Innlent

Apríl sá kaldasti síðan um aldamót

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það hefur verið kalt í Reykjavík undanfarinn mánuð.
Það hefur verið kalt í Reykjavík undanfarinn mánuð.
Aprílmánuður var sá kaldasti í Reykjavík síðan árið 2000 og á Akureyri frá 1990. Úrkoma var um 70% af meðalúrkomu í Reykjavík, en í rétt rúmu meðallagi á Akureyri, eftir því sem fram kemur á vef Veðurstofunnar. Í Reykjavík voru sólskinsstundirnar óvenju margar, höfðu mælst 212 þegar einum miklum sólardegi var ólokið. Trúlega verður þetta þriðji mesti sólskinsapríl í Reykjavík frá upphafi mælinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×