture) og þeim heimilað að styrkja hann langt umfram styrki ESB. Undir þetta fellur allt Finnland og stærstur hluti Svíþjóðar. Ísland liggur allt norðan 62. breiddargráðu og ætti því ekki að vera erfitt að fá sömu ákvæði inn í íslenskan aðildarsamning. Einnig fengu Bretar inn í sinn samning sérstakan stuðning við strjálbýlli svæði (Less Favoured Area Support Scheme, LFASS). Spánverjar fengu inn í sinn samning sérstakan stuðning við eyjar þeirra í Atlantshafi. Allt á þetta við um Ísland. Hvergi er meira strjálbýli en hér og samgöngukerfi frumstætt og erfitt. Það eru því töluverðar líkur til þess að verulega meira fé verði varið til byggðamála á Íslandi en nú er gert ef Ísland gerist aðili að ESB. En það vitum við auðvitað ekki fyrr en samningur liggur fyrir. Væri nú ekki skynsamlegt fyrir þá er bera hag landsbyggðarinnar fyrir brjósti að skoða hann en byrja ekki á því að skjóta sig í fótinn.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun