Lífið

Sjálfstæðiskonur fagna

Landssambands sjálfstæðiskvenna stóð fyrir glæsilegum kvöldverði á veitingastaðnum Nauthól í Reykjavík á fyrsta degi landsfundar Sjálfstæðisflokksins þann 21. febrúar.

Hvorki meira né minna en 160 konur skemmtu sér vel í kvöldverðinum þar sem gengi kvenna í prófkjörum flokksins var meðal annars fagnað.

Formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson og oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins Hanna Birna Kristjánsdóttir ávörpuðu samkomuna.

Jarþrúður Ásmundsdóttir formaður LS þakkaði Þorgerði Katrín Gunnarsdóttir, fyrrum varaformanni og Ólöf Nordal varaformanni Sjálfstæðisflokksins fyrir góð störf. Hulda Bjarnadóttir var veislustjóri og leikkonan Brynja Valdís Gísladóttir skemmti konunum við góðar undirtektir eins og sjá má á myndunum.

Eins og sjá má á myndunum í myndaalbúminum hér fyrir neðan var andrúmsloftið frábært.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.