Að skjóta sig í fótinn Kristján E. Guðmundsson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Að skjóta sig í fótinn er orðatiltæki sem stundum er notað yfir það er menn eru með orðum sínum og athöfnum að skaða sjálfan sig meira en ef þeir hefðu gert hið gagnstæða. Mér hefur stundum dottið þetta orðatiltæki í hug þegar Evrópusambandsaðild Íslands ber á góma og ég sé að andstaða við aðild Íslands er hvað mest á landsbyggðinni því allt bendir til þess að þeir sem hvað mest myndu græða á ESB-aðild eru einmitt hinar dreifðu byggðir landsins. Byggðaröskun er ekki séríslenskt fyrirbæri. Um alla Evrópu á sama þróun sér stað. Ástæður þessa liggja í breyttum atvinnuháttum og vélvæðingu þar sem minni mannafla er krafist þó að framleiðsla aukist verulega. Þetta á við um landbúnað, fiskveiðar og fiskvinnslu. En þessi snögga röskun hefur í för með sér ýmsar efnahagslegar afleiðingar sem eru óhagkvæmar samfélaginu í heild. Þegar Efnahagsbandalag Evrópu varð til (síðar ESB) var strax reynt að taka á þessu vandamáli byggðaröskunar með því að hjálpa byggðum sem voru að verða illa úti vegna hennar að breyta atvinnuháttum og auka endurmenntun sem því fylgdi. Til þessa var komið á fót öflugum þróunarsjóðum sem styrkja atvinnuþróun í hinum dreifðari byggðum aðildarlandanna. Þessir sjóðir eru fjölmargir en hér skulu aðeins nefndir tveir þeir helstu. 1. Byggðasjóður Evrópu (ERDF – European Regional Development Fund). Hann styrkir nýsköpun í atvinnulífi og innviði (s.s. samgöngukerfi) í strjálli byggðum og náttúruvernd. 2. Félagsmálasjóður Evrópu (ESF – European Social Fund) með styrkjum til endurmenntunar auk aðstoðar vegna atvinnuleysis t.d. ákveðinna félagshópa, s.s. kvenna, ungs fólks o.s.frv.Meira fé til byggðamála Auk þess hafa mörg aðildarríki fengið inn í aðildarsamning sinn sérstakan stuðning við svæði sem búa við erfið náttúruleg skilyrði vegna landfræðilegrar legu og strjálbýlis. Þannig fengu Svíar og Norðmenn það inn í aðildarsamning sinn að allur landbúnaður norðan 62. breiddar gráðu væri skilgreindur sem „heimskautalandbúnaður“ (arctic agriculture) og þeim heimilað að styrkja hann langt umfram styrki ESB. Undir þetta fellur allt Finnland og stærstur hluti Svíþjóðar. Ísland liggur allt norðan 62. breiddargráðu og ætti því ekki að vera erfitt að fá sömu ákvæði inn í íslenskan aðildarsamning. Einnig fengu Bretar inn í sinn samning sérstakan stuðning við strjálbýlli svæði (Less Favoured Area Support Scheme, LFASS). Spánverjar fengu inn í sinn samning sérstakan stuðning við eyjar þeirra í Atlantshafi. Allt á þetta við um Ísland. Hvergi er meira strjálbýli en hér og samgöngukerfi frumstætt og erfitt. Það eru því töluverðar líkur til þess að verulega meira fé verði varið til byggðamála á Íslandi en nú er gert ef Ísland gerist aðili að ESB. En það vitum við auðvitað ekki fyrr en samningur liggur fyrir. Væri nú ekki skynsamlegt fyrir þá er bera hag landsbyggðarinnar fyrir brjósti að skoða hann en byrja ekki á því að skjóta sig í fótinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Að skjóta sig í fótinn er orðatiltæki sem stundum er notað yfir það er menn eru með orðum sínum og athöfnum að skaða sjálfan sig meira en ef þeir hefðu gert hið gagnstæða. Mér hefur stundum dottið þetta orðatiltæki í hug þegar Evrópusambandsaðild Íslands ber á góma og ég sé að andstaða við aðild Íslands er hvað mest á landsbyggðinni því allt bendir til þess að þeir sem hvað mest myndu græða á ESB-aðild eru einmitt hinar dreifðu byggðir landsins. Byggðaröskun er ekki séríslenskt fyrirbæri. Um alla Evrópu á sama þróun sér stað. Ástæður þessa liggja í breyttum atvinnuháttum og vélvæðingu þar sem minni mannafla er krafist þó að framleiðsla aukist verulega. Þetta á við um landbúnað, fiskveiðar og fiskvinnslu. En þessi snögga röskun hefur í för með sér ýmsar efnahagslegar afleiðingar sem eru óhagkvæmar samfélaginu í heild. Þegar Efnahagsbandalag Evrópu varð til (síðar ESB) var strax reynt að taka á þessu vandamáli byggðaröskunar með því að hjálpa byggðum sem voru að verða illa úti vegna hennar að breyta atvinnuháttum og auka endurmenntun sem því fylgdi. Til þessa var komið á fót öflugum þróunarsjóðum sem styrkja atvinnuþróun í hinum dreifðari byggðum aðildarlandanna. Þessir sjóðir eru fjölmargir en hér skulu aðeins nefndir tveir þeir helstu. 1. Byggðasjóður Evrópu (ERDF – European Regional Development Fund). Hann styrkir nýsköpun í atvinnulífi og innviði (s.s. samgöngukerfi) í strjálli byggðum og náttúruvernd. 2. Félagsmálasjóður Evrópu (ESF – European Social Fund) með styrkjum til endurmenntunar auk aðstoðar vegna atvinnuleysis t.d. ákveðinna félagshópa, s.s. kvenna, ungs fólks o.s.frv.Meira fé til byggðamála Auk þess hafa mörg aðildarríki fengið inn í aðildarsamning sinn sérstakan stuðning við svæði sem búa við erfið náttúruleg skilyrði vegna landfræðilegrar legu og strjálbýlis. Þannig fengu Svíar og Norðmenn það inn í aðildarsamning sinn að allur landbúnaður norðan 62. breiddar gráðu væri skilgreindur sem „heimskautalandbúnaður“ (arctic agriculture) og þeim heimilað að styrkja hann langt umfram styrki ESB. Undir þetta fellur allt Finnland og stærstur hluti Svíþjóðar. Ísland liggur allt norðan 62. breiddargráðu og ætti því ekki að vera erfitt að fá sömu ákvæði inn í íslenskan aðildarsamning. Einnig fengu Bretar inn í sinn samning sérstakan stuðning við strjálbýlli svæði (Less Favoured Area Support Scheme, LFASS). Spánverjar fengu inn í sinn samning sérstakan stuðning við eyjar þeirra í Atlantshafi. Allt á þetta við um Ísland. Hvergi er meira strjálbýli en hér og samgöngukerfi frumstætt og erfitt. Það eru því töluverðar líkur til þess að verulega meira fé verði varið til byggðamála á Íslandi en nú er gert ef Ísland gerist aðili að ESB. En það vitum við auðvitað ekki fyrr en samningur liggur fyrir. Væri nú ekki skynsamlegt fyrir þá er bera hag landsbyggðarinnar fyrir brjósti að skoða hann en byrja ekki á því að skjóta sig í fótinn.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun