Efnahagslegar þjóðsögur Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Þrátt fyrir að efnahagsmál séu stærsta kosningamálið ber oft á þjóðsögum og rangfærslum í umræðu um þau. Sé litið til skulda heimila og fyrirtækja, kemur það t.d. ýmsum á óvart að skuldastaðan hefur lækkað um tæpan helming frá hruni. Þá hafa skuldirnar lækkað um næstum tvöfalda landsframleiðslu eða um 3.000 milljarða króna á kjörtímabilinu. Afskriftir vegna gömlu bankanna eru ekki í þessum tölum enda væri skuldalækkunin enn meiri.Þjóðsagan um skuldir heimilanna Sé einungis litið til skulda heimilanna nam lækkunin 24% af landsframleiðslu á kjörtímabilinu. Það er meira en 300 milljarða króna lækkun á skuldum heimilanna, einkum vegna aðgerða stjórnvalda, dóma Hæstaréttar og getu heimilanna til að greiða niður skuldir. Þótt einstakir hópar skuldara séu vissulega enn í vandræðum er mikilvægt að hafa í huga að skuldir heimilanna eru nú svipaðar og þær voru 2006. Þjóðsagan um skattana Ríkisstjórnin hefur setið undir ámæli fyrir skattabreytingar. Skattar hins opinbera eru hinsvegar nú um 36% af landsframleiðslu en voru yfir 40% árið 2007. Skattar eru lægstir á Íslandi af öllum Norðurlöndunum og Ísland er í 16. sæti þegar kemur að skattbyrði 30 Evrópuþjóða. Önnur gagnrýni lýtur að því að jaðaráhrif tekjuskattskerfisins hafi aukist við innleiðingu á þrepaskiptu skattkerfi. Haldið er fram að fólk með meðaltekjur greiði hátekjuskatt. Í fyrsta skattþrepi eru tekjur að 242.000 kr. á mánuði, í öðru þrepinu frá 242.000 kr. til 740.000 kr en í efsta þrepi eru tekjur yfir 740.000 kr. En einungis 7% framteljanda eru í efsta þrepinu sem kemur á óvart miðað við umræðuna. Í milliþrepi eru 87% launþega og hefur efsta þrepið því ekki íþyngt Íslendingum. Önnur skattabreyting sem hefur verið gagnrýnd er hækkun á fjármagnstekjuskatti. Þar gleymist sú staðreynd að innleitt var frítekjumark. Við það fækkaði greiðendum skattsins um 78%. Nú greiða 39 þúsund manns fjármagnstekjuskatt í stað 183 þúsund árið 2010.Þjóðsagan um verðbólguna Þá er skattabreytingum ríkisstjórnarinnar oft kennt um verðbólguna og hækkun á verðtryggðum skuldum. Staðreyndin er hins vegar sú að vísitala neysluverðs hefur hækkað um rúm 20% á kjörtímabilinu. Hinsvegar hafa þær skattahækkanir, sem hafa bein áhrif á vísitöluna, einungis hækkað vísitöluna um tvö prósentustig. Á sama tíma hefur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur varið um 100 milljörðum króna í vaxtabætur og barnabætur sem er meira en nokkur ríkisstjórn hefur gert. Hagvöxtur hefur verið hærri á Íslandi en meðaltal OECD-ríkjanna tvö ár í röð. Kaupmáttur hefur aukist undanfarin tvö ár, atvinnuleysi minnkað um helming frá hruni, verðbólgan lækkað úr 18% í 4%, öll matsfyrirtækin hafa nú sett ríkissjóð í fjárfestingarflokk, skuldir ríkisins fara lækkandi og ríkissjóðshallinn farið úr 216 milljörðum í 4 milljarða kr. Þjóðin hefur fært fórnir eftir hrun og margt er enn ógert í efnahagsmálum. Auka þarf framleiðni og fjárfestingu í anda McKinsey skýrslunnar, leysa þarf almenning úr klóm íslensku krónunnar og þar með rjúfa vítahring gengisfellinga, verðbólgu og verðtryggingar. Afnema þarf fjármagnshöftin og koma eignarhaldi á bönkunum í lag og afnema tolla og vörugjöld svo eitthvað sé nefnt. Hinsvegar er greinilegt að landið er að rísa og staðfesta erlendar fagstofnanir það. Kosningarnar snúast ekki einungis um loforð heldur einnig um árangur. Tölurnar tala sínu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að efnahagsmál séu stærsta kosningamálið ber oft á þjóðsögum og rangfærslum í umræðu um þau. Sé litið til skulda heimila og fyrirtækja, kemur það t.d. ýmsum á óvart að skuldastaðan hefur lækkað um tæpan helming frá hruni. Þá hafa skuldirnar lækkað um næstum tvöfalda landsframleiðslu eða um 3.000 milljarða króna á kjörtímabilinu. Afskriftir vegna gömlu bankanna eru ekki í þessum tölum enda væri skuldalækkunin enn meiri.Þjóðsagan um skuldir heimilanna Sé einungis litið til skulda heimilanna nam lækkunin 24% af landsframleiðslu á kjörtímabilinu. Það er meira en 300 milljarða króna lækkun á skuldum heimilanna, einkum vegna aðgerða stjórnvalda, dóma Hæstaréttar og getu heimilanna til að greiða niður skuldir. Þótt einstakir hópar skuldara séu vissulega enn í vandræðum er mikilvægt að hafa í huga að skuldir heimilanna eru nú svipaðar og þær voru 2006. Þjóðsagan um skattana Ríkisstjórnin hefur setið undir ámæli fyrir skattabreytingar. Skattar hins opinbera eru hinsvegar nú um 36% af landsframleiðslu en voru yfir 40% árið 2007. Skattar eru lægstir á Íslandi af öllum Norðurlöndunum og Ísland er í 16. sæti þegar kemur að skattbyrði 30 Evrópuþjóða. Önnur gagnrýni lýtur að því að jaðaráhrif tekjuskattskerfisins hafi aukist við innleiðingu á þrepaskiptu skattkerfi. Haldið er fram að fólk með meðaltekjur greiði hátekjuskatt. Í fyrsta skattþrepi eru tekjur að 242.000 kr. á mánuði, í öðru þrepinu frá 242.000 kr. til 740.000 kr en í efsta þrepi eru tekjur yfir 740.000 kr. En einungis 7% framteljanda eru í efsta þrepinu sem kemur á óvart miðað við umræðuna. Í milliþrepi eru 87% launþega og hefur efsta þrepið því ekki íþyngt Íslendingum. Önnur skattabreyting sem hefur verið gagnrýnd er hækkun á fjármagnstekjuskatti. Þar gleymist sú staðreynd að innleitt var frítekjumark. Við það fækkaði greiðendum skattsins um 78%. Nú greiða 39 þúsund manns fjármagnstekjuskatt í stað 183 þúsund árið 2010.Þjóðsagan um verðbólguna Þá er skattabreytingum ríkisstjórnarinnar oft kennt um verðbólguna og hækkun á verðtryggðum skuldum. Staðreyndin er hins vegar sú að vísitala neysluverðs hefur hækkað um rúm 20% á kjörtímabilinu. Hinsvegar hafa þær skattahækkanir, sem hafa bein áhrif á vísitöluna, einungis hækkað vísitöluna um tvö prósentustig. Á sama tíma hefur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur varið um 100 milljörðum króna í vaxtabætur og barnabætur sem er meira en nokkur ríkisstjórn hefur gert. Hagvöxtur hefur verið hærri á Íslandi en meðaltal OECD-ríkjanna tvö ár í röð. Kaupmáttur hefur aukist undanfarin tvö ár, atvinnuleysi minnkað um helming frá hruni, verðbólgan lækkað úr 18% í 4%, öll matsfyrirtækin hafa nú sett ríkissjóð í fjárfestingarflokk, skuldir ríkisins fara lækkandi og ríkissjóðshallinn farið úr 216 milljörðum í 4 milljarða kr. Þjóðin hefur fært fórnir eftir hrun og margt er enn ógert í efnahagsmálum. Auka þarf framleiðni og fjárfestingu í anda McKinsey skýrslunnar, leysa þarf almenning úr klóm íslensku krónunnar og þar með rjúfa vítahring gengisfellinga, verðbólgu og verðtryggingar. Afnema þarf fjármagnshöftin og koma eignarhaldi á bönkunum í lag og afnema tolla og vörugjöld svo eitthvað sé nefnt. Hinsvegar er greinilegt að landið er að rísa og staðfesta erlendar fagstofnanir það. Kosningarnar snúast ekki einungis um loforð heldur einnig um árangur. Tölurnar tala sínu máli.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar