Tónlist

Þriggja laga smáskífa frá Halleluwah

Hljómsveitin Halleluwah er samstarf Sölva Blöndal, sem áður sló í gegn með Quarashi og Rakelar Mjallar, listakonu. Í dag gefa þau út þriggja laga smáskífu sem kallast 'Beginnings'. 

Í byrjun sumars gáfu þau út sitt fyrsta lag og myndband við Blue Velvet.

Í kjölfarið kom Halleluwah fram á Airwaves-hátíðinni sem er nýyfirstaðin og var boðið að troða upp á Sónar Reykjavík í febrúar næstkomandi. Halleluwah vakti talsverða athygli á Airwaves, þar sem eitt stærsta tímarit Canada, Cult, tiltók sveitina sem einn af hápunktum hátíðarinnar. Lýsingarorðin voru ekki spöruð þar sem Rakel var borin saman við Dusty Springfield.  

Tónlistinni má líkja við vinsælu Girl-Pop stefnuna á sjöunda áratugnum með dökkum elektro sveiflum.  


Smáskífan mun koma út á rafrænu formi og hægt verður að nálgast hana á öllum helstu tónlistarvefsíðum svosem Gogoyoko, Itunes & Spotify.

Halleluwah stefnir síðan að stærri útgáfu í vor með sinni fyrstu breiðskífu. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.