Björninn vann 4-3 sigur á SA í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil karla í íshokkí. Daniel Kolar skoraði tvö mörk fyrir Björninn þar á meðal sigurmarkið rúmum sjö mínútum fyrir leikslok.
Björninn komst í 3-1 í öðrum leikhluta en SA náði að jafna áður en Daniel Kolar skoraði sigurmarkið í lokaleikhlutanum. Björninn er þar með komið í 1-0 í einvíginu en næsti leikur er í Egilshöllinni á fimmtudagskvöldið. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari en Björninn vann SR í úrslitunum í fyrra.
Sigurður Sigurðsson kom SA yfir á 16. mínútu eftir stoðsendingu frá Lars Foder og það var eina markið í fyrsta leikhluta. Bjarnarmenn svöruðu því og gott betur í öðrum leikhluta sem þeir unnu 3-0.
Daniel Kolar jafnaði í 1-1 á 30. mínútu eftir undirbúning frá Jóni Andréssyni og Róberti Pálssyni, Sergei Zak kom Birnunum í 2-1 á 39. mínútu eftir sendingu Kolar og Gunnar Guðmundsson skoraði síðan þriðja markið á 40. mínútu eftir undirbúning þeirra Hjartar Björnssonar og Birkis Árnason.
Andri Már Mikaelsson skoraði tvö mörk með rúmlega tveggja mínútna millibili í upphafi þriðja leikhlutans og jafnaði metin í 3-3. Fyrra markið skoraði hann eftir stoðsendingu frá Sigurði Reynissyni en það var engin stoðsending í hinu markinu.
Daniel Kolar átti hinsvegar lokaorðið þegar hann skoraði sigurmarkið á 53. mínútu eftir undirbúning þeirra Sergei Zak og Matthíasar Sigurðarsonar.
Björninn byrjar vel í titilvörninni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Urðum okkur sjálfum til skammar“
Körfubolti

Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni
Enski boltinn






Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti