Skylda stjórnmálamanna Þórir Stephensen skrifar 19. mars 2013 06:00 Hver er helgasta skylda stjórnmálamannsins? Hún er augljós: Að leita þess sem er heillavænlegast fyrir land og þjóð. Oft er þó miklu meira hugsað um hitt, hvað sé heillavænlegast fyrir hann sjálfan, flokkinn og sérhagsmuni þeirra hópa sem hann mynda. Stundum skrumskæla menn svo hugsjónirnar að úr verður hrein hræsni. Ég get nefnt dæmi. Menn taka ónauðsynleg Vaðlaheiðargöng og hjóla- og göngubrú yfir Fossvog fram yfir mannauð og tækjakost Landspítalans. Eiginhagsmunir, kjördæmapot og sýndarmennska ríða ekki við einteyming á Alþingi í dag. Mér ofbýður þó mest þegar menn neita að skoða þá möguleika sem hvað líklegastir eru til að skapa hér nýja og betri framtíð. Ég á þar við aðild að ESB. Okkur reynist erfitt að byggja upp eftir hrunið og finna nýjar, betri leiðir en þær sem enduðu í ógöngum. Við nutum hjálpar alþjóðasamfélagsins, bæði vinaþjóða og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Því ætti að vera auðlært að það er gott að njóta bróðernis sem nær út yfir öll þjóðernismörk. ESB er samfélag þjóða úr okkar menningarumhverfi, er hafa myndað sterkan gjaldmiðil sem okkur vantar sárlega til þess að losa um gjaldeyrishöft og hindra óðaverðbólgu. Þar er og stefnt að menntun, menningu og ekki síst æ sterkara atvinnulífi.Vansæmd Alþingi ákvað að fara í viðræður við ESB með þá von að ná fram ásættanlegum samningi. Þær hafa gengið vel en nú hefur stærsta stjórnmálaafl í landinu krafist þess að viðræðunum verði slitið. Þar með er í raun farið gegn þingræðinu en flokksræði Sjálfstæðismanna á að koma í staðinn. Hvernig rímar þetta við hugsjónir um frjálsa hugsun, málfrelsi og lýðræði? Krafan um umræðuslitin og það sem henni fylgir lyktar mjög af gömlum einræðishugmyndum og er því mikil vansæmd fyrir samfélag okkar. Hvað er það sem á að stöðva? Tilraun stjórnvalda til að sjá hvort þarna sé að finna kannski bestu leiðina til að koma íslensku samfélagi á nýja braut, sem leiði til sömu lífsgæða og þær þjóðir njóta sem við berum okkur saman við. Ég lít svo á að þar sé forysta Sjálfstæðisflokksins að bregðast sinni helgustu skyldu, að leita þeirra leiða sem eru þjóðinni til heilla. Það vekur grundvallarspurningu: Við hvað er flokkurinn hræddur? Enginn veit að óreyndu hvernig hugsanlegur samningur gæti litið út. Þetta er bara tilraun en vissulega mikil von þar að baki. En þetta þarf að koma í ljós til þess að við vitum öll hvort við viljum inngöngu í ESB eða ekki. Um hitt þarf ekki að deila að þar á þjóðin sjálf síðasta orðið. Þess vegna er áhættan í raun engin en ávinningurinn gæti orðið mikill. ESB-andstæðingarnir eru fleiri og klifa margir á því að þarna sé „ekkert um að semja“, við verðum aldrei nema smápeð á taflborði ESB, áhrifalaus með öllu. Þeir tala þar gegn betri vitund, eru að reyna að blekkja okkur hin og þar með að dæma sjálfa sig óhæfa til þingsetu í umboði almennings.Undanþágur Ég hef fengið slík svör frá mínum gamla flokki. Þess vegna rak mig í rogastans er ég sá að það sem ég vissi um undanþágur í samningum annarra þjóða er býsna vel tíundað í skýrslu frá 2007 um „Tengsl Íslands og ESB“, sem samin var af níu manna nefnd úr öllum flokkum undir forsæti Björns Bjarnasonar. Þeir töldu fram yfir 20 undanþágur. Þarna er m.a. um að ræða varnir fyrir Dani og Maltverja til að hindra að stórir hlutar lands þeirra lendi í eigu útlendinga. Leyfi Finna og Svía til að styrkja eigin landbúnað á norðurslóðum sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd. Þeir, ásamt Bretum og Írum, sömdu einnig um sk. harðbýlisstyrki frá ESB til þess að standa betur af sér samkeppni við frjósamari svæði Evrópu. Finnland er nú skilgreint sem 100% harðbýlt svæði. Einnig eru sérákvæði um Álandseyjar. Þá hafa Danir, Bretar og Írar fengið undanþágur frá sn. Amsterdam-samningi. Þessar undanþágur eru miklu fleiri en hér er hægt að telja. Rétt er að taka það fram að lagaleg staða undanþágu eða sérlausnar sem fer inn í aðildarsamning hefur sama lagagildi og stofnsáttmálar ESB. Hið sama gildir um bókanir, ef þær fara þar inn. Loks má geta þess að við höfum fengið ýmsar sérlausnir í EES-samningnum. Samkvæmt upplýsingum frá samninganefnd okkar komu fulltrúar ESB með ákveðin innlegg í upphafi umræðna um landbúnaðar- og sjávarútvegsmálin. Þar er sagt í samandregnu máli: Að landbúnaður sé mikilvægur vegna dreifbýlisþróunar og sjálfbærni. Að sérstaða íslensks landbúnaðar sé mikil vegna erfiðra loftslagsskilyrða og strjálbýlis. Því er talið nauðsynlegt að leita sérstakra lausna fyrir Ísland á vissum sviðum. Staða sjávarútvegsins er einnig rík og ljóst að Ísland muni hafa mikil áhrif á sjávarútvegsstefnu ESB, sem nú er öll í endurskoðun. Þetta eru jákvæð atriði sem mikilvægt er að skoða. Ef forysta sjálfstæðismanna og annarra ESB-andstæðinga hefur ekki vitað um þetta stendur hún ekki undir nafni en hafi hún vitað þetta, þegar kjósendum var sagt að ekki væri um neitt að semja, þá hafa þeir sniðgengið sannleikann svo rækilega að enginn trúir þeim lengur. Þeir hafa þá sjálfir dæmt sig úr leik, af því að hlutverk þeirra er að leita sannleikans og segja hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Hver er helgasta skylda stjórnmálamannsins? Hún er augljós: Að leita þess sem er heillavænlegast fyrir land og þjóð. Oft er þó miklu meira hugsað um hitt, hvað sé heillavænlegast fyrir hann sjálfan, flokkinn og sérhagsmuni þeirra hópa sem hann mynda. Stundum skrumskæla menn svo hugsjónirnar að úr verður hrein hræsni. Ég get nefnt dæmi. Menn taka ónauðsynleg Vaðlaheiðargöng og hjóla- og göngubrú yfir Fossvog fram yfir mannauð og tækjakost Landspítalans. Eiginhagsmunir, kjördæmapot og sýndarmennska ríða ekki við einteyming á Alþingi í dag. Mér ofbýður þó mest þegar menn neita að skoða þá möguleika sem hvað líklegastir eru til að skapa hér nýja og betri framtíð. Ég á þar við aðild að ESB. Okkur reynist erfitt að byggja upp eftir hrunið og finna nýjar, betri leiðir en þær sem enduðu í ógöngum. Við nutum hjálpar alþjóðasamfélagsins, bæði vinaþjóða og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Því ætti að vera auðlært að það er gott að njóta bróðernis sem nær út yfir öll þjóðernismörk. ESB er samfélag þjóða úr okkar menningarumhverfi, er hafa myndað sterkan gjaldmiðil sem okkur vantar sárlega til þess að losa um gjaldeyrishöft og hindra óðaverðbólgu. Þar er og stefnt að menntun, menningu og ekki síst æ sterkara atvinnulífi.Vansæmd Alþingi ákvað að fara í viðræður við ESB með þá von að ná fram ásættanlegum samningi. Þær hafa gengið vel en nú hefur stærsta stjórnmálaafl í landinu krafist þess að viðræðunum verði slitið. Þar með er í raun farið gegn þingræðinu en flokksræði Sjálfstæðismanna á að koma í staðinn. Hvernig rímar þetta við hugsjónir um frjálsa hugsun, málfrelsi og lýðræði? Krafan um umræðuslitin og það sem henni fylgir lyktar mjög af gömlum einræðishugmyndum og er því mikil vansæmd fyrir samfélag okkar. Hvað er það sem á að stöðva? Tilraun stjórnvalda til að sjá hvort þarna sé að finna kannski bestu leiðina til að koma íslensku samfélagi á nýja braut, sem leiði til sömu lífsgæða og þær þjóðir njóta sem við berum okkur saman við. Ég lít svo á að þar sé forysta Sjálfstæðisflokksins að bregðast sinni helgustu skyldu, að leita þeirra leiða sem eru þjóðinni til heilla. Það vekur grundvallarspurningu: Við hvað er flokkurinn hræddur? Enginn veit að óreyndu hvernig hugsanlegur samningur gæti litið út. Þetta er bara tilraun en vissulega mikil von þar að baki. En þetta þarf að koma í ljós til þess að við vitum öll hvort við viljum inngöngu í ESB eða ekki. Um hitt þarf ekki að deila að þar á þjóðin sjálf síðasta orðið. Þess vegna er áhættan í raun engin en ávinningurinn gæti orðið mikill. ESB-andstæðingarnir eru fleiri og klifa margir á því að þarna sé „ekkert um að semja“, við verðum aldrei nema smápeð á taflborði ESB, áhrifalaus með öllu. Þeir tala þar gegn betri vitund, eru að reyna að blekkja okkur hin og þar með að dæma sjálfa sig óhæfa til þingsetu í umboði almennings.Undanþágur Ég hef fengið slík svör frá mínum gamla flokki. Þess vegna rak mig í rogastans er ég sá að það sem ég vissi um undanþágur í samningum annarra þjóða er býsna vel tíundað í skýrslu frá 2007 um „Tengsl Íslands og ESB“, sem samin var af níu manna nefnd úr öllum flokkum undir forsæti Björns Bjarnasonar. Þeir töldu fram yfir 20 undanþágur. Þarna er m.a. um að ræða varnir fyrir Dani og Maltverja til að hindra að stórir hlutar lands þeirra lendi í eigu útlendinga. Leyfi Finna og Svía til að styrkja eigin landbúnað á norðurslóðum sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd. Þeir, ásamt Bretum og Írum, sömdu einnig um sk. harðbýlisstyrki frá ESB til þess að standa betur af sér samkeppni við frjósamari svæði Evrópu. Finnland er nú skilgreint sem 100% harðbýlt svæði. Einnig eru sérákvæði um Álandseyjar. Þá hafa Danir, Bretar og Írar fengið undanþágur frá sn. Amsterdam-samningi. Þessar undanþágur eru miklu fleiri en hér er hægt að telja. Rétt er að taka það fram að lagaleg staða undanþágu eða sérlausnar sem fer inn í aðildarsamning hefur sama lagagildi og stofnsáttmálar ESB. Hið sama gildir um bókanir, ef þær fara þar inn. Loks má geta þess að við höfum fengið ýmsar sérlausnir í EES-samningnum. Samkvæmt upplýsingum frá samninganefnd okkar komu fulltrúar ESB með ákveðin innlegg í upphafi umræðna um landbúnaðar- og sjávarútvegsmálin. Þar er sagt í samandregnu máli: Að landbúnaður sé mikilvægur vegna dreifbýlisþróunar og sjálfbærni. Að sérstaða íslensks landbúnaðar sé mikil vegna erfiðra loftslagsskilyrða og strjálbýlis. Því er talið nauðsynlegt að leita sérstakra lausna fyrir Ísland á vissum sviðum. Staða sjávarútvegsins er einnig rík og ljóst að Ísland muni hafa mikil áhrif á sjávarútvegsstefnu ESB, sem nú er öll í endurskoðun. Þetta eru jákvæð atriði sem mikilvægt er að skoða. Ef forysta sjálfstæðismanna og annarra ESB-andstæðinga hefur ekki vitað um þetta stendur hún ekki undir nafni en hafi hún vitað þetta, þegar kjósendum var sagt að ekki væri um neitt að semja, þá hafa þeir sniðgengið sannleikann svo rækilega að enginn trúir þeim lengur. Þeir hafa þá sjálfir dæmt sig úr leik, af því að hlutverk þeirra er að leita sannleikans og segja hann.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun