Tvöfaldi ávinningurinn: ESB-aðild og nýtt Atlantshafsbandalag Einar Benediktsson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Nú stendur fyrir dyrum myndun sameiginlegs svæðis viðskipta- og efnahagstengsla Bandaríkjanna og aðildarríkja Evrópusambandsins. Á næsta misseri gæti ráðist hvort Íslandi nýtist síðtekið tækifæri að gerast aðili að Evrópusambandinu og þar með þessari nýju samningsgerð, sem ætlunin er að ljúka á næsta ári. Þetta tvöfalda sögulega tækifæri myndi öðru framar tryggja sjálfstæði Íslands um að ná föstum tökum á hagsælli efnahagsstjórn og styrkja samstarf við vina- og bandalagsþjóðir um öryggi á norðurslóðum. Þann 13. febrúar sl. birtu þeir Barack Obama Bandaríkjaforseti, Herman Van Rompuy og José Manuel Barroso, forsetar ráðherraráðs og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sameiginlega yfirlýsingu. Tekið var fram að farið skyldi eftir niðurstöðum sameiginlegrar nefndar aðilanna (US/EU High Level Working Group) sem hóf störf 2011 að nýjum samningi Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Stofna skal Atlantshafsbandalag um viðskipti og fjárfestingar (Transatlantic Trade and Investment Partnership – TTIP) sem ætlað er að ná lengra en hinu hefðbundna viðskiptasamstarfi að fella niður tolla og opna markaði fyrir fjárfestingum, þjónustustarfsemi og opinberum útboðum. Sérstök áhersla skal lögð á samræmingu staðla og tæknikvaða. Athuganir hefðu sýnt að reglugerðaleg mismunun fæli í sér aukna kostnaðarbyrði sem næmi jafngildi 10% tolls, í sumum tilvikum 20%, þegar sjálfur tollurinn væri yfirleitt um 4%.Burðarás Viðskipti Bandaríkjanna og Evrópusambandsins eru burðarás hagkerfis heimsins. Samanlögð verg þjóðarframleiðsla aðilanna er nær helmingur (47%) af framleiðslu heimsins og viðskiptin, sem daglega nema $ 2 milljörðum, eru þriðjungur heimsviðskiptanna. Umrætt vöruviðskiptafrelsi mun stuðla að aukningu framleiðslu og viðskipta og þá er ætlunin að opna markaði í þjónustustarfsemi, svo sem á sviði flutninga. Hvort og hvernig það kann að snerta flugsamgöngur verður ekki séð af fyrirliggjandi almennum upplýsingum. Þá er t.d. tekið fram, að ætlunin sé að ná víðtæku samkomulagi um heilbrigðisreglur varðandi matvæli. Einnig á því sviði kann það að vera íslenskum útflytjendum hagsmunamál að koma okkar sjónarmiðum á framfæri ef síkar reglur, eða framkvæmd þeirra, eru íþyngjandi og þar af leiðandi til kostnaðarauka. Markmið þessara samninga viðskiptarisanna tveggja er að skapa einn samofinn („integrated“) markað í vöruviðskiptum hverskyns, en reglugerðasamvinnan er þar mjög mikilvæg. Mest af þeim ávinningi sem nú er hægt að ná kæmi frá lækkun kostnaðar vegna óþarfa skriffinnsku og reglufargani. Það segir sig sjálft að þátttaka í þessu nýja Atlantshafsbandalagi viðskipta og efnahagstengsla er Íslandi öðru fremur brýnt þjóðarhagsmunamál. Útflutningur til Evrópusambandsins og Bandaríkjanna samanlagt var 86% heildarinnar 2011. Útflutningur sjávarafurða og framleiðsla orkufreks iðnaðar hvílir á þeim markaðslöndum, sem reyndar á fyllilega við um hugbúnað, afþreyingu og tónlist, að ekki sé minnst á ferðaiðnaðinn og hinn mikla flugrekstur sem orðinn er. Engir framtíðarhagsmunir jafnast á við þá sem hér eru í húfi og mætti þá fyrst nefna erlendar fjárfestingar. Samfara ESB-aðild yrði náð afnámi fjármagnshafta og upptöku evru, sem eru frumskilyrði þess að rjúfa einangrun og stöðnun samfara fólksflótta.Sjálfsögð krafa Nú verður ekki hjá því komist, að svar fáist við þeirri spurningu hvort aðild að ESB við ásættanleg kjör standi Íslandi til boða. Það leyfi ég mér að vona enda hafi Evrópusamvinnan miðað að því að tryggja ólíkan hag hvers og svo sem verða má innan ramma góðrar, ábyrgar hagstjórnar. Þar sviku Grikkir og Kýpurbúar en ekki Finnar og Eistlendingar, sem nú uppskera góðan árangur. Því er það sjálfsögð krafa að samningunum um aðild verði hraðað svo sem föng eru á að afstaðri alþingiskosningunum 27. apríl. Á þeim tíma sem það kann að taka eiga Íslendingar kröfu réttlætis í að nálgast samningana um Atlantshafsbandalag um viðskipti og fjárfestingar. Reyndar hefur framkvæmdastjórn ESB þegar sýnt Íslendingum þá samstöðu að þeir fylgist með samningunum. Ísland er þá þegar að verulegu leyti aðili að Evrópusambandinu með EES-samningi og innleiðingu stórs hluta lagagjörninga aðildarríkja. Eftir er aðeins síðasta skrefið til fullrar þátttöku. Aðildarríki Evrópusambandsins, í og utan NATO, láta sig í vaxandi mæli varða öryggi á norðurslóðum. Sérstaklega ber að fagna því að lofther Svía og Finna hefur nú þátttöku í loftrýmisgæslu NATO-ríkja við Ísland. Evrópuþjóðir munu í vaxandi mæli sinna eigin öryggis- og varnarmálum, svo sem Bandaríkin draga sig í hlé frá stöðu kalda stríðsins. Það er öryggisatriði fyrir Ísland að vera innan sameiginlegra landamæra Evrópusambandsins. Það er lýðveldinu Íslandi til lítils sóma að þegnarnir kvarti nú undan þróun á sviði landsmála sem jaðri við upplausn. Enginn dregur í efa þá erfiðleika sem við var að etja eftir bankahrunið 2008. Ekki skal gert lítið úr þeim mikla árangri að ná tökum á ríkisfjármálum, samvinnu við vinnumarkaðinn sem stuðlar að efnahagslegum stöðugleika og atvinnustigi sem vekur eftirtekt. Á þeim grunni þarf að hefja nýja för með aðgætni að öllum tiltækum ráðum sé skjótlega beitt við vanda þeirra sem mestur er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Nú stendur fyrir dyrum myndun sameiginlegs svæðis viðskipta- og efnahagstengsla Bandaríkjanna og aðildarríkja Evrópusambandsins. Á næsta misseri gæti ráðist hvort Íslandi nýtist síðtekið tækifæri að gerast aðili að Evrópusambandinu og þar með þessari nýju samningsgerð, sem ætlunin er að ljúka á næsta ári. Þetta tvöfalda sögulega tækifæri myndi öðru framar tryggja sjálfstæði Íslands um að ná föstum tökum á hagsælli efnahagsstjórn og styrkja samstarf við vina- og bandalagsþjóðir um öryggi á norðurslóðum. Þann 13. febrúar sl. birtu þeir Barack Obama Bandaríkjaforseti, Herman Van Rompuy og José Manuel Barroso, forsetar ráðherraráðs og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sameiginlega yfirlýsingu. Tekið var fram að farið skyldi eftir niðurstöðum sameiginlegrar nefndar aðilanna (US/EU High Level Working Group) sem hóf störf 2011 að nýjum samningi Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Stofna skal Atlantshafsbandalag um viðskipti og fjárfestingar (Transatlantic Trade and Investment Partnership – TTIP) sem ætlað er að ná lengra en hinu hefðbundna viðskiptasamstarfi að fella niður tolla og opna markaði fyrir fjárfestingum, þjónustustarfsemi og opinberum útboðum. Sérstök áhersla skal lögð á samræmingu staðla og tæknikvaða. Athuganir hefðu sýnt að reglugerðaleg mismunun fæli í sér aukna kostnaðarbyrði sem næmi jafngildi 10% tolls, í sumum tilvikum 20%, þegar sjálfur tollurinn væri yfirleitt um 4%.Burðarás Viðskipti Bandaríkjanna og Evrópusambandsins eru burðarás hagkerfis heimsins. Samanlögð verg þjóðarframleiðsla aðilanna er nær helmingur (47%) af framleiðslu heimsins og viðskiptin, sem daglega nema $ 2 milljörðum, eru þriðjungur heimsviðskiptanna. Umrætt vöruviðskiptafrelsi mun stuðla að aukningu framleiðslu og viðskipta og þá er ætlunin að opna markaði í þjónustustarfsemi, svo sem á sviði flutninga. Hvort og hvernig það kann að snerta flugsamgöngur verður ekki séð af fyrirliggjandi almennum upplýsingum. Þá er t.d. tekið fram, að ætlunin sé að ná víðtæku samkomulagi um heilbrigðisreglur varðandi matvæli. Einnig á því sviði kann það að vera íslenskum útflytjendum hagsmunamál að koma okkar sjónarmiðum á framfæri ef síkar reglur, eða framkvæmd þeirra, eru íþyngjandi og þar af leiðandi til kostnaðarauka. Markmið þessara samninga viðskiptarisanna tveggja er að skapa einn samofinn („integrated“) markað í vöruviðskiptum hverskyns, en reglugerðasamvinnan er þar mjög mikilvæg. Mest af þeim ávinningi sem nú er hægt að ná kæmi frá lækkun kostnaðar vegna óþarfa skriffinnsku og reglufargani. Það segir sig sjálft að þátttaka í þessu nýja Atlantshafsbandalagi viðskipta og efnahagstengsla er Íslandi öðru fremur brýnt þjóðarhagsmunamál. Útflutningur til Evrópusambandsins og Bandaríkjanna samanlagt var 86% heildarinnar 2011. Útflutningur sjávarafurða og framleiðsla orkufreks iðnaðar hvílir á þeim markaðslöndum, sem reyndar á fyllilega við um hugbúnað, afþreyingu og tónlist, að ekki sé minnst á ferðaiðnaðinn og hinn mikla flugrekstur sem orðinn er. Engir framtíðarhagsmunir jafnast á við þá sem hér eru í húfi og mætti þá fyrst nefna erlendar fjárfestingar. Samfara ESB-aðild yrði náð afnámi fjármagnshafta og upptöku evru, sem eru frumskilyrði þess að rjúfa einangrun og stöðnun samfara fólksflótta.Sjálfsögð krafa Nú verður ekki hjá því komist, að svar fáist við þeirri spurningu hvort aðild að ESB við ásættanleg kjör standi Íslandi til boða. Það leyfi ég mér að vona enda hafi Evrópusamvinnan miðað að því að tryggja ólíkan hag hvers og svo sem verða má innan ramma góðrar, ábyrgar hagstjórnar. Þar sviku Grikkir og Kýpurbúar en ekki Finnar og Eistlendingar, sem nú uppskera góðan árangur. Því er það sjálfsögð krafa að samningunum um aðild verði hraðað svo sem föng eru á að afstaðri alþingiskosningunum 27. apríl. Á þeim tíma sem það kann að taka eiga Íslendingar kröfu réttlætis í að nálgast samningana um Atlantshafsbandalag um viðskipti og fjárfestingar. Reyndar hefur framkvæmdastjórn ESB þegar sýnt Íslendingum þá samstöðu að þeir fylgist með samningunum. Ísland er þá þegar að verulegu leyti aðili að Evrópusambandinu með EES-samningi og innleiðingu stórs hluta lagagjörninga aðildarríkja. Eftir er aðeins síðasta skrefið til fullrar þátttöku. Aðildarríki Evrópusambandsins, í og utan NATO, láta sig í vaxandi mæli varða öryggi á norðurslóðum. Sérstaklega ber að fagna því að lofther Svía og Finna hefur nú þátttöku í loftrýmisgæslu NATO-ríkja við Ísland. Evrópuþjóðir munu í vaxandi mæli sinna eigin öryggis- og varnarmálum, svo sem Bandaríkin draga sig í hlé frá stöðu kalda stríðsins. Það er öryggisatriði fyrir Ísland að vera innan sameiginlegra landamæra Evrópusambandsins. Það er lýðveldinu Íslandi til lítils sóma að þegnarnir kvarti nú undan þróun á sviði landsmála sem jaðri við upplausn. Enginn dregur í efa þá erfiðleika sem við var að etja eftir bankahrunið 2008. Ekki skal gert lítið úr þeim mikla árangri að ná tökum á ríkisfjármálum, samvinnu við vinnumarkaðinn sem stuðlar að efnahagslegum stöðugleika og atvinnustigi sem vekur eftirtekt. Á þeim grunni þarf að hefja nýja för með aðgætni að öllum tiltækum ráðum sé skjótlega beitt við vanda þeirra sem mestur er.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun